Feginn góðum viðtökum við Verbúðinni: „Allt sem þú ert að horfa á gerðist“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. desember 2021 13:05 Gísli Örn Garðarsson leikari og leikstjóri Verbúðarinnar. Vísir/Vilhelm Gísli Örn Garðarsson, einn af leikstjórum, höfundum og framleiðendum Verbúðarinnar, segir mikinn létti að viðtökur við fyrsta þætti seríunnar hafi verið góðar. Mikil vinna sé á bak við þættina, sem líklega hafi verið endurskrifaðir tuttugu sinnum í gegn. „Við erum búin að vinna lengi að þessu og það var kominn tími til þess að framreiða þetta. Við þurftum náttúrulega að stoppa á sínum tíma út af Covid og allt það. Þannig að það er mjög gott að koma þessu í gang og í loftið,“ segir Gísli Örn í samtali við fréttastofu. Fyrsti þáttur Verbúðarinnar var frumsýndur á RÚV í gær og hefur fengið mikið lof netverja. Guðni Halldórsson kvikmyndaklippari sagðist á Twitter í gær hafa haft efasemdir um að hægt væri að geta gert sjónvarpsefni um kvótakerfið en segist hafa haft rangt fyrir sér í þeim efnum, og var ekki einn um það. Ekki datt mér í hug að það væri hægt að gera kvótakerfi og fiskveiðar að skemmtilegu sjónvarpsefni, og hafði mjög litlar væntingar. En vel gert Vesturport, mjög gott #verbúðin— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) December 26, 2021 „Það er alveg sama hvað maður gerir, það gera auðvitað allir allt af heilindum og með það best að leiðarljósi og maður vonast alltaf eftir því að viðbrögðin verði eins og þau eru núna með Verbúðina,“ segir Gísli feginn. „Líka af því að við erum að fara inn í tímabil sem við þekkjum mörg og höfum mörg lifað. Ég var unglingur þegar þetta var en stór hluti þjóðarinnar var bara vinnandi fólk á þessum tíma, þekkir þetta og kannast við, þannig að þarna er að baki alveg gríðarleg heimildavinna um tímann og tíðarandann,“ segir Gísli. Allt sem fram komi í þáttunum eigi sér einhverjar stoðir í raunveruleikanum. Hausverkurinn við gerð þáttanna að sögn Gísla hafi verið að flétta saman allar þær frásagnir, sem fram komu við heimildavinnuna, og koma þeim í línulega frásögn. Um sé að ræða langt tímabil en þættirnir gerast á árunum 1983 til 1991. „Þannig að maður veit í sjálfu sér aldrei við hverju maður á að búast og ég er náttúrulega búinn að sitja fyrir framan þetta efni í rosalega langan tíma. Þannig að maður er kannski löngu orðinn ónæmur og blindur á þetta sjálfur. Eins og strip-atriðið, sem varð nú frægt þegar hún ferðaðist hérna um landið Susan og baðaði sig fyrir framan gesti og gangandi á öllum aldri. Það atriði lá á klippigólfinu þangað til fyrir mánuði, svo fór það bara aftur inn.“ Gefur lítið fyrir meintan landsbyggðarrasisma Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þeirra fáu, að því virðist vera, sem var síður en svo sáttur með fyrsta þátt Verbúðarinnar. Hann sagðist í færslu á Facebook í gærkvöldi afar ósáttur við þá mynd sem dregin er upp af landsbyggðarfólki í þáttunum og segir hana lýsa landsbyggðarrasisma Ríkisútvarpsins og höfuðborgarbúa. „Í þessu framlagi ríkisútvarpsins til menningarinnar í landinu er dregin upp sú mynd af fólki í sjávarplássi að þar sé meira og minna um undirmálsfólk. Topp skipstjórar séu drykkjusjúklingar sem láti troða amfetamíni í óæðri endann á sér. Samfarir þar sem ekkert er dregið undan en ljótleikinn í aðalhlutverki. Þá er fiskvinnslufólkið ekki látið líta vel út eins ég upplifði það,“ skrifaði Ásmundur. Sigríður Pétursdóttir kvikmyndafræðingur hjá RÚV svaraði færslu Ásmundar og gaf lítið fyrir þessar ásakanir hans. Hún hafi sjálf upplifað margt af því sem fram hafi komið í þessum fyrsta þætti. Gísli Örn segir menn sjá hlutina með mismunandi augum en allt sem fram komi í Verbúðinni hafi raunverulega gerst. „Menn upplifa auðvitað tímana mismunandi, kannski er þetta ekki það landsbyggðarlíf sem hann þekkir. Það eru ekkert allir sem sáu Susan baða sig á sínum tíma, það voru ekki allir skipstjórar sem drukku áfengi. En það gerðu sumir skipstjórar, og þetta er alveg einn samnefnari yfir einn sólarhring á Vestfjörðum árið 1983,“ segir Gísli. „Allt sem þú ert að horfa á gerðist, einhvers staðar, yfir lengra eða styttra tímabil en þarna er búið að þjappa þessu saman í einn sólarhring. Grunnurinn að þessu öllu kemur af stöðum sem eru til. Auðvitað eins og með allt, það væri skrítið ef það væri ekki einhver sem setti sig upp á móti því hvernig þetta er.“ „Margir drukku sig hauslausa á föstudögum og laugardögum og allt fór á hliðina“ Fólk sé misviðkvæmt fyrir því sem fram komi: nekt og grófleika. „En þetta er tímabil sem var hispurslaust. Tímabil áður en öryggismál voru komin í þau horf sem þau eru í, í dag. Þetta er allt annað Ísland en við þekjum í dag. Þetta eru hispurslaus ár og þetta eru gróf ár þar sem við kunnum illa að fara með vín, margir drukku sig hauslausa á föstudögum og laugardögum og allt fór á hliðina,“ segir Gísli. „Svo voru menn edrú og borðuðu fisk hina daga vikunnar. Þessi fyrsti þáttur gerist náttúrulega ekki á mánudegi, hann gerist á föstudegi eða laugardegi.“ Eins og áður segir hafa viðbrögðin við þáttunum verið mjög góð hérna heima. Þau hafa líka verið það í útlöndum. Verbúðin var valin besta sjónvarpsþáttaröðin á Seris Mania-hátíðinni í Frakklandi fyrr í vetur og fékk sömuleiðis dómnefndarverðlaunin á Serielizados Fest-hátíðinni á Spáni. Þá er hún ein fimm þáttaraða sem tilnefnd er til handritaverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins 2022. „Það er oft erfitt að átta sig á því hvernig fólk mun bregðast við eða hvort þú hittir á taug sem á sér einhvern hljómgrunn meðal fólks. Það er auðvitað mjög gaman, þegar okkur hefur gengið svona vel erlendis, að viðbrögðin séu svona rosalega jákvæð hérna heima,“ segir Gísli, ekki síst þar sem umfjöllunarefni þáttanna sé svo viðamikið. „Líka því þetta er stórt mál sem tengist allri þjóðinni. Hvernig fór fyrir fiskimiðum Íslands á þessum tíma. Þetta er dæmisaga um það án þess að eiga að taka afstöðu með eða á móti. Svona var þetta raunverulega. Ísland hefur breyst alveg rosalega mikið frá því sem var.“ Skrifuðu handritið oft upp á nýtt Rétt þurfi að fara með svo viðkvæmt viðfangsefni, sem handritshöfundar og framleiðendur hafi gert og gengið inn í verkið með opnum hug. „Það liggur þarna að baki alveg rosaleg heimildavinna hjá okkur. Ég er búinn að lesa skýrslur og Alþingisskjöl og lögin og tala við fólk aftur á bak og áfram í ég veit ekki hvað langan tíma. Þetta er stórt, torrænt og flókið og maður þarf að meitla þetta einhvern vegin í einfaldari búning,“ segir Gísli. „Samt án þess að þetta fari út af sporinu og samt þannig að þetta sé skiljanlegt og blanda persónunum inn í það þannig að þær verði á einhvern hátt einhvers konar holdgervingur kerfisins,“ segir hann. „Þá eru persónurnar farnar að eignast líf út frá ferðalagi fiskveiðikerfisins. Þannig að þetta er rosalegt púsluspil. Svo þarf þetta að hafa öll þau element sem gott sjónvarp þarf að hafa: drama, húmor og sjálfsskoðun sem tekur sig ekki of alvarlega og allt það. Við erum búin að skrifa handritið örugglega tuttugu sinnum. Það var nokkrum sinnum búið að skrifa seríuna til enda, henda því og byrja upp á nýtt.“ Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
„Við erum búin að vinna lengi að þessu og það var kominn tími til þess að framreiða þetta. Við þurftum náttúrulega að stoppa á sínum tíma út af Covid og allt það. Þannig að það er mjög gott að koma þessu í gang og í loftið,“ segir Gísli Örn í samtali við fréttastofu. Fyrsti þáttur Verbúðarinnar var frumsýndur á RÚV í gær og hefur fengið mikið lof netverja. Guðni Halldórsson kvikmyndaklippari sagðist á Twitter í gær hafa haft efasemdir um að hægt væri að geta gert sjónvarpsefni um kvótakerfið en segist hafa haft rangt fyrir sér í þeim efnum, og var ekki einn um það. Ekki datt mér í hug að það væri hægt að gera kvótakerfi og fiskveiðar að skemmtilegu sjónvarpsefni, og hafði mjög litlar væntingar. En vel gert Vesturport, mjög gott #verbúðin— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) December 26, 2021 „Það er alveg sama hvað maður gerir, það gera auðvitað allir allt af heilindum og með það best að leiðarljósi og maður vonast alltaf eftir því að viðbrögðin verði eins og þau eru núna með Verbúðina,“ segir Gísli feginn. „Líka af því að við erum að fara inn í tímabil sem við þekkjum mörg og höfum mörg lifað. Ég var unglingur þegar þetta var en stór hluti þjóðarinnar var bara vinnandi fólk á þessum tíma, þekkir þetta og kannast við, þannig að þarna er að baki alveg gríðarleg heimildavinna um tímann og tíðarandann,“ segir Gísli. Allt sem fram komi í þáttunum eigi sér einhverjar stoðir í raunveruleikanum. Hausverkurinn við gerð þáttanna að sögn Gísla hafi verið að flétta saman allar þær frásagnir, sem fram komu við heimildavinnuna, og koma þeim í línulega frásögn. Um sé að ræða langt tímabil en þættirnir gerast á árunum 1983 til 1991. „Þannig að maður veit í sjálfu sér aldrei við hverju maður á að búast og ég er náttúrulega búinn að sitja fyrir framan þetta efni í rosalega langan tíma. Þannig að maður er kannski löngu orðinn ónæmur og blindur á þetta sjálfur. Eins og strip-atriðið, sem varð nú frægt þegar hún ferðaðist hérna um landið Susan og baðaði sig fyrir framan gesti og gangandi á öllum aldri. Það atriði lá á klippigólfinu þangað til fyrir mánuði, svo fór það bara aftur inn.“ Gefur lítið fyrir meintan landsbyggðarrasisma Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er einn þeirra fáu, að því virðist vera, sem var síður en svo sáttur með fyrsta þátt Verbúðarinnar. Hann sagðist í færslu á Facebook í gærkvöldi afar ósáttur við þá mynd sem dregin er upp af landsbyggðarfólki í þáttunum og segir hana lýsa landsbyggðarrasisma Ríkisútvarpsins og höfuðborgarbúa. „Í þessu framlagi ríkisútvarpsins til menningarinnar í landinu er dregin upp sú mynd af fólki í sjávarplássi að þar sé meira og minna um undirmálsfólk. Topp skipstjórar séu drykkjusjúklingar sem láti troða amfetamíni í óæðri endann á sér. Samfarir þar sem ekkert er dregið undan en ljótleikinn í aðalhlutverki. Þá er fiskvinnslufólkið ekki látið líta vel út eins ég upplifði það,“ skrifaði Ásmundur. Sigríður Pétursdóttir kvikmyndafræðingur hjá RÚV svaraði færslu Ásmundar og gaf lítið fyrir þessar ásakanir hans. Hún hafi sjálf upplifað margt af því sem fram hafi komið í þessum fyrsta þætti. Gísli Örn segir menn sjá hlutina með mismunandi augum en allt sem fram komi í Verbúðinni hafi raunverulega gerst. „Menn upplifa auðvitað tímana mismunandi, kannski er þetta ekki það landsbyggðarlíf sem hann þekkir. Það eru ekkert allir sem sáu Susan baða sig á sínum tíma, það voru ekki allir skipstjórar sem drukku áfengi. En það gerðu sumir skipstjórar, og þetta er alveg einn samnefnari yfir einn sólarhring á Vestfjörðum árið 1983,“ segir Gísli. „Allt sem þú ert að horfa á gerðist, einhvers staðar, yfir lengra eða styttra tímabil en þarna er búið að þjappa þessu saman í einn sólarhring. Grunnurinn að þessu öllu kemur af stöðum sem eru til. Auðvitað eins og með allt, það væri skrítið ef það væri ekki einhver sem setti sig upp á móti því hvernig þetta er.“ „Margir drukku sig hauslausa á föstudögum og laugardögum og allt fór á hliðina“ Fólk sé misviðkvæmt fyrir því sem fram komi: nekt og grófleika. „En þetta er tímabil sem var hispurslaust. Tímabil áður en öryggismál voru komin í þau horf sem þau eru í, í dag. Þetta er allt annað Ísland en við þekjum í dag. Þetta eru hispurslaus ár og þetta eru gróf ár þar sem við kunnum illa að fara með vín, margir drukku sig hauslausa á föstudögum og laugardögum og allt fór á hliðina,“ segir Gísli. „Svo voru menn edrú og borðuðu fisk hina daga vikunnar. Þessi fyrsti þáttur gerist náttúrulega ekki á mánudegi, hann gerist á föstudegi eða laugardegi.“ Eins og áður segir hafa viðbrögðin við þáttunum verið mjög góð hérna heima. Þau hafa líka verið það í útlöndum. Verbúðin var valin besta sjónvarpsþáttaröðin á Seris Mania-hátíðinni í Frakklandi fyrr í vetur og fékk sömuleiðis dómnefndarverðlaunin á Serielizados Fest-hátíðinni á Spáni. Þá er hún ein fimm þáttaraða sem tilnefnd er til handritaverðlauna Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðsins 2022. „Það er oft erfitt að átta sig á því hvernig fólk mun bregðast við eða hvort þú hittir á taug sem á sér einhvern hljómgrunn meðal fólks. Það er auðvitað mjög gaman, þegar okkur hefur gengið svona vel erlendis, að viðbrögðin séu svona rosalega jákvæð hérna heima,“ segir Gísli, ekki síst þar sem umfjöllunarefni þáttanna sé svo viðamikið. „Líka því þetta er stórt mál sem tengist allri þjóðinni. Hvernig fór fyrir fiskimiðum Íslands á þessum tíma. Þetta er dæmisaga um það án þess að eiga að taka afstöðu með eða á móti. Svona var þetta raunverulega. Ísland hefur breyst alveg rosalega mikið frá því sem var.“ Skrifuðu handritið oft upp á nýtt Rétt þurfi að fara með svo viðkvæmt viðfangsefni, sem handritshöfundar og framleiðendur hafi gert og gengið inn í verkið með opnum hug. „Það liggur þarna að baki alveg rosaleg heimildavinna hjá okkur. Ég er búinn að lesa skýrslur og Alþingisskjöl og lögin og tala við fólk aftur á bak og áfram í ég veit ekki hvað langan tíma. Þetta er stórt, torrænt og flókið og maður þarf að meitla þetta einhvern vegin í einfaldari búning,“ segir Gísli. „Samt án þess að þetta fari út af sporinu og samt þannig að þetta sé skiljanlegt og blanda persónunum inn í það þannig að þær verði á einhvern hátt einhvers konar holdgervingur kerfisins,“ segir hann. „Þá eru persónurnar farnar að eignast líf út frá ferðalagi fiskveiðikerfisins. Þannig að þetta er rosalegt púsluspil. Svo þarf þetta að hafa öll þau element sem gott sjónvarp þarf að hafa: drama, húmor og sjálfsskoðun sem tekur sig ekki of alvarlega og allt það. Við erum búin að skrifa handritið örugglega tuttugu sinnum. Það var nokkrum sinnum búið að skrifa seríuna til enda, henda því og byrja upp á nýtt.“
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira