„Hann öskraði að hann vildi deyja út af verkjum“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. desember 2021 14:16 Til vinstri má sjá Alexander á Fossvogsspítala, 12 klukkustundum eftir að Karenína móðir hans talaði við hjúkrunarfræðinginn á Læknavaktinni. Vísir Móðir átta ára gamals drengs segist hafa mætt hroka og skilningsleysi á Læknavaktinni þegar hún hringdi inn vegna átta ára sonar síns, sem var þjakaður úr verkjum. Í ljós kom þegar drengurinn var fluttur á spítala að hann væri með heilablæðingu. „Þann 22. apríl á þessu ári, á 8 ára afmælisdaginn sinn, vaknar Alexander með versta mögulega höfuðverk. Hann ældi og öskraði úr verkjum. Ég hringdi á læknavaktina, þar sem við vorum í sóttkví, til þess að vita hvert ég ætti að fara með hann. En þvílíkur hroki og „er þetta fyrsta barn“ stælar,“ skrifar Karenína Elsudóttir í Facebook-færslu. Karenína birti færslunna í gær eftir að hún las viðtal í Fréttablaðinu við móður með slæma reynslu af Læknavaktinni. Hún segist ekki hafa getað setið á sér eftir að hún las viðtalið og deilir því sögu sinni. Færslu Karenínu hefur verið deilt tæplega 180 sinnum á Facebook og meira en 1.100 manns hafa líkað við færsluna. Karenína segir hjúkrunarfræðing á Læknavaktinni hafa sagt sér að gefa Alexander verkjalyf, sem hafi ekki verið hægt. „Ég sagðist ekki koma því ofan í hann þar sem hann ældi bókstaflega úr verkjum. Hann öskraði að hann vildi deyja útaf þessum verkjum. Hún sagði mér að halda áfram að reyna og hringja aftur ef hann yrði eitthvað verri?!“ Hún segist ekki hafa verið sátt við þessi svör og því hringt í neyðarlínuna. Í miðju símtali hafi Alexander hins vegar misst meðvitund. „Um leið og sjúkraflutningamenn komu þá rifu þeir hann í fangið og hlupu með hann út í sjúkrabíl og beint á barnaspítala. Niðrá barnaspítala kom í ljós að barnið væri með massíva heilblæðingu. Hann var drifinn upp í Fossvog,“ segir Karenína og segir Alexander hafa fæðst með æðaflækju í heila sem hafði þarna blætt úr. „Uppá Fossvogi var okkur tjáð að þetta væri mjög alvarlegt ástand og hann gæti dáið, við áttum að undirbúa fjölskylduna okkur undir það. Hann fór í margra klukkutíma heilaaðgerð sem bjargaði lífi hans,“ skrifar Karenína. Hún segir að fjölskyldunni hafi verið tjáð það að hefðu sjúkraflutningamennirnir ekki brugðist svo hratt við hefði drengurinn dáið. Við hafi tekið fjögurra mánaða sjúkrahúslega. Alexander hafi þurft að læra að labba, tala, borða og læra alla samhæfingu upp á nýtt. Hann sé enn í sjúkraþjálfun til að styrkjast. „Ég lagði inn kvörtun til Læknavaktarinnar út af þessu símtali, bæði út af hrokanum sem mætti mér og skilningsleysinu. Þeir sögðu að það hafði verið tekið fyrir sem hefur greinilega ekki gerst. Þetta er ekki fyrsta, ekki annað og örugglega ekki síðasta skiptið sem Læknavaktin drullar svona upp á bak, á það að kosta líf barnanna okkar eða þeirra sem okkur þykir vænt um?“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
„Þann 22. apríl á þessu ári, á 8 ára afmælisdaginn sinn, vaknar Alexander með versta mögulega höfuðverk. Hann ældi og öskraði úr verkjum. Ég hringdi á læknavaktina, þar sem við vorum í sóttkví, til þess að vita hvert ég ætti að fara með hann. En þvílíkur hroki og „er þetta fyrsta barn“ stælar,“ skrifar Karenína Elsudóttir í Facebook-færslu. Karenína birti færslunna í gær eftir að hún las viðtal í Fréttablaðinu við móður með slæma reynslu af Læknavaktinni. Hún segist ekki hafa getað setið á sér eftir að hún las viðtalið og deilir því sögu sinni. Færslu Karenínu hefur verið deilt tæplega 180 sinnum á Facebook og meira en 1.100 manns hafa líkað við færsluna. Karenína segir hjúkrunarfræðing á Læknavaktinni hafa sagt sér að gefa Alexander verkjalyf, sem hafi ekki verið hægt. „Ég sagðist ekki koma því ofan í hann þar sem hann ældi bókstaflega úr verkjum. Hann öskraði að hann vildi deyja útaf þessum verkjum. Hún sagði mér að halda áfram að reyna og hringja aftur ef hann yrði eitthvað verri?!“ Hún segist ekki hafa verið sátt við þessi svör og því hringt í neyðarlínuna. Í miðju símtali hafi Alexander hins vegar misst meðvitund. „Um leið og sjúkraflutningamenn komu þá rifu þeir hann í fangið og hlupu með hann út í sjúkrabíl og beint á barnaspítala. Niðrá barnaspítala kom í ljós að barnið væri með massíva heilblæðingu. Hann var drifinn upp í Fossvog,“ segir Karenína og segir Alexander hafa fæðst með æðaflækju í heila sem hafði þarna blætt úr. „Uppá Fossvogi var okkur tjáð að þetta væri mjög alvarlegt ástand og hann gæti dáið, við áttum að undirbúa fjölskylduna okkur undir það. Hann fór í margra klukkutíma heilaaðgerð sem bjargaði lífi hans,“ skrifar Karenína. Hún segir að fjölskyldunni hafi verið tjáð það að hefðu sjúkraflutningamennirnir ekki brugðist svo hratt við hefði drengurinn dáið. Við hafi tekið fjögurra mánaða sjúkrahúslega. Alexander hafi þurft að læra að labba, tala, borða og læra alla samhæfingu upp á nýtt. Hann sé enn í sjúkraþjálfun til að styrkjast. „Ég lagði inn kvörtun til Læknavaktarinnar út af þessu símtali, bæði út af hrokanum sem mætti mér og skilningsleysinu. Þeir sögðu að það hafði verið tekið fyrir sem hefur greinilega ekki gerst. Þetta er ekki fyrsta, ekki annað og örugglega ekki síðasta skiptið sem Læknavaktin drullar svona upp á bak, á það að kosta líf barnanna okkar eða þeirra sem okkur þykir vænt um?“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira