Ummæli Viðars sorgleg og skaðleg fyrir trúnaðarmenn vinnustaða Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 3. nóvember 2021 18:31 Lára V. Júlíusdóttir hefur skrifað mikið um vinnurétt í gegn um feril sinn. Hún varði fyrrverandi fjármálastjóra Eflingar, sem var látinn fara fyrir þremur árum. vísir/einar Hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti segir ummæli Viðars Þorsteinssonar, fráfarandi framkvæmdastjóra Eflingar, um trúnaðarmenn félagsins vera sorgleg. Hún telur að þau geti gert starf trúnaðarmanna á ýmsum vinnustöðum erfiðari. Viðar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að framferði trúnaðarmanna Eflingar hefði verið „algjörlega óverjandi“ en þeir sendu stjórnendum Eflingar, honum sjálfum og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, ályktun í júní þar sem ýmsum kvörtunum starfsmanna var lýst. Sorglegt að svona komi frá verkalýðshreyfingunni Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður sem var meðal annars lögmaður fyrrverandi fjármálastjóra Eflingar sem var látinn fara, telur ekkert óeðlilegt við að trúnaðarmenn láti yfirmenn á vinnustað sínum vita af áhyggjum eða ásökunum starfsmanna. Ummæli Viðars séu því sérkennileg. Lára hefur sérhæft sig í vinnurétti. „Ég verð nú að segja það að mér finnst svona ummæli um trúnaðarmenn, mér finnst þau afar sorgleg sérstaklega þegar þau koma úr munni þeirra sem hafa verið í forystu hreifingarinnar," segir Lára. Í umræddri ályktun var því lýst hvernig margir starfsmenn hefðu leitað til trúnaðarmanna því þeir upplifðu óöryggi á vinnustað og höfðu sífelldar áhyggjur af því að vera sagt upp fyrirvaralaust. Einhverjir töluðu þar um ótta við að lenda í óvinahópi stjórnenda eða á því sem þeir kalla aftökulista þeirra. Trúnaðarmennirnir hafi sinnt sínu hlutverki En að trúnaðarmennirnir skuli hafa komið þessu til skila gagnrýnir Viðar harðlega og segir það hreinlega hafa veriðóverjandi vinnubrögð hjá trúnaðarmönnunum að senda frá sér ályktunina. Í hádegisfréttum í dag sagði hann óeðlilegt að trúnaðarmenn settu niður á blað það sem hann kallaði grófar, ærumeiðandi og mannorðsdrepandi ásakanir á hendur „vinnufélögum sínum". Þessar umkvartanir snerust þó auðvitað ekki um almenna vinnufélaga heldur um yfirmennina Viðar og Sólveigu. „Mér finnst þetta ekki bara sorglegt heldur eru þetta ákveðin öfugmæli því það er hlutverk trúnaðarmanna að taka við kvörtunum starfsmanna, fara yfir kvartanir og reyna að leiða mál til lykta sjálfir og hafa samband við atvinnurekendur í því sambandi," segir Lára „Og ég sé ekki að þessi trúnaðarmaður í sínum störfum hafi gert neitt annað en það sem honum bar." Ekkert heyrist frá verkalýðshreyfingunni Sólveig Anna, sem sagði af sér sem formaður Eflingar á laugardagskvöld, hefur þá ekki viljað svara ítrekuðum símtölum eða skilaboðum fréttastofu. Í staðinn hefur hún kosið að tjá sig í gegn um fjölda statusa á Facebook og virðist þannig ekki vilja svara spurningum um allt málið í bili. Hvorki Drífa Snædal, forseti ASÍ, né Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, vildu þá veita fréttastofu viðtal í dag til að bregðast við ummælum Viðars um trúnaðarmenn Eflingar. Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Viðar sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að framferði trúnaðarmanna Eflingar hefði verið „algjörlega óverjandi“ en þeir sendu stjórnendum Eflingar, honum sjálfum og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, ályktun í júní þar sem ýmsum kvörtunum starfsmanna var lýst. Sorglegt að svona komi frá verkalýðshreyfingunni Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður sem var meðal annars lögmaður fyrrverandi fjármálastjóra Eflingar sem var látinn fara, telur ekkert óeðlilegt við að trúnaðarmenn láti yfirmenn á vinnustað sínum vita af áhyggjum eða ásökunum starfsmanna. Ummæli Viðars séu því sérkennileg. Lára hefur sérhæft sig í vinnurétti. „Ég verð nú að segja það að mér finnst svona ummæli um trúnaðarmenn, mér finnst þau afar sorgleg sérstaklega þegar þau koma úr munni þeirra sem hafa verið í forystu hreifingarinnar," segir Lára. Í umræddri ályktun var því lýst hvernig margir starfsmenn hefðu leitað til trúnaðarmanna því þeir upplifðu óöryggi á vinnustað og höfðu sífelldar áhyggjur af því að vera sagt upp fyrirvaralaust. Einhverjir töluðu þar um ótta við að lenda í óvinahópi stjórnenda eða á því sem þeir kalla aftökulista þeirra. Trúnaðarmennirnir hafi sinnt sínu hlutverki En að trúnaðarmennirnir skuli hafa komið þessu til skila gagnrýnir Viðar harðlega og segir það hreinlega hafa veriðóverjandi vinnubrögð hjá trúnaðarmönnunum að senda frá sér ályktunina. Í hádegisfréttum í dag sagði hann óeðlilegt að trúnaðarmenn settu niður á blað það sem hann kallaði grófar, ærumeiðandi og mannorðsdrepandi ásakanir á hendur „vinnufélögum sínum". Þessar umkvartanir snerust þó auðvitað ekki um almenna vinnufélaga heldur um yfirmennina Viðar og Sólveigu. „Mér finnst þetta ekki bara sorglegt heldur eru þetta ákveðin öfugmæli því það er hlutverk trúnaðarmanna að taka við kvörtunum starfsmanna, fara yfir kvartanir og reyna að leiða mál til lykta sjálfir og hafa samband við atvinnurekendur í því sambandi," segir Lára „Og ég sé ekki að þessi trúnaðarmaður í sínum störfum hafi gert neitt annað en það sem honum bar." Ekkert heyrist frá verkalýðshreyfingunni Sólveig Anna, sem sagði af sér sem formaður Eflingar á laugardagskvöld, hefur þá ekki viljað svara ítrekuðum símtölum eða skilaboðum fréttastofu. Í staðinn hefur hún kosið að tjá sig í gegn um fjölda statusa á Facebook og virðist þannig ekki vilja svara spurningum um allt málið í bili. Hvorki Drífa Snædal, forseti ASÍ, né Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, vildu þá veita fréttastofu viðtal í dag til að bregðast við ummælum Viðars um trúnaðarmenn Eflingar.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira