Spurning hvort þróunin sé að snúast við og við séum að fara upp á við Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. desember 2021 11:46 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafði vonast til að þeim héldi áfram að fækka sem greinast með kórónuveiruna. Vísir/Vilhelm Í gær greindust 149 með kórónuveiruna innanlands en fleiri hafa ekki greinst með veiruna í hálfan mánuð. Sóttvarnalæknir segir spurningu hvort að þróunin sé að snúast við og faraldurinn að fara upp á við aftur. Af þeim 149 sem greindist innanlands í gær voru 69 í sóttkví við greiningu, eða 46 prósent. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tölur gærdagsins hærri en hann átti von á. „Auðvitað þarf maður alltaf að spyrja sig hvort að þróunin sé að snúa við og hvort við séum að fara upp á við frekar en niður á við.“ Fimm á gjörgæslu Hann segir börn nú stóran hluta þeirra sem greinist með veiruna en af 1.407 sem eru í eftirliti hjá COVID göngudeild Landspítalans eru 461 barn. Mikið álag er á Landspítalanum þar sem 19 sjúklingar liggja inni með Covid-19 en fimm eru á gjörgæslu. „Ég var að vonast til þess að við myndum sjá lægri tölur núna seinni part vikunnar en það verður náttúrulega að koma í ljós enda þurfum við líka að vera viðbúin því að við fáum að sjá einhverja fjölgun á smitum það gæti alveg eins gerst. Það er sem að nágrannalöndin okkar eru að sjá og við sjáum að þessi smit eru fyrst og fremst að koma upp í grunnskólunum og þaðan dreifast þú út inni í fjölskyldur og áfram inn í samfélagið og við erum að sjá smit koma inn á vinnustaði þar sem er kannski óbólusett fólk. Oft á tíðum erlent vinnuafl. Við erum sjá smit líka í þessum jólahlaðborðum þar sem fólk er að safnast saman.“ Þórólfur segir fólk vera að greinast með veiruna víða. „Þetta er dreift um allt land og svo koma upp svona hópsmit hér og þar.“ Öll ómíkron smitin tengist landamærunum Þá hefur þeim fjölgað frá því í gær sem greinst hafa með ómíkron-afbrigði veirunnar en enginn er þó alvarlega veikur. „Það eru komin eitthvað 24 ómíkron smit en þetta er fólk sem tengist allt landamærunum.“ Þórólfur segir róðurinn vera að þyngjast í löndunum í kringum okkur sér í lagi í Danmörku þar sem sóttvarnarreglur hafa verið verulega hertar. „Staðan þar er bara mjög slæm. Ég var á fundi í gær með sóttvarnalæknum Norðurlandanna. Það er slæm staða í Danmörku á spítölum það eru mjög margar innlagnir og þeir eru að lenda í vandræðum á mörgum stöðum og sömuleiðis í Noregi.“ Mjög skýr skilaboð Hann segir Íslendinga líkt og aðra þurfa að vera með varann á sér og bregðast hratt við ef þeim sem greinast með veiruna fjölgar mikið. „Það eru mjög skýr skilaboð og hvatning frá Sóttvarnastofnun Evrópu og frá Heilbrigðis- og öryggismálaráði Evrópusambandsins um það að grípa til aðgerða bæði á landamærum, eins og við höfum reyndar verið að gera, og líka innanlands út af þessu nýja afbrigði sérstaklega og svo þessari aukningu sem er líka út af delta. Þannig að það eru mjög skýr skilaboð og miklu skýrari skilaboð frá þessum stofnunum heldur en ég hef séð áður og ég held að við þurfum að taka það mjög alvarlega og hugsa það hvort að við getum gert eitthvað betur.“ Þá segir Þórólfur að þó hann sé ekki að undirbúa nýtt minnisblað núna þá geti það breyst hratt. „Mér finnst að við þurfum að velta alvarlega fyrir okkur hvað við getum gert til að virkilega ná smitunum niður það er það sem skiptir máli.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 121 þúsund manns hafa mætt í örvunarbólusetningu Örvunarskammtur af bóluefni Pfizer þykir veita góða vernd gegn ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sýna nýjar rannsóknir fyrirtækisins. Sóttvarnalæknir segir ávinning af örvunarskammti ótvíræðan en skiptar skoðanir eru meðal almennings um hvort sérreglur eigi að gilda fyrir bólusetta. 8. desember 2021 19:19 Jólahlaðborðin uppspretta hópsmita í faraldrinum Tuttugu hafa nú greinst með ómíkron afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Sóttvarnalæknir segir jólahlaðborð hafa verið uppsprettu hópsýkinga í faraldrinum og hvetur þá sem standa fyrir slíkum samkomum að afgreiða matinn frekar beint á borðið. 8. desember 2021 11:37 Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Af þeim 149 sem greindist innanlands í gær voru 69 í sóttkví við greiningu, eða 46 prósent. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir tölur gærdagsins hærri en hann átti von á. „Auðvitað þarf maður alltaf að spyrja sig hvort að þróunin sé að snúa við og hvort við séum að fara upp á við frekar en niður á við.“ Fimm á gjörgæslu Hann segir börn nú stóran hluta þeirra sem greinist með veiruna en af 1.407 sem eru í eftirliti hjá COVID göngudeild Landspítalans eru 461 barn. Mikið álag er á Landspítalanum þar sem 19 sjúklingar liggja inni með Covid-19 en fimm eru á gjörgæslu. „Ég var að vonast til þess að við myndum sjá lægri tölur núna seinni part vikunnar en það verður náttúrulega að koma í ljós enda þurfum við líka að vera viðbúin því að við fáum að sjá einhverja fjölgun á smitum það gæti alveg eins gerst. Það er sem að nágrannalöndin okkar eru að sjá og við sjáum að þessi smit eru fyrst og fremst að koma upp í grunnskólunum og þaðan dreifast þú út inni í fjölskyldur og áfram inn í samfélagið og við erum að sjá smit koma inn á vinnustaði þar sem er kannski óbólusett fólk. Oft á tíðum erlent vinnuafl. Við erum sjá smit líka í þessum jólahlaðborðum þar sem fólk er að safnast saman.“ Þórólfur segir fólk vera að greinast með veiruna víða. „Þetta er dreift um allt land og svo koma upp svona hópsmit hér og þar.“ Öll ómíkron smitin tengist landamærunum Þá hefur þeim fjölgað frá því í gær sem greinst hafa með ómíkron-afbrigði veirunnar en enginn er þó alvarlega veikur. „Það eru komin eitthvað 24 ómíkron smit en þetta er fólk sem tengist allt landamærunum.“ Þórólfur segir róðurinn vera að þyngjast í löndunum í kringum okkur sér í lagi í Danmörku þar sem sóttvarnarreglur hafa verið verulega hertar. „Staðan þar er bara mjög slæm. Ég var á fundi í gær með sóttvarnalæknum Norðurlandanna. Það er slæm staða í Danmörku á spítölum það eru mjög margar innlagnir og þeir eru að lenda í vandræðum á mörgum stöðum og sömuleiðis í Noregi.“ Mjög skýr skilaboð Hann segir Íslendinga líkt og aðra þurfa að vera með varann á sér og bregðast hratt við ef þeim sem greinast með veiruna fjölgar mikið. „Það eru mjög skýr skilaboð og hvatning frá Sóttvarnastofnun Evrópu og frá Heilbrigðis- og öryggismálaráði Evrópusambandsins um það að grípa til aðgerða bæði á landamærum, eins og við höfum reyndar verið að gera, og líka innanlands út af þessu nýja afbrigði sérstaklega og svo þessari aukningu sem er líka út af delta. Þannig að það eru mjög skýr skilaboð og miklu skýrari skilaboð frá þessum stofnunum heldur en ég hef séð áður og ég held að við þurfum að taka það mjög alvarlega og hugsa það hvort að við getum gert eitthvað betur.“ Þá segir Þórólfur að þó hann sé ekki að undirbúa nýtt minnisblað núna þá geti það breyst hratt. „Mér finnst að við þurfum að velta alvarlega fyrir okkur hvað við getum gert til að virkilega ná smitunum niður það er það sem skiptir máli.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 121 þúsund manns hafa mætt í örvunarbólusetningu Örvunarskammtur af bóluefni Pfizer þykir veita góða vernd gegn ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sýna nýjar rannsóknir fyrirtækisins. Sóttvarnalæknir segir ávinning af örvunarskammti ótvíræðan en skiptar skoðanir eru meðal almennings um hvort sérreglur eigi að gilda fyrir bólusetta. 8. desember 2021 19:19 Jólahlaðborðin uppspretta hópsmita í faraldrinum Tuttugu hafa nú greinst með ómíkron afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Sóttvarnalæknir segir jólahlaðborð hafa verið uppsprettu hópsýkinga í faraldrinum og hvetur þá sem standa fyrir slíkum samkomum að afgreiða matinn frekar beint á borðið. 8. desember 2021 11:37 Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
121 þúsund manns hafa mætt í örvunarbólusetningu Örvunarskammtur af bóluefni Pfizer þykir veita góða vernd gegn ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sýna nýjar rannsóknir fyrirtækisins. Sóttvarnalæknir segir ávinning af örvunarskammti ótvíræðan en skiptar skoðanir eru meðal almennings um hvort sérreglur eigi að gilda fyrir bólusetta. 8. desember 2021 19:19
Jólahlaðborðin uppspretta hópsmita í faraldrinum Tuttugu hafa nú greinst með ómíkron afbrigði kórónuveirunnar hér á landi. Sóttvarnalæknir segir jólahlaðborð hafa verið uppsprettu hópsýkinga í faraldrinum og hvetur þá sem standa fyrir slíkum samkomum að afgreiða matinn frekar beint á borðið. 8. desember 2021 11:37
Veiran varð nær 30-falt útbreiddari hjá börnum Heilbrigðisráðherra vonast til að geta slakað til í samkomutakmörkunum á næstu tveimur vikum en breytir engu að sinni. Bólusetning barna fimm til ellefu ára gæti slegið á útbreiðslu faraldursins í heild, að sögn barnalæknis. 7. desember 2021 19:46