Gríðarlegir vatnavextir fyrir norðan: Flæddi inn á tjaldsvæði við Vaglaskóg Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. júní 2021 17:22 Við Glerárstíflu í gær. aðsend Gríðarlegir vatnavextir eru í Þingeyjarsveit vegna leysinga og hefur Fnjóská flætt yfir bakka sína og inn á tjaldsvæðið við Vaglaskóg. Vatnsmagn í Glerá er einnig gífurlegt og segir umsjónaraðili virkjana í ánni að hér séu á ferð mestu sumarleysingar í mannaminnum. „Við höfum ekki haldið nákvæmar mælingar á vatnsmagni í ánni lengi þannig ég get ekki fullyrt um hvort það hafi einhvern tíma verið meira í henni,“ segir Andri Teitsson, framkvæmdastjóri Fallorku, sem er með tvær virkjanir í Glerá. Þetta myndband var tekið við Glerárstíflu í gær: „En það er búið að bætast verulega í vatnsmagnið hérna bæði í gærkvöldi og í dag og ég held að þetta séu án efa mestu svona vatnavextirnir sem hafa orðið vegna sumarleysinga í örugglega hundrað ár eða eitthvað,“ segir hann. Glerá rennur í gegn um Akureyrarbæ og segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri að vatnavextirnir sjáist mjög greinilega og séu óvenjumiklir. Hún segir þó enga hættu á að hún flæði inn á götur bæjarins enda eru varnargarðar við bakka hennar sem varna því. Vextirnir skýrast af því hve kalt var á svæðinu framan af áður en skyndileg hlýindin skullu á. „Það var mikill snjór í fjöllunum í vetur og hann var svo ekkert farinn að bráðna af viti í maí. Það var frekar að það bætti eitthvað örlítið í hann þá,“ segir sérfræðingur hjá Veðurstofunni. Flæddi inn á hluta tjaldsvæðisins Nú bráðnar allur snjórinn í fjöllum á svæðinu í einu með þeim afleiðingum að árnar fyrir norðan vaxa mikið. Þær helstu eru Eyjafjarðará, Glerá og Fnjóská. Við Hróarstaðanes, eitt tjaldsvæði Vaglaskógar.aðsend Við Fnjóská er tjaldsvæðið Vaglaskógur en í dag flæddi áin yfir bakka sína og inn á hluta tjaldsvæðisins. Starfsmaður þess segir í samtali við Vísi að engar skemmdir hafi orðið á tjöldum eða hjólhýsum en búið sé að loka einu af fimm svæðum tjaldsvæðisins. Fleiri myndir af svæðinu: aðsend aðsend Veður Náttúruhamfarir Ferðamennska á Íslandi Þingeyjarsveit Tjaldsvæði Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
„Við höfum ekki haldið nákvæmar mælingar á vatnsmagni í ánni lengi þannig ég get ekki fullyrt um hvort það hafi einhvern tíma verið meira í henni,“ segir Andri Teitsson, framkvæmdastjóri Fallorku, sem er með tvær virkjanir í Glerá. Þetta myndband var tekið við Glerárstíflu í gær: „En það er búið að bætast verulega í vatnsmagnið hérna bæði í gærkvöldi og í dag og ég held að þetta séu án efa mestu svona vatnavextirnir sem hafa orðið vegna sumarleysinga í örugglega hundrað ár eða eitthvað,“ segir hann. Glerá rennur í gegn um Akureyrarbæ og segir Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri að vatnavextirnir sjáist mjög greinilega og séu óvenjumiklir. Hún segir þó enga hættu á að hún flæði inn á götur bæjarins enda eru varnargarðar við bakka hennar sem varna því. Vextirnir skýrast af því hve kalt var á svæðinu framan af áður en skyndileg hlýindin skullu á. „Það var mikill snjór í fjöllunum í vetur og hann var svo ekkert farinn að bráðna af viti í maí. Það var frekar að það bætti eitthvað örlítið í hann þá,“ segir sérfræðingur hjá Veðurstofunni. Flæddi inn á hluta tjaldsvæðisins Nú bráðnar allur snjórinn í fjöllum á svæðinu í einu með þeim afleiðingum að árnar fyrir norðan vaxa mikið. Þær helstu eru Eyjafjarðará, Glerá og Fnjóská. Við Hróarstaðanes, eitt tjaldsvæði Vaglaskógar.aðsend Við Fnjóská er tjaldsvæðið Vaglaskógur en í dag flæddi áin yfir bakka sína og inn á hluta tjaldsvæðisins. Starfsmaður þess segir í samtali við Vísi að engar skemmdir hafi orðið á tjöldum eða hjólhýsum en búið sé að loka einu af fimm svæðum tjaldsvæðisins. Fleiri myndir af svæðinu: aðsend aðsend
Veður Náttúruhamfarir Ferðamennska á Íslandi Þingeyjarsveit Tjaldsvæði Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira