Rashford sá fyrsti í rúman áratug eða síðan Rooney tókst það 2010 Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2021 07:00 Marcus Rashford hefur skorað 20 mörk fyrir Manchester United á þessari leiktíð. EPA-EFE/Phil Noble Marcus Rashford varð í gær fyrsti leikmaður Manchester United til að skora 20 mörk eða fleiri tvö tímabil í röð síðan Wayne Rooney gerði slíkt hið fyrir rúmum áratug. Eftir 2-0 sigur Manchester United gegn Granada, liðinu í 9. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, sagði Ole Gunar Solskjær að Rashford hefði verið tekinn af velli þar sem hann væri ekki fær um að klára heilan leik vegna meiðsla. Norðmaðurinn vonaðist til að framherjinn yrði klár í leik helgarinnar gegn Tottenham Hotspur. Rashford hefur spilað í gegnum sársaukann fyrir United á þessari leiktíð sem og þeirri síðustu. Hann spilaði í gegnum bakverk sem á endanum neyddi hann til að taka sér langa pásu á hliðarlínunni og ef ekki hefði verið frestun deildarinnar á Englandi vegna kórónufaraldursins hefði hann ekki klárað tímabilið. Hann kom hins vegar tvíefldur til baka síðasta sumar og endaði á því að skora 22 mörk fyrir Manchester United í 44 leikjum – ásamt því að leggja upp 12 mörk til viðbótar. Ekki amalegt fyrir vinstri vængmann. Rashford hefur haldið sínu striki á þessari leiktíð og skoraði í gærkvöld sitt 20. mark á leiktíðinni. Helmingur hefur komið í úrvalsdeildinni – ásamt níu stoðsendingum – á meðan sex komu í Meistaradeildinni, tvö í Evrópudeildinni sem og eitt í bæði deildar- og FA-bikarnum. Marcus Rashford is the first Manchester United player to score 20+ goals in consecutive seasons since Wayne Rooney in 2010 pic.twitter.com/R3cyTulA1t— B/R Football (@brfootball) April 8, 2021 Hefur enginn leikmaður Man United náð þessum áfanga síðan Wayne Rooney gerði slíkt hið sama tímabilin 2008-2009 og 2009-2010. Fyrra tímabilið skoraði Rooney slétt 20 mörk en 34 síðara tímabilið. Rashford er enn nokkuð frá 34 mörkum en til að setja þetta í samhengi var Rooney þarna líklega í eina skiptið á ferlinum að spila sem fremsti maður á meðan Rashford er nær alltaf út á vinstri væng. Þá tók Rooney ef till vítaspyrnu eða tvær á meðan Bruno Fernandes hefur séð um það síðan í janúar á síðasta ári er hann kom frá Sporting Lisbon í Portúgal. Ef Rashford hefði fengið að taka einhverjar af þeim 20 vítaspyrnum sem Bruno hefur tekið síðan hann gekk til liðs við Rauðu Djöflanna gæti Rashford verið að brjóta 30 marka múrinn. Sama hvernig á þetta er litið þá er hér um að ræða magnaðan árangur leikmanns sem er enn aðeins 23 ára gamall. Stærsta spurningin er hvort álagið sé of mikið og muni koma í bakið á honum þegar hann eldist. Ef marka má feril Rooney sem og Michael Owen þá er svarið er ljóst að álagið og meiðslin munu taka sinn toll fyrr heldur en síðar. Fótbolti Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Eftir 2-0 sigur Manchester United gegn Granada, liðinu í 9. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar, sagði Ole Gunar Solskjær að Rashford hefði verið tekinn af velli þar sem hann væri ekki fær um að klára heilan leik vegna meiðsla. Norðmaðurinn vonaðist til að framherjinn yrði klár í leik helgarinnar gegn Tottenham Hotspur. Rashford hefur spilað í gegnum sársaukann fyrir United á þessari leiktíð sem og þeirri síðustu. Hann spilaði í gegnum bakverk sem á endanum neyddi hann til að taka sér langa pásu á hliðarlínunni og ef ekki hefði verið frestun deildarinnar á Englandi vegna kórónufaraldursins hefði hann ekki klárað tímabilið. Hann kom hins vegar tvíefldur til baka síðasta sumar og endaði á því að skora 22 mörk fyrir Manchester United í 44 leikjum – ásamt því að leggja upp 12 mörk til viðbótar. Ekki amalegt fyrir vinstri vængmann. Rashford hefur haldið sínu striki á þessari leiktíð og skoraði í gærkvöld sitt 20. mark á leiktíðinni. Helmingur hefur komið í úrvalsdeildinni – ásamt níu stoðsendingum – á meðan sex komu í Meistaradeildinni, tvö í Evrópudeildinni sem og eitt í bæði deildar- og FA-bikarnum. Marcus Rashford is the first Manchester United player to score 20+ goals in consecutive seasons since Wayne Rooney in 2010 pic.twitter.com/R3cyTulA1t— B/R Football (@brfootball) April 8, 2021 Hefur enginn leikmaður Man United náð þessum áfanga síðan Wayne Rooney gerði slíkt hið sama tímabilin 2008-2009 og 2009-2010. Fyrra tímabilið skoraði Rooney slétt 20 mörk en 34 síðara tímabilið. Rashford er enn nokkuð frá 34 mörkum en til að setja þetta í samhengi var Rooney þarna líklega í eina skiptið á ferlinum að spila sem fremsti maður á meðan Rashford er nær alltaf út á vinstri væng. Þá tók Rooney ef till vítaspyrnu eða tvær á meðan Bruno Fernandes hefur séð um það síðan í janúar á síðasta ári er hann kom frá Sporting Lisbon í Portúgal. Ef Rashford hefði fengið að taka einhverjar af þeim 20 vítaspyrnum sem Bruno hefur tekið síðan hann gekk til liðs við Rauðu Djöflanna gæti Rashford verið að brjóta 30 marka múrinn. Sama hvernig á þetta er litið þá er hér um að ræða magnaðan árangur leikmanns sem er enn aðeins 23 ára gamall. Stærsta spurningin er hvort álagið sé of mikið og muni koma í bakið á honum þegar hann eldist. Ef marka má feril Rooney sem og Michael Owen þá er svarið er ljóst að álagið og meiðslin munu taka sinn toll fyrr heldur en síðar.
Fótbolti Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira