Starfsmennirnir fá borgað í „óvæntri vendingu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. mars 2021 15:31 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Félagsmennirnir nutu stuðnings Eflingar og lögmannsstofunnar Réttar við stefnu á hendur Eldum rétt og starfsmannaleigunni Menn í vinnu til greiðslu umræddra launa. Vísir/Vilhelm Ábyrgðarsjóður launa hefur fallist á að gangast í ábyrgð fyrir vangreiddar launagreiðslur til fjögurra félagsmanna Eflingar sem störfuðu hjá fyrirtækinu Eldum rétt. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eflingu. Upphæðirnar nema 120-195 þúsund krónum handa hverjum félagsmanni fyrir sig og hafa greiðslurnar þegar verið lagðar inn á reikninga þeirra. Félagsmennirnir nutu stuðnings Eflingar og lögmannsstofunnar Réttar við stefnu á hendur Eldum rétt og starfsmannaleigunni Menn í vinnu til greiðslu umræddra launa. Í tilkynningu segir að laununum hefði verið haldið eftir á þeim forsendum um að væri að ræða kostnað við húsnæði, líkamsræktarkort og fleira. Héraðsdómur vísaði frá máli félagsmannanna gegn Eldum rétt og Mönnum í vinnu í síðasta mánuði. Dómsmálinu lokið Efling segir í tilkynningu að með ákvörðun sinni viðurkenni Ábyrgðarsjóður launa að um ólögmætan launafrádrátt hafi verið að ræða, sem dómsmál félagsmannanna hafi einmitt snúist um að stórum hluta. Dómsmálinu ljúki hér með. „Þar sem skaði félagsmannanna hefur að þessu leyti verið bættur er grundvöllur dómsmálsins breyttur. Mun Efling því ekki styðja framhald dómsmála á hendur Eldum rétt og Mönnum í vinnu. Verður frávísun máls í héraðsdómi þann 24. febrúar síðastliðinn því ekki kærð með stuðningi Eflingar líkt og áður var tilkynnt,“ segir í tilkynningu. Skorar á Eldum rétt að endurgreiða launin Haft er eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar að það sé óvænt vending í málinu að Ábyrgðarsjóður launa hafi viðurkennt og gengist í ábyrgð fyrir þessum kröfum. „Það er sannarlega ánægjulegt að Ábyrðarsjóður launa hafi á síðustu stundu stigið inn og viðurkennt réttmæti þeirra krafna sem launagreiðendur kusu að slást um við láglaunafólk fyrir dómi. Þannig er félagsmönnum okkar bættur skaði og því eru að okkar mati ekki sömu forsendur fyrir dómsmáli. Hins vegar er það miður að þessi kostnaður lendi á skattgreiðendum og vil ég skora á Eldum rétt að axla ábyrgð og endurgreiða Ábyrgðarsjóði þessar fjárhæðir,“ sagði Sólveig Anna. Efling og Réttur studdu 20 félagsmenn til að leggja fram kærur til héraðssaksóknara í ágúst 2019 og apríl 2020 vegna grunaðra brota af hálfu Manna í vinnu. Rannsókn stendur yfir hjá héraðssaksóknara vegna þessara mála. Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling styður rúmenska félagsmenn í áfrýjun til Landsréttar Efling - stéttarfélag ætlar að styðja fjóra rúmenska félagsmenn sína til að skjóta til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í gær í máli þeirra gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu, forsvarsmönnum starfsmannaleigunnar og matsölufyrirtækinu Eldum rétt. Fyrirtækin voru þar sýknuð eða málunum vísað frá dómi. 25. febrúar 2021 07:49 Máli Eflingar gegn Mönnum í vinnu og Eldum rétt vísað frá Kröfum Eflingar á hendur starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, forsvarsmönnum hennar, og fyrirtækisins Eldum rétt hefur verið vísað frá dómi. Eflingu hefur verið gert að greiða fjórar milljónir í málskostnað vegna lögsóknarinnar. 24. febrúar 2021 15:38 Efling telur engan vafa á að Eldum rétt beri að axla keðjuábyrgð "Í stað þess að gangast við ábyrgð sinni hefur Eldum rétt kosið að taka upp sömu málsvörn og Menn í vinnu, nefnilega að samningarnir sem verkamennirnir undirrituðu hafi leyft frádrátt af launum,“ segir í tilkynningunni. 7. júlí 2019 15:47 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Félagsmennirnir nutu stuðnings Eflingar og lögmannsstofunnar Réttar við stefnu á hendur Eldum rétt og starfsmannaleigunni Menn í vinnu til greiðslu umræddra launa. Í tilkynningu segir að laununum hefði verið haldið eftir á þeim forsendum um að væri að ræða kostnað við húsnæði, líkamsræktarkort og fleira. Héraðsdómur vísaði frá máli félagsmannanna gegn Eldum rétt og Mönnum í vinnu í síðasta mánuði. Dómsmálinu lokið Efling segir í tilkynningu að með ákvörðun sinni viðurkenni Ábyrgðarsjóður launa að um ólögmætan launafrádrátt hafi verið að ræða, sem dómsmál félagsmannanna hafi einmitt snúist um að stórum hluta. Dómsmálinu ljúki hér með. „Þar sem skaði félagsmannanna hefur að þessu leyti verið bættur er grundvöllur dómsmálsins breyttur. Mun Efling því ekki styðja framhald dómsmála á hendur Eldum rétt og Mönnum í vinnu. Verður frávísun máls í héraðsdómi þann 24. febrúar síðastliðinn því ekki kærð með stuðningi Eflingar líkt og áður var tilkynnt,“ segir í tilkynningu. Skorar á Eldum rétt að endurgreiða launin Haft er eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur formanni Eflingar að það sé óvænt vending í málinu að Ábyrgðarsjóður launa hafi viðurkennt og gengist í ábyrgð fyrir þessum kröfum. „Það er sannarlega ánægjulegt að Ábyrðarsjóður launa hafi á síðustu stundu stigið inn og viðurkennt réttmæti þeirra krafna sem launagreiðendur kusu að slást um við láglaunafólk fyrir dómi. Þannig er félagsmönnum okkar bættur skaði og því eru að okkar mati ekki sömu forsendur fyrir dómsmáli. Hins vegar er það miður að þessi kostnaður lendi á skattgreiðendum og vil ég skora á Eldum rétt að axla ábyrgð og endurgreiða Ábyrgðarsjóði þessar fjárhæðir,“ sagði Sólveig Anna. Efling og Réttur studdu 20 félagsmenn til að leggja fram kærur til héraðssaksóknara í ágúst 2019 og apríl 2020 vegna grunaðra brota af hálfu Manna í vinnu. Rannsókn stendur yfir hjá héraðssaksóknara vegna þessara mála.
Dómsmál Kjaramál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling styður rúmenska félagsmenn í áfrýjun til Landsréttar Efling - stéttarfélag ætlar að styðja fjóra rúmenska félagsmenn sína til að skjóta til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í gær í máli þeirra gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu, forsvarsmönnum starfsmannaleigunnar og matsölufyrirtækinu Eldum rétt. Fyrirtækin voru þar sýknuð eða málunum vísað frá dómi. 25. febrúar 2021 07:49 Máli Eflingar gegn Mönnum í vinnu og Eldum rétt vísað frá Kröfum Eflingar á hendur starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, forsvarsmönnum hennar, og fyrirtækisins Eldum rétt hefur verið vísað frá dómi. Eflingu hefur verið gert að greiða fjórar milljónir í málskostnað vegna lögsóknarinnar. 24. febrúar 2021 15:38 Efling telur engan vafa á að Eldum rétt beri að axla keðjuábyrgð "Í stað þess að gangast við ábyrgð sinni hefur Eldum rétt kosið að taka upp sömu málsvörn og Menn í vinnu, nefnilega að samningarnir sem verkamennirnir undirrituðu hafi leyft frádrátt af launum,“ segir í tilkynningunni. 7. júlí 2019 15:47 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Efling styður rúmenska félagsmenn í áfrýjun til Landsréttar Efling - stéttarfélag ætlar að styðja fjóra rúmenska félagsmenn sína til að skjóta til Landsréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í gær í máli þeirra gegn starfsmannaleigunni Menn í vinnu, forsvarsmönnum starfsmannaleigunnar og matsölufyrirtækinu Eldum rétt. Fyrirtækin voru þar sýknuð eða málunum vísað frá dómi. 25. febrúar 2021 07:49
Máli Eflingar gegn Mönnum í vinnu og Eldum rétt vísað frá Kröfum Eflingar á hendur starfsmannaleigunnar MIV, sem áður hét Menn í vinnu, forsvarsmönnum hennar, og fyrirtækisins Eldum rétt hefur verið vísað frá dómi. Eflingu hefur verið gert að greiða fjórar milljónir í málskostnað vegna lögsóknarinnar. 24. febrúar 2021 15:38
Efling telur engan vafa á að Eldum rétt beri að axla keðjuábyrgð "Í stað þess að gangast við ábyrgð sinni hefur Eldum rétt kosið að taka upp sömu málsvörn og Menn í vinnu, nefnilega að samningarnir sem verkamennirnir undirrituðu hafi leyft frádrátt af launum,“ segir í tilkynningunni. 7. júlí 2019 15:47