Búin að bíða í ofvæni eftir þriðju sprautunni Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. nóvember 2021 20:01 Björn Ófeigsson, Margrét Pála Ólafsdóttir og Jóna Ósk Guðjónsdóttir mættu öll í örvunarsprautu í Laugardalshöll í morgun. Samsett/Stöð 2 Vonast er til að 120 þúsund manns fái örvunarbólusetningu í Laugardalshöll á næstu fjórum vikum en sóttvarnalæknir bindur miklar vonir við bólusetningarátakið. Engan bilbug var að finna á þeim sem fengu þriðja skammtinn í Höllinni í dag. 152 greindust með kórónuveiruna í gær, rétt tæpur helmingur í sóttkví. 22 eru nú á Landspítala með Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. Sextíu ára og eldri, auk fólks með undirliggjandi sjúkdóma, mættu í fjöldabólusetningu með bóluefni Pfizer í morgun. Áður höfðu elstu aldurshópar og framlínufólk þegar fengið örvunarskammt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir gögn benda til þess að þessi þriðja sprauta veiti mjög góða vörn. „Nú ef fólk mætir mjög vel og þetta gengur vel að gefa örvunarbólusetningu og við sjáum þennan árangur sem við erum að vonast eftir - að örvunarbólusetningin komi í veg fyrir smit í fsamfélginu held ég að við getum bundið vonir við að við getum aflétt hraðar,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Beið spenntur á hliðarhlínunni Fólk sem fréttastofa ræddi við í Laugardalshöll í dag var upplitsdjarft eftir þriðju sprautu. Björn Ófeigsson kvaðst aldrei hafa efast um að mæta í örvunarskammtinn. „Bara beið spenntur á hliðarlínunni. Þetta er bara „business as usual“, eftir þrjú skipti er þetta orðið svolítið sjálfvirkt,“ sagði Björn, nýsprautaður. Þriðji skammturinn lagðist ágætlega í Jónu Ósk Guðjónsdóttur ellilífeyrisþega. „Aldrei efi í mínum huga,“ sagði Jóna þar sem hún beið í hinar hefðbundnu fimmtán mínútur að lokinni sprautunni í Laugardalshöll. Bólusetningarátakið hófst í Laugardalshöll í morgun.Vísir/vilhelm Mætir jafnkát í meira Margrét Pála Ólafsdóttir, kennari og rithöfundur, var sátt með örvunarskammtinn. „Ég er búin að bíða í ofvæni og mér finnst það stórkostlegt hversu hratt og vel er að ganga að bólusetja, ekki spurning.“ Öll sögðust þau finna fyrir miklum meðbyr með þriðja skammtinum í samfélaginu. „Og ef það verður meira sem verður niðurstaðan að við þurfum að gera þá mæti ég jafnkát,“ sagði Margrét Pála. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þúsundir streyma í þriðju sprautuna í Laugardalshöll Bólusetningarátak hófst í Laugardalshöll í morgun og mun fyrsti hluti átaksins standa yfir næstu fjórar vikurnar eða til 8. desember. Þau sem nú hafa fengið boð eru þau sem fyrst fengu bólusetningu í vor, 60 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 15. nóvember 2021 14:05 Getum aflétt hraðar ef örvunarskammtar gefast vel Fimm voru lagðir inn á Landspítalann vegna Covid-19 í gær. Sóttvarnalæknir segir stöðuna þunga á spítalanum og bindur vonir við að góð mæting í örvunarskammta leiði til betri tíðar. Fjöldabólusetningar hófust aftur í Laugardalshöll í morgun. 15. nóvember 2021 13:06 Ellefu smitast af þeim um 36 þúsund sem fengið hafa þriðju sprautuna „Við eigum eftir að gera þetta endanlega upp en mér sýnist að það hafi verið að greinast í kringum 130 til 140 á dag núna yfir helgina, það er föstudag, laugardag, sunnudag. Á því bilinu. Þannig að við erum ekki komin hærra en það en vonandi fer þetta að fara niður.“ 15. nóvember 2021 08:20 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
152 greindust með kórónuveiruna í gær, rétt tæpur helmingur í sóttkví. 22 eru nú á Landspítala með Covid-19, þar af þrír á gjörgæslu. Sextíu ára og eldri, auk fólks með undirliggjandi sjúkdóma, mættu í fjöldabólusetningu með bóluefni Pfizer í morgun. Áður höfðu elstu aldurshópar og framlínufólk þegar fengið örvunarskammt. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir gögn benda til þess að þessi þriðja sprauta veiti mjög góða vörn. „Nú ef fólk mætir mjög vel og þetta gengur vel að gefa örvunarbólusetningu og við sjáum þennan árangur sem við erum að vonast eftir - að örvunarbólusetningin komi í veg fyrir smit í fsamfélginu held ég að við getum bundið vonir við að við getum aflétt hraðar,“ segir Þórólfur. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/vilhelm Beið spenntur á hliðarhlínunni Fólk sem fréttastofa ræddi við í Laugardalshöll í dag var upplitsdjarft eftir þriðju sprautu. Björn Ófeigsson kvaðst aldrei hafa efast um að mæta í örvunarskammtinn. „Bara beið spenntur á hliðarlínunni. Þetta er bara „business as usual“, eftir þrjú skipti er þetta orðið svolítið sjálfvirkt,“ sagði Björn, nýsprautaður. Þriðji skammturinn lagðist ágætlega í Jónu Ósk Guðjónsdóttur ellilífeyrisþega. „Aldrei efi í mínum huga,“ sagði Jóna þar sem hún beið í hinar hefðbundnu fimmtán mínútur að lokinni sprautunni í Laugardalshöll. Bólusetningarátakið hófst í Laugardalshöll í morgun.Vísir/vilhelm Mætir jafnkát í meira Margrét Pála Ólafsdóttir, kennari og rithöfundur, var sátt með örvunarskammtinn. „Ég er búin að bíða í ofvæni og mér finnst það stórkostlegt hversu hratt og vel er að ganga að bólusetja, ekki spurning.“ Öll sögðust þau finna fyrir miklum meðbyr með þriðja skammtinum í samfélaginu. „Og ef það verður meira sem verður niðurstaðan að við þurfum að gera þá mæti ég jafnkát,“ sagði Margrét Pála.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Þúsundir streyma í þriðju sprautuna í Laugardalshöll Bólusetningarátak hófst í Laugardalshöll í morgun og mun fyrsti hluti átaksins standa yfir næstu fjórar vikurnar eða til 8. desember. Þau sem nú hafa fengið boð eru þau sem fyrst fengu bólusetningu í vor, 60 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 15. nóvember 2021 14:05 Getum aflétt hraðar ef örvunarskammtar gefast vel Fimm voru lagðir inn á Landspítalann vegna Covid-19 í gær. Sóttvarnalæknir segir stöðuna þunga á spítalanum og bindur vonir við að góð mæting í örvunarskammta leiði til betri tíðar. Fjöldabólusetningar hófust aftur í Laugardalshöll í morgun. 15. nóvember 2021 13:06 Ellefu smitast af þeim um 36 þúsund sem fengið hafa þriðju sprautuna „Við eigum eftir að gera þetta endanlega upp en mér sýnist að það hafi verið að greinast í kringum 130 til 140 á dag núna yfir helgina, það er föstudag, laugardag, sunnudag. Á því bilinu. Þannig að við erum ekki komin hærra en það en vonandi fer þetta að fara niður.“ 15. nóvember 2021 08:20 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Þúsundir streyma í þriðju sprautuna í Laugardalshöll Bólusetningarátak hófst í Laugardalshöll í morgun og mun fyrsti hluti átaksins standa yfir næstu fjórar vikurnar eða til 8. desember. Þau sem nú hafa fengið boð eru þau sem fyrst fengu bólusetningu í vor, 60 ára og eldri og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. 15. nóvember 2021 14:05
Getum aflétt hraðar ef örvunarskammtar gefast vel Fimm voru lagðir inn á Landspítalann vegna Covid-19 í gær. Sóttvarnalæknir segir stöðuna þunga á spítalanum og bindur vonir við að góð mæting í örvunarskammta leiði til betri tíðar. Fjöldabólusetningar hófust aftur í Laugardalshöll í morgun. 15. nóvember 2021 13:06
Ellefu smitast af þeim um 36 þúsund sem fengið hafa þriðju sprautuna „Við eigum eftir að gera þetta endanlega upp en mér sýnist að það hafi verið að greinast í kringum 130 til 140 á dag núna yfir helgina, það er föstudag, laugardag, sunnudag. Á því bilinu. Þannig að við erum ekki komin hærra en það en vonandi fer þetta að fara niður.“ 15. nóvember 2021 08:20