Glæpafélagið tilnefnir krimmahöfunda ársins Jakob Bjarnar skrifar 10. desember 2021 10:10 Hér má sjá þrjá tilnefnda höfundanna og útgefanda tveggja þeirra. Frá vinstri: Pétur Már Ólafsson frá Bjarti/Veröld, sem var fulltrúi Yrsu Sigurðardóttur, Þórarinn Leifsson, Sigríður Rögnvaldsdóttir, ritstjóri og fulltrúi Lilju Sigurðardóttur, Ragnheiður Gestsdóttir og Stefán Máni. Aðsend Fimm glæpasagnahöfundar hafa verið tilnefndir til Blóðdropans fyrir glæpasögur sínar en krimmarnir halda sínu meðal íslenskra lesenda. Hið íslenska glæpafélag hefur um margra ára skeið úthlutað Blóðdropanum, verðlaunum fyrir bestu íslensku glæpasöguna. „Að þessu sinni var loks látið verða af því sem lengi hefur staðið til, nefnilega að tilnefna fimm glæpasögur til verðlaunanna fyrir jól, fremur en að tilkynna eingöngu um sigurvegarann með vorinu,“ segir í tilkynningu frá foringja Hins íslenska glæpafélags; Ævars Arnar Jósepssonar. Þar kemur jafnframt fram að dómnefnd félagsins hafi, þess vegna, lesið sig og hlustaði í gegnum 23 glæpasögur í haust. Og af þeim lestri megi ráða að íslensk glæpasagnaritun standi með miklum blóma. „Svo miklum raunar, að óhjákvæmilega lentu margir eðalfínir krimmar í þeim hremmingum að komast ekki á topp fimm!“ Hér að neðan eru hins vegar þeir fimm krimmar sem dómnefnd taldi öðrum aðeins betri, og stutt umsögn dómnefndar um þá. Horfnar: Stefán Máni Í bókinni Horfnar eftir Stefán Mána heldur sagan um rauðhærða risann Hörð Grímsson áfram. Eftir erfiða reynslu við lögreglustörf gerist Hörður varðstjóri í litlu þorpi þar sem ekkert gerist. Það á þó eftir að breytast og hvarf tveggja stelpna á bakpokaferðalagi leiðir Hörð í gegnum spennandi atburðarás þar sem hann kynnist litríkum persónum sem hafa ýmislegt misjafnt í pokahorninu. Frásögnin er kraftmikil og auðvelt er að gleyma sér við lesturinn. Lok, lok og læs: Yrsa Sigurðarsdóttir Lok lok og læs eftir Yrsu Sigurðardóttur. Stór og mikil bók frá Yrsu í ár, 350 blaðsíður sem innihalda mikla spennu og hrylling. Í upphafi lýsir hún mjög dularfullum og hrottalegum glæp sem framinn er í íslenskri sveit og þú leggur bókina ekki svo auðveldlega frá þér eftir það. Í sögunni fylgjumst við með lögreglumanninum Tý og félögum hans við rannsókn glæpsins og samhliða fáum við að fylgjast með aðdraganda harmleiksins. Farangur: Ragnheiður Gestsdóttir Farangur eftir Ragnheiði Gestsdóttur. Farangur er önnur glæpasaga Ragnheiðar en hún hefur skrifað mikið fyrir börn og unglinga. Aðalsögupersónan, Ylfa, leggur á flótta frá ofbeldisfullum sambýlismanni sínum en lendir í vægast sagt í óvæntum atburðum á lestarstöðinni í upphafi flóttans. Atburðarásin er hröð og andrúmsloftið þrungið spennu. Við fylgjumst með Ylfu reyna að leysa hvert vandamálið á fætur öðru, hundelt og dauðhrædd.Náhvít jörð: Lilja SigurðardóttirDyggir lesendur Lilju Sigurðardóttur kannast vel við persónur Náhvítrar jarðar, sem halda áfram að stækka, verða áhugaverðari með hverri bók og njóta samúðar lesenda. Glæpunum sem tekist er á við er fagmannlega fléttað inn í persónuleg átök sögupersóna. Sögusviðið er að langmestu leyti Ísland en við ferðumst þó út fyrir landsteinana og tekist er á við stóra og skelfilega glæpi í feykilega spennandi frásögn.Út að drepa túrista: Þórarinn LeifssonSkáldsagan Út að drepa túrista er frumraun Þórarins Leifssonar á sviði glæpasagna. Höfundur leikur sér engu að síður af mikilli leikni að hinu hefðbundna glæpasagnaformi svo úr verður frumleg saga sem byggir á þekktum hefðum og minnum innan formsins. Sagan er spennandi en um leið bráðfyndin og heldur lesandanum vel við efnið.Dómnefnd Hins íslenska glæpafélags var að þessu sinni skipuð þeim Helgu Birgisdóttur, Áslaugu Óttarsdóttur og Snæbirni Pálssyni. Hið íslenska glæpafélag þakkar þeim vel unnin störf. Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Hið íslenska glæpafélag hefur um margra ára skeið úthlutað Blóðdropanum, verðlaunum fyrir bestu íslensku glæpasöguna. „Að þessu sinni var loks látið verða af því sem lengi hefur staðið til, nefnilega að tilnefna fimm glæpasögur til verðlaunanna fyrir jól, fremur en að tilkynna eingöngu um sigurvegarann með vorinu,“ segir í tilkynningu frá foringja Hins íslenska glæpafélags; Ævars Arnar Jósepssonar. Þar kemur jafnframt fram að dómnefnd félagsins hafi, þess vegna, lesið sig og hlustaði í gegnum 23 glæpasögur í haust. Og af þeim lestri megi ráða að íslensk glæpasagnaritun standi með miklum blóma. „Svo miklum raunar, að óhjákvæmilega lentu margir eðalfínir krimmar í þeim hremmingum að komast ekki á topp fimm!“ Hér að neðan eru hins vegar þeir fimm krimmar sem dómnefnd taldi öðrum aðeins betri, og stutt umsögn dómnefndar um þá. Horfnar: Stefán Máni Í bókinni Horfnar eftir Stefán Mána heldur sagan um rauðhærða risann Hörð Grímsson áfram. Eftir erfiða reynslu við lögreglustörf gerist Hörður varðstjóri í litlu þorpi þar sem ekkert gerist. Það á þó eftir að breytast og hvarf tveggja stelpna á bakpokaferðalagi leiðir Hörð í gegnum spennandi atburðarás þar sem hann kynnist litríkum persónum sem hafa ýmislegt misjafnt í pokahorninu. Frásögnin er kraftmikil og auðvelt er að gleyma sér við lesturinn. Lok, lok og læs: Yrsa Sigurðarsdóttir Lok lok og læs eftir Yrsu Sigurðardóttur. Stór og mikil bók frá Yrsu í ár, 350 blaðsíður sem innihalda mikla spennu og hrylling. Í upphafi lýsir hún mjög dularfullum og hrottalegum glæp sem framinn er í íslenskri sveit og þú leggur bókina ekki svo auðveldlega frá þér eftir það. Í sögunni fylgjumst við með lögreglumanninum Tý og félögum hans við rannsókn glæpsins og samhliða fáum við að fylgjast með aðdraganda harmleiksins. Farangur: Ragnheiður Gestsdóttir Farangur eftir Ragnheiði Gestsdóttur. Farangur er önnur glæpasaga Ragnheiðar en hún hefur skrifað mikið fyrir börn og unglinga. Aðalsögupersónan, Ylfa, leggur á flótta frá ofbeldisfullum sambýlismanni sínum en lendir í vægast sagt í óvæntum atburðum á lestarstöðinni í upphafi flóttans. Atburðarásin er hröð og andrúmsloftið þrungið spennu. Við fylgjumst með Ylfu reyna að leysa hvert vandamálið á fætur öðru, hundelt og dauðhrædd.Náhvít jörð: Lilja SigurðardóttirDyggir lesendur Lilju Sigurðardóttur kannast vel við persónur Náhvítrar jarðar, sem halda áfram að stækka, verða áhugaverðari með hverri bók og njóta samúðar lesenda. Glæpunum sem tekist er á við er fagmannlega fléttað inn í persónuleg átök sögupersóna. Sögusviðið er að langmestu leyti Ísland en við ferðumst þó út fyrir landsteinana og tekist er á við stóra og skelfilega glæpi í feykilega spennandi frásögn.Út að drepa túrista: Þórarinn LeifssonSkáldsagan Út að drepa túrista er frumraun Þórarins Leifssonar á sviði glæpasagna. Höfundur leikur sér engu að síður af mikilli leikni að hinu hefðbundna glæpasagnaformi svo úr verður frumleg saga sem byggir á þekktum hefðum og minnum innan formsins. Sagan er spennandi en um leið bráðfyndin og heldur lesandanum vel við efnið.Dómnefnd Hins íslenska glæpafélags var að þessu sinni skipuð þeim Helgu Birgisdóttur, Áslaugu Óttarsdóttur og Snæbirni Pálssyni. Hið íslenska glæpafélag þakkar þeim vel unnin störf.
Bókaútgáfa Bókmenntir Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Frægar í fantaformi Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira