„Maður þarf ekki að geðjast öllum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. mars 2021 12:00 Alexander Freyr Olgeirsson tónlistarmaður gefur út barnaplötu um páskana. Hann ákvað að gefa út eigin plötu eftir að ferðast með fjölskyldunni um landið. Vísir/Vilhelm Alexander Freyr Olgeirsson hefur verið í tónlist frá 13 ára aldri og í næstu viku gefur hann út sína fyrstu barnaplötu. Platan kemur út 1. apríl og kallast Út í geim og aftur heim. „Ég hef alltaf verið mikill áhugamaður um íslenskar barnabókmenntir og tónlist fyrir börn,“ segir Alexander Freyr í samtali við Vísi. „Uppáhalds verkin mín eru Abbababb eftir dr. Gunna, Benedikt Búálfur eftir Þorvald Bjarna og Berrössuð á tánum. Einnig hef ég mjög gaman af sögum, teiknimyndum og tónlist og hef alltaf langað til að skrifa sögu, talsetja teiknimynd eða annað slíkt. Ég er ekki reyndur rithöfundur eða teiknari en hef mína reynslu af tónlist og talsetningum.“ Talsetti jólamynd fyrir fjölskylduna Eitt árið ákvað hann að talsetja teiknimynd fyrir fjölskyldu og vini í stað þess að senda þeim jólakort. Hann talsetti þá jólamyndina „Jólaósk Önnu Bellu“ að gamni sínu og vakti það uppátæki mikla lukku. Hann hafði þá verið með gítardellu frá því hann byrjaði að spila og æfa sig á fullu þrettán ára gamall. „Árið 2010 lenti ég í þriðja sæti í Músíktilraunum með hljómsveitinni The Assassin og gaf út tónlist með þjóðlagapoppbandinu Glundroða þar á eftir.“ Alexander Freyr samdi 11 lög fyrir plötuna og tvinnar þau saman við sögur í eitt stórt ævintýri.Vísir/Vilhelm Haustið 2013 flutti Alexander Freyr svo til Los Angeles ásamt unnustu sinni og fóru þau í nám í Musician´s Institute. „Þar lærði ég upptökutækni, hljóðblöndun, að koma sér á framfæri, lagasmíðar, gítarleik og fleira. Eftir það nám fékk ég viðurkenningu fyrir besta lokaverkefnið og er ég afar stoltur af því afreki. Þegar ég kom aftur til Íslands skráði ég mig í Háskóla Íslands og kláraði þar BA gráðu í félagsráðgjöf. Frá árinu 2016 hef ég verið að skemmta með hljómsveitinni Allt í Einu, hljómsveitinni Split Circle og spila sem trúbador. Núna snemma árs 2021 kom plata Karitasar Hörpu út sem ég hjálpaði mikið við og er sú plata ávöxtur mikillar vinnu sem má rekja allt til ársins 2017.“ Kláraði íslenska katalóginn Alexander Freyr kennir á gítar ásamt því að vera aðstoðarkórstjóri í Hörðuvallaskóla í Kópavogi. Tónlistin hefur því lengi spilað stórt hlutverk í lífi hans. „Fyrsta lagið sem ég samdi á plötunni minni var samið árið 2011 sem lokaverkefni í barnabókmennta áfanga í framhaldsskóla og síðan þá hefur mig dreymt um að gera heila barnaplötu einn daginn,“ útskýrir Alexander Freyr. „Það var svo ekki fyrr en ég var á ferðalagi um landið með fjölskyldunni árið 2019 sem ég ákvað að láta verða að þessu og byrja að vinna að plötunni fyrir alvöru. Á ferðalaginu vorum við líklega búin með allan íslenska katalóginn af leikritum og tónlist fyrir börn, sumt oftar en einu sinni. Gríðarlegt magn átti ég af lagahugmyndum í símanum mínum og byrjaði strax að sortera og sjá hvað myndi passa á barnaplötu. Inn á plötuna náði ég líka að koma fyrir allskonar vitleysu sem mér hefur dottið í hug í gegnum tíðina og varð þetta einskonar listræn útrás fyrir mig. Ferlið hefur tekið sinn tíma, enda þræl mikil vinna að gera svona verkefni.“ Sterk vináttubönd Alexander Freyr er 29 ára og býr á Selfossi ásamt unnustu sinni Margréti Hörpu og dóttur þeirra, Vöku Röfn. Alexander Freyr segir að með plötunni vilji hann leggja sitt af mörkum til að búa til skemmtilega tónlist fyrir börn á öllum aldri. „Efni plötunnar er ætlað að virkja ímyndunarafl hlustenda. Tónlistin er blanda af poppi og rokki en með miklum áhrifum af syntha-poppi og öðru gotteríi fá níunda áratugnum.“ View this post on Instagram A post shared by Alexander Freyr (@alexanderfreyr91) Alexander Freyr spilar með hljómsveitinni Split Circle, Karitas Hörpu og skemmtir fólki með hljómsveitinni Allt í Einu. Einnig starfar hann sem trúbador. Alexander Freyr segir að platan innihaldi ellefu frumsamin lög og leikþætti sem fléttast saman í eitt ævintýri. „Sagan fjallar um ofurstrákinn Ofur-Ólaf og geimprinsessuna Geimgerði hittast á plánetunni Ruglumbull og þurfa að leggja krafta sína saman til að bjarga plánetunni frá illmenninu Demónusi Þumaltrölli sem hyggst leggja plánetuna undir sig og valda allskyns usla. Ofur-Ólafur og Geimgerður lenda í allskonar ævintýrum og styrkjast vináttuböndum í leiðinni.“ Alexander Freyr túlkar Ofur-Ólaf en söngkonan Karitas Harpa ljáir Geimgerði rödd sína. „Á plötunni er vinátta sterkt þema og hvað sönn vinátta getur verið kraftmikil. Boðskapurinn er sá að ef einhver finnst hann ekki passa inn og finnast ekki eiga neins staðar heima að þá á maður heima þar sem vinir manns og fjölskylda taka manni eins og maður er. Maður þarf ekki að geðjast öllum eða þykjast vera einhver annar en maður er.“ Dóttirinn hreinskilinn gagnrýnandi Platan er hugsuð fyrir krakka á aldrinum þriggja til tíu ára en Alexander Freyr segir að hún hafi þó gott skemmtanagildi fyrir breiðari aldurshóp. Markmiðið er að tónlistin sé skemmtileg og henti bæði börnum og foreldrum. Því þó að börnin séu aðalmarkhópurinn þá eru það oftast foreldrar og kennarar sem halda á fjarstýringunni.“ Alexander Freyr hefur alltaf haft mikinn áhuga á geimnum og sækir mikinn innblástur frá því sviði. Hann hafði því alltaf langað til þess að skrifa geimævintýri. „Út í geim og aftur heim er ákveðinn frasi sem sumir segja og ætti því að vera auðvelt að muna nafnið. Svo rímar það líka svona skemmtilega og gefur ákveðna hugmynd um hvað platan er, ég elska þig til tunglsins og til baka, út í geim og aftur heim.“ Reynslan af föðurhlutverkinu hefur reynst Alexander Frey vel í þessu sköpunarferli. „Dóttir mín hún Vaka Röfn er minn aðal siðgæðisvörður. Hún hefur hjálpað mér í gegnum allt ferlið. Hún er alltaf til í að hlusta með mér og hefur hlustað síðan platan samanstóð aðeins af hráum demó upptökum. Hún er afar hreinskilin og lætur mig alveg vita ef eitthvað lag er leiðinlegt og líka ef henni finnst eitthvað skemmtilegt. Uppáhaldslagið hennar hefur alltaf verið lagið um Vonda kallinn sem má finna á plötunni. Mín reynsla af föðurhlutverkinu hefur því gefið mér ákveðna vísbendingu um það sem krakkar vilja og hef ég reynt eftir bestu getu að ná því fram,“ segir Alexander Freyr. Alexander vonar að platan muni skemmta börnum á öllum aldri. Vísir/Vilhelm Vonast til að geta skemmt krökkum sem fyrst „Svona stórt verkefni væri ansi erfitt að vinna einn. Því hef ég fengið til liðs við mig mikið af hæfileikaríku fólki sem hefur aðstoðað mig. Sjálfur tók ég allt upp, hljóðblanda og spila einnig öll hljóðfærin inn fyrir utan trommur og bassa. Ég leitaði í mitt nánasta tengslanet og eru þetta allt góðir vinir mínir. Söngkonan Karitas Harpa Davíðsdóttir, vinkona mín og samstarfskona í tónlist, fer með hlutverk Geimgerðar og syngur flest lögin ásamt mér í hlutverki Ofur-Ólafs. Auk þess að hjálpa gríðarlega mikið við alls konar aukaverkefni tengd plötunni. Uppistandarinn og hlaðvarps stjórnandinn Salómon Smári Óskarson fer með hlutverk illmennisins Demónusar Þumaltrölls ásamt nokkurra aukahlutverka. Sólveig Ásgeirsdóttir syngur lag á plötunni og fer með eitt hlutverk. Anton Guðjónsson fer með nokkur hlutverk og hefur hjálpað mér mikið. Unnusta mín, Margrét Harpa Jónsdóttir, syngur bakraddir í nokkrum lögum og bróðir minn Gísli Frank kemur einnig fram. Ég fékk til liðs við mig Skúla Gíslason trommuleikara og Ævar Örn Sigurðsson bassaleikara til þess að sjá um taktinn og djúpu tónana. Rafn Hlíðkvist tekur svo svaka píanósóló í einu lagi. Karítas Gunnarsdóttir sér um allar teikningar og Bassi Ólafsson um Masteringu. Ég á þessu fólki allt að þakka.“ Þegar samkomutakmarkanir leyfa stefnir Alexander Freyr á að fylgja plötunni vel eftir. „Ég stefni á að útbúa nokkur eintök á geisladisk, gera litabók og boli sem hægt er að kaupa. Einnig ætlum við Karitas Harpa að bregða okkur í búninga og reyna að koma fram eins og hægt er, halda tónleika og annað skemmtilegt fyrir krakkana. Jafnvel koma fram á bæjarhátíðum.“ Varninginn er hægt að kaupa í gegnum Facebook en frá og með 1. apríl verður hægt er að hlusta á „Út í geim og aftur heim“ á Spotify og Youtube. Tónlist Börn og uppeldi Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
„Ég hef alltaf verið mikill áhugamaður um íslenskar barnabókmenntir og tónlist fyrir börn,“ segir Alexander Freyr í samtali við Vísi. „Uppáhalds verkin mín eru Abbababb eftir dr. Gunna, Benedikt Búálfur eftir Þorvald Bjarna og Berrössuð á tánum. Einnig hef ég mjög gaman af sögum, teiknimyndum og tónlist og hef alltaf langað til að skrifa sögu, talsetja teiknimynd eða annað slíkt. Ég er ekki reyndur rithöfundur eða teiknari en hef mína reynslu af tónlist og talsetningum.“ Talsetti jólamynd fyrir fjölskylduna Eitt árið ákvað hann að talsetja teiknimynd fyrir fjölskyldu og vini í stað þess að senda þeim jólakort. Hann talsetti þá jólamyndina „Jólaósk Önnu Bellu“ að gamni sínu og vakti það uppátæki mikla lukku. Hann hafði þá verið með gítardellu frá því hann byrjaði að spila og æfa sig á fullu þrettán ára gamall. „Árið 2010 lenti ég í þriðja sæti í Músíktilraunum með hljómsveitinni The Assassin og gaf út tónlist með þjóðlagapoppbandinu Glundroða þar á eftir.“ Alexander Freyr samdi 11 lög fyrir plötuna og tvinnar þau saman við sögur í eitt stórt ævintýri.Vísir/Vilhelm Haustið 2013 flutti Alexander Freyr svo til Los Angeles ásamt unnustu sinni og fóru þau í nám í Musician´s Institute. „Þar lærði ég upptökutækni, hljóðblöndun, að koma sér á framfæri, lagasmíðar, gítarleik og fleira. Eftir það nám fékk ég viðurkenningu fyrir besta lokaverkefnið og er ég afar stoltur af því afreki. Þegar ég kom aftur til Íslands skráði ég mig í Háskóla Íslands og kláraði þar BA gráðu í félagsráðgjöf. Frá árinu 2016 hef ég verið að skemmta með hljómsveitinni Allt í Einu, hljómsveitinni Split Circle og spila sem trúbador. Núna snemma árs 2021 kom plata Karitasar Hörpu út sem ég hjálpaði mikið við og er sú plata ávöxtur mikillar vinnu sem má rekja allt til ársins 2017.“ Kláraði íslenska katalóginn Alexander Freyr kennir á gítar ásamt því að vera aðstoðarkórstjóri í Hörðuvallaskóla í Kópavogi. Tónlistin hefur því lengi spilað stórt hlutverk í lífi hans. „Fyrsta lagið sem ég samdi á plötunni minni var samið árið 2011 sem lokaverkefni í barnabókmennta áfanga í framhaldsskóla og síðan þá hefur mig dreymt um að gera heila barnaplötu einn daginn,“ útskýrir Alexander Freyr. „Það var svo ekki fyrr en ég var á ferðalagi um landið með fjölskyldunni árið 2019 sem ég ákvað að láta verða að þessu og byrja að vinna að plötunni fyrir alvöru. Á ferðalaginu vorum við líklega búin með allan íslenska katalóginn af leikritum og tónlist fyrir börn, sumt oftar en einu sinni. Gríðarlegt magn átti ég af lagahugmyndum í símanum mínum og byrjaði strax að sortera og sjá hvað myndi passa á barnaplötu. Inn á plötuna náði ég líka að koma fyrir allskonar vitleysu sem mér hefur dottið í hug í gegnum tíðina og varð þetta einskonar listræn útrás fyrir mig. Ferlið hefur tekið sinn tíma, enda þræl mikil vinna að gera svona verkefni.“ Sterk vináttubönd Alexander Freyr er 29 ára og býr á Selfossi ásamt unnustu sinni Margréti Hörpu og dóttur þeirra, Vöku Röfn. Alexander Freyr segir að með plötunni vilji hann leggja sitt af mörkum til að búa til skemmtilega tónlist fyrir börn á öllum aldri. „Efni plötunnar er ætlað að virkja ímyndunarafl hlustenda. Tónlistin er blanda af poppi og rokki en með miklum áhrifum af syntha-poppi og öðru gotteríi fá níunda áratugnum.“ View this post on Instagram A post shared by Alexander Freyr (@alexanderfreyr91) Alexander Freyr spilar með hljómsveitinni Split Circle, Karitas Hörpu og skemmtir fólki með hljómsveitinni Allt í Einu. Einnig starfar hann sem trúbador. Alexander Freyr segir að platan innihaldi ellefu frumsamin lög og leikþætti sem fléttast saman í eitt ævintýri. „Sagan fjallar um ofurstrákinn Ofur-Ólaf og geimprinsessuna Geimgerði hittast á plánetunni Ruglumbull og þurfa að leggja krafta sína saman til að bjarga plánetunni frá illmenninu Demónusi Þumaltrölli sem hyggst leggja plánetuna undir sig og valda allskyns usla. Ofur-Ólafur og Geimgerður lenda í allskonar ævintýrum og styrkjast vináttuböndum í leiðinni.“ Alexander Freyr túlkar Ofur-Ólaf en söngkonan Karitas Harpa ljáir Geimgerði rödd sína. „Á plötunni er vinátta sterkt þema og hvað sönn vinátta getur verið kraftmikil. Boðskapurinn er sá að ef einhver finnst hann ekki passa inn og finnast ekki eiga neins staðar heima að þá á maður heima þar sem vinir manns og fjölskylda taka manni eins og maður er. Maður þarf ekki að geðjast öllum eða þykjast vera einhver annar en maður er.“ Dóttirinn hreinskilinn gagnrýnandi Platan er hugsuð fyrir krakka á aldrinum þriggja til tíu ára en Alexander Freyr segir að hún hafi þó gott skemmtanagildi fyrir breiðari aldurshóp. Markmiðið er að tónlistin sé skemmtileg og henti bæði börnum og foreldrum. Því þó að börnin séu aðalmarkhópurinn þá eru það oftast foreldrar og kennarar sem halda á fjarstýringunni.“ Alexander Freyr hefur alltaf haft mikinn áhuga á geimnum og sækir mikinn innblástur frá því sviði. Hann hafði því alltaf langað til þess að skrifa geimævintýri. „Út í geim og aftur heim er ákveðinn frasi sem sumir segja og ætti því að vera auðvelt að muna nafnið. Svo rímar það líka svona skemmtilega og gefur ákveðna hugmynd um hvað platan er, ég elska þig til tunglsins og til baka, út í geim og aftur heim.“ Reynslan af föðurhlutverkinu hefur reynst Alexander Frey vel í þessu sköpunarferli. „Dóttir mín hún Vaka Röfn er minn aðal siðgæðisvörður. Hún hefur hjálpað mér í gegnum allt ferlið. Hún er alltaf til í að hlusta með mér og hefur hlustað síðan platan samanstóð aðeins af hráum demó upptökum. Hún er afar hreinskilin og lætur mig alveg vita ef eitthvað lag er leiðinlegt og líka ef henni finnst eitthvað skemmtilegt. Uppáhaldslagið hennar hefur alltaf verið lagið um Vonda kallinn sem má finna á plötunni. Mín reynsla af föðurhlutverkinu hefur því gefið mér ákveðna vísbendingu um það sem krakkar vilja og hef ég reynt eftir bestu getu að ná því fram,“ segir Alexander Freyr. Alexander vonar að platan muni skemmta börnum á öllum aldri. Vísir/Vilhelm Vonast til að geta skemmt krökkum sem fyrst „Svona stórt verkefni væri ansi erfitt að vinna einn. Því hef ég fengið til liðs við mig mikið af hæfileikaríku fólki sem hefur aðstoðað mig. Sjálfur tók ég allt upp, hljóðblanda og spila einnig öll hljóðfærin inn fyrir utan trommur og bassa. Ég leitaði í mitt nánasta tengslanet og eru þetta allt góðir vinir mínir. Söngkonan Karitas Harpa Davíðsdóttir, vinkona mín og samstarfskona í tónlist, fer með hlutverk Geimgerðar og syngur flest lögin ásamt mér í hlutverki Ofur-Ólafs. Auk þess að hjálpa gríðarlega mikið við alls konar aukaverkefni tengd plötunni. Uppistandarinn og hlaðvarps stjórnandinn Salómon Smári Óskarson fer með hlutverk illmennisins Demónusar Þumaltrölls ásamt nokkurra aukahlutverka. Sólveig Ásgeirsdóttir syngur lag á plötunni og fer með eitt hlutverk. Anton Guðjónsson fer með nokkur hlutverk og hefur hjálpað mér mikið. Unnusta mín, Margrét Harpa Jónsdóttir, syngur bakraddir í nokkrum lögum og bróðir minn Gísli Frank kemur einnig fram. Ég fékk til liðs við mig Skúla Gíslason trommuleikara og Ævar Örn Sigurðsson bassaleikara til þess að sjá um taktinn og djúpu tónana. Rafn Hlíðkvist tekur svo svaka píanósóló í einu lagi. Karítas Gunnarsdóttir sér um allar teikningar og Bassi Ólafsson um Masteringu. Ég á þessu fólki allt að þakka.“ Þegar samkomutakmarkanir leyfa stefnir Alexander Freyr á að fylgja plötunni vel eftir. „Ég stefni á að útbúa nokkur eintök á geisladisk, gera litabók og boli sem hægt er að kaupa. Einnig ætlum við Karitas Harpa að bregða okkur í búninga og reyna að koma fram eins og hægt er, halda tónleika og annað skemmtilegt fyrir krakkana. Jafnvel koma fram á bæjarhátíðum.“ Varninginn er hægt að kaupa í gegnum Facebook en frá og með 1. apríl verður hægt er að hlusta á „Út í geim og aftur heim“ á Spotify og Youtube.
Tónlist Börn og uppeldi Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira