Starfsfólk verkalýðshreyfingarinnar eigi ekki skilið að lítið sé gert úr þeirra störfum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. nóvember 2021 16:06 Flosi Eiríksson er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins. vilhelm gunnarsson „Starfsfólk hreyfingarinnar um land allt, hvort sem það er hjá aðildarfélögum SGS eða öðrum stéttarfélögum eiga ekki skilið að gert sé lítið úr þeirra mikilvægu og góðu störfum, nóg er nú að okkur sótt þótt við tökum ekki þátt í því sjálf.“ Þetta kemur fram í pistli sem Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins skrifar á heimasíðu sambandsins. Aðspurður hvort skrif hans séu í tengslum við Eflingarmálið sem farið hefur hátt í fjölmiðlum segir Flosi að skrif hans séu almenn og þurfi ekki að tengjast neinu máli. „Þarf ekki að tengja það við eitt eða neitt,“ segir Flosi í samtali við fréttamann. Sjá einnig: Hvað gerðist eiginlega í Eflingu? Pistill Flosa fjallar um hugsjónafólk í starfi og segir hann að reynslan sýni að starfsfólk verkalýðshreyfinga brenni fyrir starfi sínu og baráttumálum innan hreyfingarinnar. Þau leggi sig fram um að aðstoða og liðsinna félagsmönnum, hjálpa þeim að sækja rétt sinn og verja kjör þeirra og aðbúnað. Lifandi hreyfing Auðvelt sé að missa sjónar á því að verkalýðshreyfingin á Íslandi sé stórt og kraftmikið afl sem starfi í þágu launafólks. „Það er auðvelt að missa sjónar á því, en hreyfingin varð það alls ekki sjálfkrafa. Um það ber rúmlega aldargömul saga um átök og baráttu ríkulegt vitni. Það er gott og heilbrigt að það sé í gangi lífleg umræða um starfið í verkalýðshreyfingunni, stefnu hennar og starfshætti. Hún er lifandi hreyfing sem á að vera óhrædd við að ræða leiðir til að efla og bæta lífskjör í landinu. Um það eiga forystu- og félagsmenn að takast á um á félagslegum vettvangi,“ segir í pistlinum. Vinnumarkaður Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir „Þessi staða er algjörlega hennar“ „Ég er mjög ósáttur vegna þess að hún er í fyrsta lagi að kenna mér um þetta og svo ræðst hún með ótrúlegri ósvífni á starfsfólk skrifstofu Eflingar og trúnaðarmenn,“ segir Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, um ummæli Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að starfsfólk hafi hrakið hana úr embætti formanns. 7. nóvember 2021 20:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Þetta kemur fram í pistli sem Flosi Eiríksson, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins skrifar á heimasíðu sambandsins. Aðspurður hvort skrif hans séu í tengslum við Eflingarmálið sem farið hefur hátt í fjölmiðlum segir Flosi að skrif hans séu almenn og þurfi ekki að tengjast neinu máli. „Þarf ekki að tengja það við eitt eða neitt,“ segir Flosi í samtali við fréttamann. Sjá einnig: Hvað gerðist eiginlega í Eflingu? Pistill Flosa fjallar um hugsjónafólk í starfi og segir hann að reynslan sýni að starfsfólk verkalýðshreyfinga brenni fyrir starfi sínu og baráttumálum innan hreyfingarinnar. Þau leggi sig fram um að aðstoða og liðsinna félagsmönnum, hjálpa þeim að sækja rétt sinn og verja kjör þeirra og aðbúnað. Lifandi hreyfing Auðvelt sé að missa sjónar á því að verkalýðshreyfingin á Íslandi sé stórt og kraftmikið afl sem starfi í þágu launafólks. „Það er auðvelt að missa sjónar á því, en hreyfingin varð það alls ekki sjálfkrafa. Um það ber rúmlega aldargömul saga um átök og baráttu ríkulegt vitni. Það er gott og heilbrigt að það sé í gangi lífleg umræða um starfið í verkalýðshreyfingunni, stefnu hennar og starfshætti. Hún er lifandi hreyfing sem á að vera óhrædd við að ræða leiðir til að efla og bæta lífskjör í landinu. Um það eiga forystu- og félagsmenn að takast á um á félagslegum vettvangi,“ segir í pistlinum.
Vinnumarkaður Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir „Þessi staða er algjörlega hennar“ „Ég er mjög ósáttur vegna þess að hún er í fyrsta lagi að kenna mér um þetta og svo ræðst hún með ótrúlegri ósvífni á starfsfólk skrifstofu Eflingar og trúnaðarmenn,“ segir Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, um ummæli Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að starfsfólk hafi hrakið hana úr embætti formanns. 7. nóvember 2021 20:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
„Þessi staða er algjörlega hennar“ „Ég er mjög ósáttur vegna þess að hún er í fyrsta lagi að kenna mér um þetta og svo ræðst hún með ótrúlegri ósvífni á starfsfólk skrifstofu Eflingar og trúnaðarmenn,“ segir Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, um ummæli Sólveigar Önnu Jónsdóttur um að starfsfólk hafi hrakið hana úr embætti formanns. 7. nóvember 2021 20:00