Íslendingar sofa allt of lítið Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. janúar 2021 12:25 Erla Björnsdóttir, sem er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns. Hún segir íslensku þjóðina sofa allt of lítið, sem sé áhyggjuefni. Aðsend „Allt of stór hluti Íslendinga sefur of lítið en þriðjungur þjóðarinnar er að sofa sex tíma á nóttu, sem er allt of lítill svefn,“ segir Erla Björnsdóttir, svefnráðgjafi. Þá sofi börn og unglingar líka allt of lítið. Erla Björnsdóttir, sem er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns hefur meira en nóg að gera að halda fyrirlestra á netinu, sem bera heitið „Betri svefn“. Hún var nýlega með þannig fyrirlestur í fjarfundi fyrir foreldra í Árborg. Þar kom margt mjög áhugavert fram, meðal annars að Íslendingar sofa allt of lítið. „Já, allt of stór hluti fólks sefur of lítið. Fullorðnir eru að sofa, eða þriðjungur þjóðarinnar sex tíma á nóttu, sem er allt of lítill svefn og börn og unglingar líka, því miður, en það er allt of algengt að þau séu að sofa langt undir viðmiðum, það er auðvitað áhyggjuefni,“ segir Erla. En hvað segja fræðin, hvað eiga fullorðnir og börn og unglingar að sofa mikið? „Fullorðnir þurfa að sofa sjö til níu tíma og börn og unglingar lengur en það fer þó aðeins eftir aldri. Yngri börnin þurfa lengri svefn en unglingarnir eru með átta til tíu tíma en svo breytist þetta aðeins eftir því hvað við förum neðarlega í aldri en almennt er það þannig að börn og unglingar þurfa meiri hvíld en fullorðnir.“ Erla segir margar ástæður fyrir því að þjóðin sofi allt of lítið. „Það er auðvitað hraði, áreiti, skjánotkun, koffínneysla, orkudrykkir, og streita, þetta hefur allt áhrif. Við erum kannski upptekin og erum mjög aktíf langt fram á kvöldum og náum ekki að koma okkur í ró og slökkva á símanum og fara að gera okkur klár í svefninn.“ Erla leggur mikla áherslu á að fólk verði að setja svefninn á forgangslistann, góður svefn skipti öllu máli þegar góð heilsa og líðan er annars vegar. Erla heldur víða fjarfundi um svefn, meðal annars nýlega fyrir foreldra barna í Sunnulækjarskóla á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Svefn Börn og uppeldi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Erla Björnsdóttir, sem er stofnandi og framkvæmdastjóri Betri svefns hefur meira en nóg að gera að halda fyrirlestra á netinu, sem bera heitið „Betri svefn“. Hún var nýlega með þannig fyrirlestur í fjarfundi fyrir foreldra í Árborg. Þar kom margt mjög áhugavert fram, meðal annars að Íslendingar sofa allt of lítið. „Já, allt of stór hluti fólks sefur of lítið. Fullorðnir eru að sofa, eða þriðjungur þjóðarinnar sex tíma á nóttu, sem er allt of lítill svefn og börn og unglingar líka, því miður, en það er allt of algengt að þau séu að sofa langt undir viðmiðum, það er auðvitað áhyggjuefni,“ segir Erla. En hvað segja fræðin, hvað eiga fullorðnir og börn og unglingar að sofa mikið? „Fullorðnir þurfa að sofa sjö til níu tíma og börn og unglingar lengur en það fer þó aðeins eftir aldri. Yngri börnin þurfa lengri svefn en unglingarnir eru með átta til tíu tíma en svo breytist þetta aðeins eftir því hvað við förum neðarlega í aldri en almennt er það þannig að börn og unglingar þurfa meiri hvíld en fullorðnir.“ Erla segir margar ástæður fyrir því að þjóðin sofi allt of lítið. „Það er auðvitað hraði, áreiti, skjánotkun, koffínneysla, orkudrykkir, og streita, þetta hefur allt áhrif. Við erum kannski upptekin og erum mjög aktíf langt fram á kvöldum og náum ekki að koma okkur í ró og slökkva á símanum og fara að gera okkur klár í svefninn.“ Erla leggur mikla áherslu á að fólk verði að setja svefninn á forgangslistann, góður svefn skipti öllu máli þegar góð heilsa og líðan er annars vegar. Erla heldur víða fjarfundi um svefn, meðal annars nýlega fyrir foreldra barna í Sunnulækjarskóla á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Svefn Börn og uppeldi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira