Segir að sóttkvíin muni valda ferðaþjónustunni vandræðum í sumar Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. júní 2021 13:01 Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Vísir/Vilhelm Áfram þurfa ferðamenn sem ekki geta framvísað gildum vottorðum um fyrri sýkingu eða bólusetningu gegn covid19 að sæta skimun og fimm daga sóttkví við komuna til landsins. Framkvæmdastjóri samtaka ferðaþjónustunnar fagnar afléttingum en segir að sóttkvíin muni valda ferðaþjónustunni vandræðum í sumar. Þann 1. júlí verður sýnatökum hætt hjá þeim sem framvísa gildum vottorðum um bólusetningu með bóluefnum sem Lyfjastofnun Evrópu og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafa viðurkennt við komuna til landsins og sýnatöku verður jafnframt hætt hjá börnum fædd 2005 eða síðar. Þeir sem ekki geta framvísað gildum vottorðum um bólusetningu gegn Covid19 eða fyrri sýkingu af völdum sjúkdómsins þurfa áfram að framvísa neikvæðu PCR vottorði á landamærum, undirgangast skimun við komuna til landsins , sæta fimm daga sóttkví og seinni skimun að henni lokinni. Þessar takmarkanir gilda til 15. ágúst. Sóttkvíin valdi vandræðum Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að sóttkvíin muni valda ferðaþjónustunni vandræðum í sumar. „Þetta hefur töluverð óþægileg áhrif, þessi sóttkvíartenging, sérstaklega fyrir hópa frá Evrópu þar sem að staða bólusetninga er mjög mismunandi,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason. Hann hefði gjarnan viljað sóttkvínna lagða af fyrr en þann 15. ágúst. „Ég hefði gjarnan viljað sjá það um miðjan júlí eða fyrsta ágúst, en miðað við gildistímann á þessari reglugerð þá lítur út fyrir að það verði ekki fyrr en um miðjan ágúst sem okkur þykir náttúrulega aðeins súrara í broti en ef þetta hefði komið fyrr. Það mun valda okkur vanda.“ Einfaldara að taka á móti ferðamönnum Heilt yfir segist hann þó ánægður með afléttingar innanlands. „Það er náttúrulega mjög ánægjulegt fyrir okkur í ferðaþjónustunni að það sé búið að ákveða að hætta að skima bólusetta og þá sem eru með mótefnavottorð. Það mun einfalda alla hluti í móttöku á ferðamönnum, sérstaklega þeim sem eru að koma í styttri ferðir og síðan vonumst við til að það verði létt enn meira á þessu þegar staðan verður orðin enn betri núna í ágúst þegar þessi reglugerð rennur sitt skeið,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Þann 1. júlí verður sýnatökum hætt hjá þeim sem framvísa gildum vottorðum um bólusetningu með bóluefnum sem Lyfjastofnun Evrópu og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hafa viðurkennt við komuna til landsins og sýnatöku verður jafnframt hætt hjá börnum fædd 2005 eða síðar. Þeir sem ekki geta framvísað gildum vottorðum um bólusetningu gegn Covid19 eða fyrri sýkingu af völdum sjúkdómsins þurfa áfram að framvísa neikvæðu PCR vottorði á landamærum, undirgangast skimun við komuna til landsins , sæta fimm daga sóttkví og seinni skimun að henni lokinni. Þessar takmarkanir gilda til 15. ágúst. Sóttkvíin valdi vandræðum Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að sóttkvíin muni valda ferðaþjónustunni vandræðum í sumar. „Þetta hefur töluverð óþægileg áhrif, þessi sóttkvíartenging, sérstaklega fyrir hópa frá Evrópu þar sem að staða bólusetninga er mjög mismunandi,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason. Hann hefði gjarnan viljað sóttkvínna lagða af fyrr en þann 15. ágúst. „Ég hefði gjarnan viljað sjá það um miðjan júlí eða fyrsta ágúst, en miðað við gildistímann á þessari reglugerð þá lítur út fyrir að það verði ekki fyrr en um miðjan ágúst sem okkur þykir náttúrulega aðeins súrara í broti en ef þetta hefði komið fyrr. Það mun valda okkur vanda.“ Einfaldara að taka á móti ferðamönnum Heilt yfir segist hann þó ánægður með afléttingar innanlands. „Það er náttúrulega mjög ánægjulegt fyrir okkur í ferðaþjónustunni að það sé búið að ákveða að hætta að skima bólusetta og þá sem eru með mótefnavottorð. Það mun einfalda alla hluti í móttöku á ferðamönnum, sérstaklega þeim sem eru að koma í styttri ferðir og síðan vonumst við til að það verði létt enn meira á þessu þegar staðan verður orðin enn betri núna í ágúst þegar þessi reglugerð rennur sitt skeið,“ sagði Jóhannes Þór Skúlason.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira