„Hafið enn ekki séð það besta frá mér“ Valur Páll Eiríksson skrifar 19. júlí 2021 22:30 Dagný segist eiga mikið inni fyrir komandi leiktíð hjá West Ham. West Ham Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í fótbolta og leikmaður West Ham United, segir að meiðsli og COVID-smit hafi hamlað sér á síðustu leiktíð með enska liðinu. Hún býst við að sýna sitt rétta andlit á komandi leiktíð í ensku ofurdeildinni. Dagný samdi við West Ham í upphafi árs en hún var mikill stuðningsmaður félagsins í æsku. Það var því ákveðinn draumur að rætast þegar hún gekk í raðir Hamranna í Lundúnum. „Ég bjóst aldrei við því sem ung stúlka að ég myndi spila leik fyrir West Ham. Besti vinur minn og pabbi hans, sem ég byrjaði að spila fótbolta með, voru miklir West Ham United stuðningsmenn,“ er haft eftir Dagnýju í viðtali við Daily Mail. „Ég man að þegar ég var 15-16 ára, þá sýndu þeir mér að það væri í boði að fara til reynslu hjá kvennaliði West Ham. Hins vegar var það ekki atvinnumannalið þá. Ég man að hafa hugsað nei, ég get ekki farið þangað núna þar sem það er ekki atvinnumannalið, en það er skondið að hugsa til þess að ég hafi endað hér sem West Ham stuðningsmaður,“ Then Now https://t.co/dlaPHkTJQJ#BringItOnWHU | @UmbroUK pic.twitter.com/Tsi65Deadd— West Ham United Women (@westhamwomen) July 16, 2021 West Ham var í mikilli fallbaráttu á síðustu leiktíð en tókst að bjarga sér frá falli á lokakafla tímabilsins. Dagný segist búast við sterkara liði í ár, þar sem vel hafi gengið á undirbúningstímabilinu, en hún segist einnig búast við að spila sjálf betur en hún gerði í fyrra. „Þið hafið enn ekki séð það besta frá mér. Ég kom hingað meidd og smitaðist svo af Covid, svo að í hvert skipti sem ég var að nálgast fyrra form kom eitthvað upp, segir Dagný viðtalinu sem lýsir sér sem leikmanni.“ „Ég tel mig búa yfir mikilli vinnslu og einn af mínum helstu styrkleikum sem miðjumaður er að ég get skorað mörk, og venjulega er ég öflug í því... jafnvel þó ég hafi ekki staðið mig vel í því á síðasta tímabili,“ segir Dagný. Fleira kemur fram í viðtalinu við Dagnýju, þar sem hún fer meðal annars yfir upphafsár sín í boltanum. Viðtalið má nálgast hér. West Ham hafnaði í níunda sæti ensku Ofurdeildarinnar í fyrra, með 15 stig úr 22 leikjum. Liðið var aðeins þremur stigum frá botnliði Bristol City, í því tólfta, sem var eina liðið sem féll. Næsta leiktíð hefst 3. september næst komandi. Enski boltinn Mest lesið Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Sjá meira
Dagný samdi við West Ham í upphafi árs en hún var mikill stuðningsmaður félagsins í æsku. Það var því ákveðinn draumur að rætast þegar hún gekk í raðir Hamranna í Lundúnum. „Ég bjóst aldrei við því sem ung stúlka að ég myndi spila leik fyrir West Ham. Besti vinur minn og pabbi hans, sem ég byrjaði að spila fótbolta með, voru miklir West Ham United stuðningsmenn,“ er haft eftir Dagnýju í viðtali við Daily Mail. „Ég man að þegar ég var 15-16 ára, þá sýndu þeir mér að það væri í boði að fara til reynslu hjá kvennaliði West Ham. Hins vegar var það ekki atvinnumannalið þá. Ég man að hafa hugsað nei, ég get ekki farið þangað núna þar sem það er ekki atvinnumannalið, en það er skondið að hugsa til þess að ég hafi endað hér sem West Ham stuðningsmaður,“ Then Now https://t.co/dlaPHkTJQJ#BringItOnWHU | @UmbroUK pic.twitter.com/Tsi65Deadd— West Ham United Women (@westhamwomen) July 16, 2021 West Ham var í mikilli fallbaráttu á síðustu leiktíð en tókst að bjarga sér frá falli á lokakafla tímabilsins. Dagný segist búast við sterkara liði í ár, þar sem vel hafi gengið á undirbúningstímabilinu, en hún segist einnig búast við að spila sjálf betur en hún gerði í fyrra. „Þið hafið enn ekki séð það besta frá mér. Ég kom hingað meidd og smitaðist svo af Covid, svo að í hvert skipti sem ég var að nálgast fyrra form kom eitthvað upp, segir Dagný viðtalinu sem lýsir sér sem leikmanni.“ „Ég tel mig búa yfir mikilli vinnslu og einn af mínum helstu styrkleikum sem miðjumaður er að ég get skorað mörk, og venjulega er ég öflug í því... jafnvel þó ég hafi ekki staðið mig vel í því á síðasta tímabili,“ segir Dagný. Fleira kemur fram í viðtalinu við Dagnýju, þar sem hún fer meðal annars yfir upphafsár sín í boltanum. Viðtalið má nálgast hér. West Ham hafnaði í níunda sæti ensku Ofurdeildarinnar í fyrra, með 15 stig úr 22 leikjum. Liðið var aðeins þremur stigum frá botnliði Bristol City, í því tólfta, sem var eina liðið sem féll. Næsta leiktíð hefst 3. september næst komandi.
Enski boltinn Mest lesið Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Sjá meira