Viðtöl ársins: Missir, ofbeldi, fitusmánun og óþægilegu hlutirnir Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 1. janúar 2022 07:00 Nokkur af viðtölunum sem vöktu athygli á Vísi á árinu. Samsett/Vísir Í hundruðum viðtala sem birst hafa á Vísi á þessu ári hafa einstaklingar opnað sig um veikindi, áföll, afbrot, Covid, missi, klám, fyrirtækjarekstur, ferilinn sinn og svona mætti lengi telja. Hér fyrir neðan má finna nokkur af þeim viðtölum sem vöktu mikla athygli á Vísi árinu. „Ef þið farið að rífast, þá sel ég“ „Mamma sagði strax að við ættum að halda áfram og reka fyrirtækið í minningu pabba. En hún sagði líka við okkur: Ef þið farið að rífast, þá sel ég,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir um það þegar systkinin tóku við rekstri Kjörís í kjölfar þess að faðir þeirra, Hafsteinn Kristinsson, var bráðkvaddur. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrðum við söguna á bakvið fjölskyldufyrirtækið Kjörís í Hveragerði. Þetta var bara aftaka Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Í mögnuðu viðtali í þættinum Kompás ræddi Þóranna Helga um morðið á eiginmanni sínum sem átti sér stað við heimili þeirra í Rauðagerði. Þóranna Helga GunnarsdóttirVísir/Vilhelm „Pabbi og mamma, viljið þið segja í kvöld að ég sé ekki vitlaus eða heimskur“ „Nánast allan áttunda og níunda bekk var honum varla heilsað af félögunum, það var eins og hann væri bara ekki á staðnum. Hann var hunsaður, hann var ekki til.“ Svona lýsir Hannes Sigurbjörn Jónsson formaður Körfuknattleikssambands Íslands einelti sem sonur hans Jón Gautur varð fyrir í grunnskóla. Hannes sagði í samtali við fréttastofu að nauðsynlegt sé að ræða þessi mál opinskátt og hvetur hann þá sem orðið hafa fyrir einelti, og treysta sér til, að segja sína sögu. „Áður en ég veit af eru tveir menn standandi fyrir aftan mig og grípa í mig“ Edda Kristín Bergþórsdóttir var átján ára þegar hún fór í útskriftarferð með vinum sínum til Krítar. Ferð sem rataði í fréttir vegna hrikalegra atburða. Tveir karlmenn brutu gróflega á Eddu og voru nýlega dæmdir í fangelsi fyrir. Edda Kristín, sem í dag er 21 árs, sagði sögu sína í Íslandi í dag. „Ég las fyrir hana dómareifanir fyrir svefninn“ Arna Björg Jónasdóttir, lögfræðingur, hefur nýlokið laganámi sínu eftir ellefu ára vegferð. Hún fjallaði um nálgunarbann og brottvísun af heimili í meistararitgerð sinni eftir að hafa upplifað ofbeldi í nánu sambandi á eigin skinni. Með óaðfinnanlega hnýtta þverslaufu á Kvíabryggju Vinjettuhöfundurinn Ármann Reynisson á að baki einstakt lífshlaup. Í þessu höfundatali segir hann meðal annars af dvölinni á Kvíabryggju en þar var hann eins og hvítur hrafn. Þá kemur hann inn á þá útskúfun sem hann telur sig hafa mátt sæta af hálfu þeirra sem tilheyra menningarelítunni. Ármann ReynissonVísir/Vilhelm Röddin mín: Naktir miðaldra karlmenn í fjáröflun Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrðum við sögu Friðriks Más Þorsteinssonar sem árið 2019 greindist með taugahrörnunarsjúkdóminn MSA, eða Parkison plús. Friðrik á og rekur einn af fimm stærstu vinnustöðum Grimsby í Bretlandi: fisksölufyrirtækið Northcoast Seafoods Ltd. Hannes segir Sjálfstæðisflokkinn ekki góðan en hinir séu bara svo miklu verri Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor hefur sent frá sér mikinn doðrant, Twenty-Four Conservative-Liberal Thinkers, rituð á ensku en það er New Direction-forlagið sem gefur bókina út. Hannes var í miklu stuði í höfundatali Vísis. Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Sláandi viðtöl Berghildar Erlu Bernharðsdóttur við einstaklinga sem dvöldu á Hjalteyri vöktu verðskuldaða athygli. Þau Jón Hlífar Guðfinnusson, Valgerður Jóhannesdóttir og Steinar Immanúel Sörensson lýsa hræðilegri vist sinni og annarra barna á barnaheimilinu á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar. Þar kemur kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum við sögu.Vísir/Arnar Berst fyrir málefnum barna aðeins tólf ára gamall Vilhjálmur Hauksson er tólf ára drengur með sterka réttlætiskennd. Hann situr í ráðgjafahópi Umboðsmanns barna þar sem hann berst fyrir málefnum fatlaðra barna. Sjálfur er hann með hreyfihömlunina CP ásamt því að vera greindur með Asperger. Vilhjálmur sagði sögu sína í einstöku viðtali í þættinum Spjallið með Góðvild hér á Vísi. Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Parið Kara og Viktor kynntust á OnlyFans í fyrra og urðu þau fljótt ástfangin. Nú vinna þau saman að síðu Köru á OnlyFans sem heitir LoveTwisted og eru stórtæk í framleiðslu á kynferðislegu efni. Viðtal á Makamálum á Vísi sem vakti mikla athygli. Kara og ViktorVísir/Vilhelm „Þetta er búið að vera stórkostlegt líf“Ég hef fengið mörg tækifæri til þess að gefast upp og það hafa komið fram margar raddir sem segja mér að hætta þessu, segir Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk fyrstur manna grædda á sig tvo handleggi fyrr á árinu. Í gær var tilkynnt að hann væri maður ársins að mati hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og lesenda Vísis. Sunna Karen Sigþórsdóttir fréttamaður ræddi við Guðmund Felix í desember. Greindist með omíkron innan við mánuði eftir fyrra smit Covid-tengd viðtöl vöktu töluverða athygli á árinu. Lesendur virtust mjög áhugasamir um reynslusögur smitaðra af þessari veiru. Kolfinna Frigg Sigurðardóttir, fullbólusett íslensk kona, greindist tvisvar með kórónuveiruna á einum mánuði. Hún sagði nokkurn mun á einkennum og veit ekki hvernig hún smitaðist. Kolfinna var í viðtali við fréttastofu á meðan hún var í seinni einangruninni. Kominn tími til að við tölum um óþægilegu hlutina Eva Mattadóttir var ein þeirra fjölmörgu kvenna sem stigu fram á samfélagsmiðlum og sögðu frá eigin reynslu af kynferðisofbeldi og þolendaskömm, eftir umræðuna sem myndaðist í kjölfar máls Sölva Tryggvasonar. Hún var í helgarviðtali á Vísi sem skapaði mikla umræðu. Eva Mattadóttir.Vísir/Vilhelm Væri mögulega ekki á lífi hefði nágranninn ekki komið heim í tæka tíð Saga Ýr Nazari býr í kjallaraíbúð á Týsgötu í Reykjavík. Hún slapp naumlega eftir að eldur kom upp í íbúð hennar segir magnað að hún sé á lífi. Hún var sofandi þegar nágranni hennar kom óvænt heim og varð eldsins var. Dularfulli skiltalistamaðurinn er Sigurjón Sighvatsson Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi steig fram sem sjálfstæður listamaður eftir áratugi „bak við tjöldin“ sem framleiðandi. Jakob Bjarnar tók viðtal við Sigurjón sem vakti mikla athygli á Menningunni á Vísi. „Hvers vegna að vakna á Íslandi ef þú getur vaknað í Napolí?“Hæstaréttarlögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segist vera allt múlígt maður á lögfræðiskrifstofunni sinni en segir vinnutímann oftast stjórnast af öðrum en honum sjálfum. Vilhjálmur dvelur langdvölum í Napólí á Ítalíu og segir að sá sem ekki elskar þá borg eigi hreinlega eftir að læra að elska lífið eða hefur farið of oft til Tenerife. Rakel Sveinsdóttir ræddi við lögmanninn í viðtali fyrir Viðskiptin hér á Vísi.Mótorhjólið er aðalfarartæki Vilhjálms Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns frá apríl til október.Vísir/Vilhelm„Sagði oft að andlitið á mér væri fallegt en líkaminn minn ekki“Myndband af fitusmánun á 21 árs íslenskri stúlku í Kaupmannahöfn vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum á síðasta ári. María Rós Magnúsdóttir ákvað að birta myndbandið af atvikinu til þess að vekja fólk til umhugsunar um fitufordóma. Hún sagði sögu sína í helgarviðtali á Lífinu.„Persónulega þoldi ég ekki sjálfa mig“Jólaviðtal í tveimur hlutum um ævi og störf Guðbjargar Óskar Friðriksdóttur sem fór í gegnum hæðir og lægðir fyrirtækjarekstri og fleira áður en hún bjó til þerapíuna Lærðu að elska sjálfan þig.Skipuleggur sig út frá því sem skiptir mestu máliPersónulíf söngkonunnar Jóhönnu Guðrúnar var mikið til umfjöllunar á síðasra ári. Jóhanna Guðrún var í einlægu helgarviðtali á Lífinu og sagði þar að það hafi verið mjög erfitt að sjá óvænt frétt í fjölmiðli um að hún ætti von á barni.„Ef það er eitthvað sem ég hef lært, því miður, að í þessum geira sem ég er í þá verður maður svolítið bara að kyngja því að maður á sér ekkert „privacy“. Þetta var samt alveg pínu áfall fyrir mig, að þetta skyldi vera tilkynnt án þess að einhver reyndi einu sinni að hafa samband við mig. Ég var ekki einu sinni búin að segja dóttur minni þetta.“„Það á ekki að ríkja þöggun í kringum ofbeldi“Jóhanna Helga Jensdóttir, önnur tveggja kvenna sem Kolbeinn Sigþórsson veittist að á skemmtistað í Reykjavík og hefur hingað til ekki tjáð sig, ákvað að stíga fram eftir yfirlýsingu landsliðsmannsins. Hún segist hafa verið með áverka eftir árasina og telur hann hafa rofið sátt sem náðist um málið.Jóhanna Helga JensdóttirVísir/VilhelmLýsir hrottalegu ofbeldi og umsáturseinelti á AkureyriHelena Dögg Hilmarsdóttir móðir á Akureyri lýsir heimilisofbeldi og í framhaldi umsáturseinelti sem hún hafi orðið fyrir undanfarin ár. Hún lýsir lífsreynslunni sem ógeðslegri og ber starfsfólkinu í Bjarmahlíð á Akureyri afar vel söguna sem hafi reynst henni afar vel á erfiðum tímum. Helena sagði í samtali við Vísi að það hafi verið mjög stórt skref að opna sig um heimilisofbeldið á samfélagsmiðlum. Hún sé enn að glíma við vandann og sé því að taka stóran séns.Tók son sinn úr hefðbundnu skólakerfi og ákvað að kenna honum heimaFjögurra barna móðir í Mosfellsbæ sem tók son sinn úr hefðbundnu skólakerfi og ákvað að kenna honum í heimakennslu segir það gamla hugmyndafræði að börn sitji í skólastofu allan daginn. Hún vill að sveitarfélögum verði gert að greiða foreldrum fyrir heimakennslu.„Þetta er náttúrulega bara frjálst fall“„Þetta breytir manni, en þetta líka styrkir mann,“ segir Benedikt Þór Guðmundsson. Pétur sonur hans tók eigið líf árið 2006, aðeins 22 ára gamall. Benedikt ræddi reynslu sína í einlægu viðtali í söfnunarþætti Píeta, Sagan þín er ekki búin, sem sýndur var á Stöð 2 og Vísi. Benedikt GuðmundssonVísir/Vilhelm„Hversu ömurlegt að ég hafi ekki getað hlustað á konuna mína og bara skilið hana?“„Til að mætast sem par þarf meira átak en bara samtal. Það er til dæmis mín einlæga og sterka skoðun að allt fólk sem ætli sér að eignast börn saman þurfi að fá faglegan stuðning í samskiptum og nánd. Það ætti bara að vera skilyrði – ég í alvöru held það,“ sagði Þorsteinn V. Einarsson í einlægu viðtali við Makamál hér á Vísi.„Við munum aldrei jafna okkur á þessum missi“Eyrún Rós Þorsteinsdóttir og Einar Ármann Sigurjónsson misstu dóttur sína Emmu Rós úr hjartagalla á síðasta ári. Hún hefur rætt opinskátt um sorgina og hvernig þau hafa unnið úr sinni sorg á samfélagsmiðlum og þau segja bæði það skipta mestu máli að ræða tilfinningarnar til þess að halda áfram með lífið. Eva Laufey Kjaran hitti þau fyrir Ísland í dag og fékk að heyra þeirra sögu.Bar enga virðingu fyrir sjálfri mér eftir nauðguninaHalldóra Mogensen starfar í dag sem þingmaður fyrir Pírata, þrátt fyrir að hafa aldrei geta séð fyrir sér að vinna á þeim vettvangi á sínum tíma. Lífshlaup hennar hefur verið erfitt á köflum en á sama tíma hálf lygilegt og hefur Halldóra upplifað ótrúlegustu hluti. Hún var í einlægu viðtali í þættinum Einkalífið hér á Vísi á árinu 2021.Halldóra Mogensen Vísir/VilhelmLangar ekki að hugsa þá hugsun til enda ef hún hefði ekki fætt á spítalaEdda Sif íþróttafrétta- og dagskrárgerðakona í Landanum var í einlægu Móðurmálsviðtali á Makamálum á Vísi á síðasta ári. Þar ræddi hún um móðurhlutverkið og einstaklega erfiða fæðingarreynslu.Þurfti að stöðva viðtal vegna umferðarlagabrots fyrir framan nefið á lögregluÞað ríkti ákveðið stjórnleysi á göngugötunni á Laugavegi á milli Klapparstígs og Frakkastígs í sumar. Eins og orðið göngugata kveður á um má ekki keyra götuna nema inn á baklóðir hjá heimilum eða með vörur á morgnana, og sömuleiðis fá fatlaðir undanþágu. Í miðju viðtali fréttastofu var framið umferðarlagabrot sem lögregla þurfti að taka hlé frá viðtalinu til að sinna. Viðtal sem vakti mikla athygli á Vísi. Segir átakanlegt að horfa daglega á persónulegar eigur hinna látnuAstrid Lelarge, íbúi sem býr á móti húsinu að Bræðraborgarstíg sem brann árið 2020, var mjög ósáttur við að tæpu ári síðar stæði húsið enn með öllu innbúi. Þrír létu lífið í brunanum og fleiri slösuðust. Hún sagði átakanlegt að horfa á persónulegar eigur hinna látnu. Í kjölfarið af viðtali hennar við fréttastofu var húsið rifið. Við dauðans dyr vegna drullunnar í JárnblendinuSaga Barða Halldórssonar er mögnuð. Hann veiktist alvarlega, var við dauðans dyr og eru veikindin rakin til óbærilegra vinnuaðstæðna hjá Járnblendinu á Grundartanga. Hann tók slaginn við stórfyrirtækið og hafði sigur. Barði HalldórssonVísir/VilhelmTrúa því að drengurinn sé faðir Elínar endurfæddurElín Kristjánsdóttir og Gísli Bachmann eignuðust son sinn í heimafæðingu, eftir að hafa farið á spítalann í sjö klukkustunda kærkomna hvíld. Foreldrarnir trúa því að Kristján Máni, sé Kristján faðir Elínar endurfæddur.„Það getur enginn séð það utan á okkur að við séum mínímalísk“Sóley Ósk Hafsteinsdóttir er tuttugu og fimm ára tveggja barna móðir sem hefur vakið athygli fyrir mínímalískan lífsstíl. Þegar Sóley greindist með heilaæxli fyrir einu og hálfu ári síðan varð hún meðvitaðri um það hvernig hún ráðstafar tíma sínum. Helgarviðtal sem vakti mikla athygli á Lífinu.Segir að minnst sex núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn hafi verið sakaðir um ofbeldiÞórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem varð fyrir ofbeldi af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu, sagði í viðtali að minnst sex núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn í fótbolta hafi verið sakaðir um ofbeldi. Hún kallaði eftir afsögn KSÍ, sem átti eftir að hafa miklar afleiðingar í för með sér og kom af stað mikilvægri umræðu í samfélaginu. Lýsa alvarlegri vanrækslu og kvölum móður sinnar sem lést eftir mistök á HSSMóðir okkar hefði ekki þurft að deyja, segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu. Þær sögðu sögu sína í einlægu viðtali í Fréttaauka Stöðvar 2. Viðtalið vakti mikla athygli á Vísi.Eva og Borghildur Hauksdætur.Vísir/Egill„Ég hugsa að ég muni aldrei gleyma hljóðunum í börnunum“Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl. Hún fékk nafnið Kolfinna Ögn. Þau gagnrýndu heilbrigðiskerfið harðlega fyrir viðbrögðin eftir að þeim var tilkynnt að barnið þeirra hefði dáið í móðurkviði. Viðtal í hlaðvarpinu Kviknar á Vísi sem vakti hörð viðbrögð.Hélt að hann myndi aldrei eignast kærustuArnar Kjartansson en hann þjáist af húðsjúkdómi sem kallast hreisturhúð. Hann sagði einstaka sögu sína í aðdáunarverðu viðtali við Frosta Logason í þættinum Ísland í dag. Arnar er 27 ára sölumaður sem fæddist í Hafnarfirðinum en fluttist ungur í Grafarvoginn þar sem hann ólst upp og gekk alla sína grunnskólagöngu. Arnar er lífsglaður og jákvæður ungur maður en hann fæddist með afar erfiðan húðsjúkdóm sem hefur valdið því að hann hefur reglulega orðið fyrir aðkasti vegna útlits síns.„Að sjálfsögðu kláraði ég bjórinn“Fréttaljósmynd ársins er lýsing sem hefur verið höfð um mynd þar sem Jón Stefánsson, sjálfur meira að segja fyrrverandi ljósmyndari, situr hinn rólegasti og klárar sinn Gull af krana fyrir utan Bláu könnuna á Akureyri á meðan hamfaraástand ríkir í kringum hann. Fimm gistu fangaklefa eftir meiri háttar átök á staðnum sem lauk með því að einn mannanna féll í gegnum og braut framrúðu staðarins, með afleiðingum að vöðvinn hékk út. Í eftirminnilegu viðtali á Vísi sagði hann einfaldlega: „Að sjálfsögðu kláraði ég bjórinn.“ Fréttir ársins 2021 Tengdar fréttir Frægir fjölguðu sér árið 2021 Það er ávallt mikið gleðiefni þegar börn koma í heiminn. Lífið hefur greint reglulega frá því þegar þekktir einstaklingar eignast börn. Hér að neðan má sjá yfirferð yfir nokkur kríli sem komu í heiminn á árinu 2021 og Vísir greindi frá. 26. desember 2021 16:06 Frægir fundu ástina árið 2021 Á hverju ári greinir Vísir ávallt frá nýjum pörum og þá sérstaklega kemur að þekktum Íslendingum. 23. desember 2021 20:00 Brúðkaup ársins: Pörin sem giftu sig í miðjum heimsfaraldri Það var óvenjulítið um stór brúðkaup á árinu vegna heimsfaraldursins. Það voru þó nokkur heppin pör sem náðu að láta pússa sig saman. 22. desember 2021 13:31 Spurningar ársins: Kaupmálar, kynþörf, sambönd og skvört Hvernig hefur ástarlíf landans verið á tímum skjálfandi jörðu, streymandi kviku og heimsfaraldurs? 31. desember 2021 10:01 Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
Hér fyrir neðan má finna nokkur af þeim viðtölum sem vöktu mikla athygli á Vísi árinu. „Ef þið farið að rífast, þá sel ég“ „Mamma sagði strax að við ættum að halda áfram og reka fyrirtækið í minningu pabba. En hún sagði líka við okkur: Ef þið farið að rífast, þá sel ég,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir um það þegar systkinin tóku við rekstri Kjörís í kjölfar þess að faðir þeirra, Hafsteinn Kristinsson, var bráðkvaddur. Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrðum við söguna á bakvið fjölskyldufyrirtækið Kjörís í Hveragerði. Þetta var bara aftaka Þóranna Helga Gunnarsdóttir, ekkja Armando Beqirai, telur yfirvöld hafa brugðist. Í mögnuðu viðtali í þættinum Kompás ræddi Þóranna Helga um morðið á eiginmanni sínum sem átti sér stað við heimili þeirra í Rauðagerði. Þóranna Helga GunnarsdóttirVísir/Vilhelm „Pabbi og mamma, viljið þið segja í kvöld að ég sé ekki vitlaus eða heimskur“ „Nánast allan áttunda og níunda bekk var honum varla heilsað af félögunum, það var eins og hann væri bara ekki á staðnum. Hann var hunsaður, hann var ekki til.“ Svona lýsir Hannes Sigurbjörn Jónsson formaður Körfuknattleikssambands Íslands einelti sem sonur hans Jón Gautur varð fyrir í grunnskóla. Hannes sagði í samtali við fréttastofu að nauðsynlegt sé að ræða þessi mál opinskátt og hvetur hann þá sem orðið hafa fyrir einelti, og treysta sér til, að segja sína sögu. „Áður en ég veit af eru tveir menn standandi fyrir aftan mig og grípa í mig“ Edda Kristín Bergþórsdóttir var átján ára þegar hún fór í útskriftarferð með vinum sínum til Krítar. Ferð sem rataði í fréttir vegna hrikalegra atburða. Tveir karlmenn brutu gróflega á Eddu og voru nýlega dæmdir í fangelsi fyrir. Edda Kristín, sem í dag er 21 árs, sagði sögu sína í Íslandi í dag. „Ég las fyrir hana dómareifanir fyrir svefninn“ Arna Björg Jónasdóttir, lögfræðingur, hefur nýlokið laganámi sínu eftir ellefu ára vegferð. Hún fjallaði um nálgunarbann og brottvísun af heimili í meistararitgerð sinni eftir að hafa upplifað ofbeldi í nánu sambandi á eigin skinni. Með óaðfinnanlega hnýtta þverslaufu á Kvíabryggju Vinjettuhöfundurinn Ármann Reynisson á að baki einstakt lífshlaup. Í þessu höfundatali segir hann meðal annars af dvölinni á Kvíabryggju en þar var hann eins og hvítur hrafn. Þá kemur hann inn á þá útskúfun sem hann telur sig hafa mátt sæta af hálfu þeirra sem tilheyra menningarelítunni. Ármann ReynissonVísir/Vilhelm Röddin mín: Naktir miðaldra karlmenn í fjáröflun Í helgarviðtali Atvinnulífsins heyrðum við sögu Friðriks Más Þorsteinssonar sem árið 2019 greindist með taugahrörnunarsjúkdóminn MSA, eða Parkison plús. Friðrik á og rekur einn af fimm stærstu vinnustöðum Grimsby í Bretlandi: fisksölufyrirtækið Northcoast Seafoods Ltd. Hannes segir Sjálfstæðisflokkinn ekki góðan en hinir séu bara svo miklu verri Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor hefur sent frá sér mikinn doðrant, Twenty-Four Conservative-Liberal Thinkers, rituð á ensku en það er New Direction-forlagið sem gefur bókina út. Hannes var í miklu stuði í höfundatali Vísis. Martröðin á barnaheimilinu á Hjalteyri Kynferðislegt, líkamlegt og andlegt ofbeldi tíðkaðist árum saman gagnvart börnum sem dvöldu hjá hjónum sem ráku barnaheimili á Hjalteyri í Hörgársveit á áttunda áratug síðustu aldar. Fólk sem þar var sem börn hefur ítrekað, án árangurs, reynt að ná eyrum yfirvalda til að fá heimilið rannsakað. Sláandi viðtöl Berghildar Erlu Bernharðsdóttur við einstaklinga sem dvöldu á Hjalteyri vöktu verðskuldaða athygli. Þau Jón Hlífar Guðfinnusson, Valgerður Jóhannesdóttir og Steinar Immanúel Sörensson lýsa hræðilegri vist sinni og annarra barna á barnaheimilinu á Hjalteyri á áttunda áratug síðustu aldar. Þar kemur kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum við sögu.Vísir/Arnar Berst fyrir málefnum barna aðeins tólf ára gamall Vilhjálmur Hauksson er tólf ára drengur með sterka réttlætiskennd. Hann situr í ráðgjafahópi Umboðsmanns barna þar sem hann berst fyrir málefnum fatlaðra barna. Sjálfur er hann með hreyfihömlunina CP ásamt því að vera greindur með Asperger. Vilhjálmur sagði sögu sína í einstöku viðtali í þættinum Spjallið með Góðvild hér á Vísi. Ég er móðir og já, ég er líka þessi klámstjarna Parið Kara og Viktor kynntust á OnlyFans í fyrra og urðu þau fljótt ástfangin. Nú vinna þau saman að síðu Köru á OnlyFans sem heitir LoveTwisted og eru stórtæk í framleiðslu á kynferðislegu efni. Viðtal á Makamálum á Vísi sem vakti mikla athygli. Kara og ViktorVísir/Vilhelm „Þetta er búið að vera stórkostlegt líf“Ég hef fengið mörg tækifæri til þess að gefast upp og það hafa komið fram margar raddir sem segja mér að hætta þessu, segir Guðmundur Felix Grétarsson, sem fékk fyrstur manna grædda á sig tvo handleggi fyrr á árinu. Í gær var tilkynnt að hann væri maður ársins að mati hlustenda Reykjavík síðdegis á Bylgjunni og lesenda Vísis. Sunna Karen Sigþórsdóttir fréttamaður ræddi við Guðmund Felix í desember. Greindist með omíkron innan við mánuði eftir fyrra smit Covid-tengd viðtöl vöktu töluverða athygli á árinu. Lesendur virtust mjög áhugasamir um reynslusögur smitaðra af þessari veiru. Kolfinna Frigg Sigurðardóttir, fullbólusett íslensk kona, greindist tvisvar með kórónuveiruna á einum mánuði. Hún sagði nokkurn mun á einkennum og veit ekki hvernig hún smitaðist. Kolfinna var í viðtali við fréttastofu á meðan hún var í seinni einangruninni. Kominn tími til að við tölum um óþægilegu hlutina Eva Mattadóttir var ein þeirra fjölmörgu kvenna sem stigu fram á samfélagsmiðlum og sögðu frá eigin reynslu af kynferðisofbeldi og þolendaskömm, eftir umræðuna sem myndaðist í kjölfar máls Sölva Tryggvasonar. Hún var í helgarviðtali á Vísi sem skapaði mikla umræðu. Eva Mattadóttir.Vísir/Vilhelm Væri mögulega ekki á lífi hefði nágranninn ekki komið heim í tæka tíð Saga Ýr Nazari býr í kjallaraíbúð á Týsgötu í Reykjavík. Hún slapp naumlega eftir að eldur kom upp í íbúð hennar segir magnað að hún sé á lífi. Hún var sofandi þegar nágranni hennar kom óvænt heim og varð eldsins var. Dularfulli skiltalistamaðurinn er Sigurjón Sighvatsson Sigurjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi steig fram sem sjálfstæður listamaður eftir áratugi „bak við tjöldin“ sem framleiðandi. Jakob Bjarnar tók viðtal við Sigurjón sem vakti mikla athygli á Menningunni á Vísi. „Hvers vegna að vakna á Íslandi ef þú getur vaknað í Napolí?“Hæstaréttarlögmaðurinn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson segist vera allt múlígt maður á lögfræðiskrifstofunni sinni en segir vinnutímann oftast stjórnast af öðrum en honum sjálfum. Vilhjálmur dvelur langdvölum í Napólí á Ítalíu og segir að sá sem ekki elskar þá borg eigi hreinlega eftir að læra að elska lífið eða hefur farið of oft til Tenerife. Rakel Sveinsdóttir ræddi við lögmanninn í viðtali fyrir Viðskiptin hér á Vísi.Mótorhjólið er aðalfarartæki Vilhjálms Vilhjálmssonar hæstaréttarlögmanns frá apríl til október.Vísir/Vilhelm„Sagði oft að andlitið á mér væri fallegt en líkaminn minn ekki“Myndband af fitusmánun á 21 árs íslenskri stúlku í Kaupmannahöfn vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum á síðasta ári. María Rós Magnúsdóttir ákvað að birta myndbandið af atvikinu til þess að vekja fólk til umhugsunar um fitufordóma. Hún sagði sögu sína í helgarviðtali á Lífinu.„Persónulega þoldi ég ekki sjálfa mig“Jólaviðtal í tveimur hlutum um ævi og störf Guðbjargar Óskar Friðriksdóttur sem fór í gegnum hæðir og lægðir fyrirtækjarekstri og fleira áður en hún bjó til þerapíuna Lærðu að elska sjálfan þig.Skipuleggur sig út frá því sem skiptir mestu máliPersónulíf söngkonunnar Jóhönnu Guðrúnar var mikið til umfjöllunar á síðasra ári. Jóhanna Guðrún var í einlægu helgarviðtali á Lífinu og sagði þar að það hafi verið mjög erfitt að sjá óvænt frétt í fjölmiðli um að hún ætti von á barni.„Ef það er eitthvað sem ég hef lært, því miður, að í þessum geira sem ég er í þá verður maður svolítið bara að kyngja því að maður á sér ekkert „privacy“. Þetta var samt alveg pínu áfall fyrir mig, að þetta skyldi vera tilkynnt án þess að einhver reyndi einu sinni að hafa samband við mig. Ég var ekki einu sinni búin að segja dóttur minni þetta.“„Það á ekki að ríkja þöggun í kringum ofbeldi“Jóhanna Helga Jensdóttir, önnur tveggja kvenna sem Kolbeinn Sigþórsson veittist að á skemmtistað í Reykjavík og hefur hingað til ekki tjáð sig, ákvað að stíga fram eftir yfirlýsingu landsliðsmannsins. Hún segist hafa verið með áverka eftir árasina og telur hann hafa rofið sátt sem náðist um málið.Jóhanna Helga JensdóttirVísir/VilhelmLýsir hrottalegu ofbeldi og umsáturseinelti á AkureyriHelena Dögg Hilmarsdóttir móðir á Akureyri lýsir heimilisofbeldi og í framhaldi umsáturseinelti sem hún hafi orðið fyrir undanfarin ár. Hún lýsir lífsreynslunni sem ógeðslegri og ber starfsfólkinu í Bjarmahlíð á Akureyri afar vel söguna sem hafi reynst henni afar vel á erfiðum tímum. Helena sagði í samtali við Vísi að það hafi verið mjög stórt skref að opna sig um heimilisofbeldið á samfélagsmiðlum. Hún sé enn að glíma við vandann og sé því að taka stóran séns.Tók son sinn úr hefðbundnu skólakerfi og ákvað að kenna honum heimaFjögurra barna móðir í Mosfellsbæ sem tók son sinn úr hefðbundnu skólakerfi og ákvað að kenna honum í heimakennslu segir það gamla hugmyndafræði að börn sitji í skólastofu allan daginn. Hún vill að sveitarfélögum verði gert að greiða foreldrum fyrir heimakennslu.„Þetta er náttúrulega bara frjálst fall“„Þetta breytir manni, en þetta líka styrkir mann,“ segir Benedikt Þór Guðmundsson. Pétur sonur hans tók eigið líf árið 2006, aðeins 22 ára gamall. Benedikt ræddi reynslu sína í einlægu viðtali í söfnunarþætti Píeta, Sagan þín er ekki búin, sem sýndur var á Stöð 2 og Vísi. Benedikt GuðmundssonVísir/Vilhelm„Hversu ömurlegt að ég hafi ekki getað hlustað á konuna mína og bara skilið hana?“„Til að mætast sem par þarf meira átak en bara samtal. Það er til dæmis mín einlæga og sterka skoðun að allt fólk sem ætli sér að eignast börn saman þurfi að fá faglegan stuðning í samskiptum og nánd. Það ætti bara að vera skilyrði – ég í alvöru held það,“ sagði Þorsteinn V. Einarsson í einlægu viðtali við Makamál hér á Vísi.„Við munum aldrei jafna okkur á þessum missi“Eyrún Rós Þorsteinsdóttir og Einar Ármann Sigurjónsson misstu dóttur sína Emmu Rós úr hjartagalla á síðasta ári. Hún hefur rætt opinskátt um sorgina og hvernig þau hafa unnið úr sinni sorg á samfélagsmiðlum og þau segja bæði það skipta mestu máli að ræða tilfinningarnar til þess að halda áfram með lífið. Eva Laufey Kjaran hitti þau fyrir Ísland í dag og fékk að heyra þeirra sögu.Bar enga virðingu fyrir sjálfri mér eftir nauðguninaHalldóra Mogensen starfar í dag sem þingmaður fyrir Pírata, þrátt fyrir að hafa aldrei geta séð fyrir sér að vinna á þeim vettvangi á sínum tíma. Lífshlaup hennar hefur verið erfitt á köflum en á sama tíma hálf lygilegt og hefur Halldóra upplifað ótrúlegustu hluti. Hún var í einlægu viðtali í þættinum Einkalífið hér á Vísi á árinu 2021.Halldóra Mogensen Vísir/VilhelmLangar ekki að hugsa þá hugsun til enda ef hún hefði ekki fætt á spítalaEdda Sif íþróttafrétta- og dagskrárgerðakona í Landanum var í einlægu Móðurmálsviðtali á Makamálum á Vísi á síðasta ári. Þar ræddi hún um móðurhlutverkið og einstaklega erfiða fæðingarreynslu.Þurfti að stöðva viðtal vegna umferðarlagabrots fyrir framan nefið á lögregluÞað ríkti ákveðið stjórnleysi á göngugötunni á Laugavegi á milli Klapparstígs og Frakkastígs í sumar. Eins og orðið göngugata kveður á um má ekki keyra götuna nema inn á baklóðir hjá heimilum eða með vörur á morgnana, og sömuleiðis fá fatlaðir undanþágu. Í miðju viðtali fréttastofu var framið umferðarlagabrot sem lögregla þurfti að taka hlé frá viðtalinu til að sinna. Viðtal sem vakti mikla athygli á Vísi. Segir átakanlegt að horfa daglega á persónulegar eigur hinna látnuAstrid Lelarge, íbúi sem býr á móti húsinu að Bræðraborgarstíg sem brann árið 2020, var mjög ósáttur við að tæpu ári síðar stæði húsið enn með öllu innbúi. Þrír létu lífið í brunanum og fleiri slösuðust. Hún sagði átakanlegt að horfa á persónulegar eigur hinna látnu. Í kjölfarið af viðtali hennar við fréttastofu var húsið rifið. Við dauðans dyr vegna drullunnar í JárnblendinuSaga Barða Halldórssonar er mögnuð. Hann veiktist alvarlega, var við dauðans dyr og eru veikindin rakin til óbærilegra vinnuaðstæðna hjá Járnblendinu á Grundartanga. Hann tók slaginn við stórfyrirtækið og hafði sigur. Barði HalldórssonVísir/VilhelmTrúa því að drengurinn sé faðir Elínar endurfæddurElín Kristjánsdóttir og Gísli Bachmann eignuðust son sinn í heimafæðingu, eftir að hafa farið á spítalann í sjö klukkustunda kærkomna hvíld. Foreldrarnir trúa því að Kristján Máni, sé Kristján faðir Elínar endurfæddur.„Það getur enginn séð það utan á okkur að við séum mínímalísk“Sóley Ósk Hafsteinsdóttir er tuttugu og fimm ára tveggja barna móðir sem hefur vakið athygli fyrir mínímalískan lífsstíl. Þegar Sóley greindist með heilaæxli fyrir einu og hálfu ári síðan varð hún meðvitaðri um það hvernig hún ráðstafar tíma sínum. Helgarviðtal sem vakti mikla athygli á Lífinu.Segir að minnst sex núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn hafi verið sakaðir um ofbeldiÞórhildur Gyða Arnarsdóttir, sem varð fyrir ofbeldi af hálfu landsliðsmanns í knattspyrnu, sagði í viðtali að minnst sex núverandi eða fyrrverandi landsliðsmenn í fótbolta hafi verið sakaðir um ofbeldi. Hún kallaði eftir afsögn KSÍ, sem átti eftir að hafa miklar afleiðingar í för með sér og kom af stað mikilvægri umræðu í samfélaginu. Lýsa alvarlegri vanrækslu og kvölum móður sinnar sem lést eftir mistök á HSSMóðir okkar hefði ekki þurft að deyja, segja dætur konu sem lést í umsjá læknis sem grunaður er um röð mistaka í störfum sínum. Þær segja móður þeirra hafa þurft að þola hræðilegar kvalir, meðal annars vegna sýkinga sem hafi verið illa meðhöndlaðar. Læknirinn er grunaður um að hafa sett konuna í lífslokameðferð að óþörfu. Þær sögðu sögu sína í einlægu viðtali í Fréttaauka Stöðvar 2. Viðtalið vakti mikla athygli á Vísi.Eva og Borghildur Hauksdætur.Vísir/Egill„Ég hugsa að ég muni aldrei gleyma hljóðunum í börnunum“Sigríður Jónsdóttir og Magnús Kjartan Eyjólfsson eignuðust andvana stúlku þriðjudaginn 27. apríl. Hún fékk nafnið Kolfinna Ögn. Þau gagnrýndu heilbrigðiskerfið harðlega fyrir viðbrögðin eftir að þeim var tilkynnt að barnið þeirra hefði dáið í móðurkviði. Viðtal í hlaðvarpinu Kviknar á Vísi sem vakti hörð viðbrögð.Hélt að hann myndi aldrei eignast kærustuArnar Kjartansson en hann þjáist af húðsjúkdómi sem kallast hreisturhúð. Hann sagði einstaka sögu sína í aðdáunarverðu viðtali við Frosta Logason í þættinum Ísland í dag. Arnar er 27 ára sölumaður sem fæddist í Hafnarfirðinum en fluttist ungur í Grafarvoginn þar sem hann ólst upp og gekk alla sína grunnskólagöngu. Arnar er lífsglaður og jákvæður ungur maður en hann fæddist með afar erfiðan húðsjúkdóm sem hefur valdið því að hann hefur reglulega orðið fyrir aðkasti vegna útlits síns.„Að sjálfsögðu kláraði ég bjórinn“Fréttaljósmynd ársins er lýsing sem hefur verið höfð um mynd þar sem Jón Stefánsson, sjálfur meira að segja fyrrverandi ljósmyndari, situr hinn rólegasti og klárar sinn Gull af krana fyrir utan Bláu könnuna á Akureyri á meðan hamfaraástand ríkir í kringum hann. Fimm gistu fangaklefa eftir meiri háttar átök á staðnum sem lauk með því að einn mannanna féll í gegnum og braut framrúðu staðarins, með afleiðingum að vöðvinn hékk út. Í eftirminnilegu viðtali á Vísi sagði hann einfaldlega: „Að sjálfsögðu kláraði ég bjórinn.“
Fréttir ársins 2021 Tengdar fréttir Frægir fjölguðu sér árið 2021 Það er ávallt mikið gleðiefni þegar börn koma í heiminn. Lífið hefur greint reglulega frá því þegar þekktir einstaklingar eignast börn. Hér að neðan má sjá yfirferð yfir nokkur kríli sem komu í heiminn á árinu 2021 og Vísir greindi frá. 26. desember 2021 16:06 Frægir fundu ástina árið 2021 Á hverju ári greinir Vísir ávallt frá nýjum pörum og þá sérstaklega kemur að þekktum Íslendingum. 23. desember 2021 20:00 Brúðkaup ársins: Pörin sem giftu sig í miðjum heimsfaraldri Það var óvenjulítið um stór brúðkaup á árinu vegna heimsfaraldursins. Það voru þó nokkur heppin pör sem náðu að láta pússa sig saman. 22. desember 2021 13:31 Spurningar ársins: Kaupmálar, kynþörf, sambönd og skvört Hvernig hefur ástarlíf landans verið á tímum skjálfandi jörðu, streymandi kviku og heimsfaraldurs? 31. desember 2021 10:01 Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
Frægir fjölguðu sér árið 2021 Það er ávallt mikið gleðiefni þegar börn koma í heiminn. Lífið hefur greint reglulega frá því þegar þekktir einstaklingar eignast börn. Hér að neðan má sjá yfirferð yfir nokkur kríli sem komu í heiminn á árinu 2021 og Vísir greindi frá. 26. desember 2021 16:06
Frægir fundu ástina árið 2021 Á hverju ári greinir Vísir ávallt frá nýjum pörum og þá sérstaklega kemur að þekktum Íslendingum. 23. desember 2021 20:00
Brúðkaup ársins: Pörin sem giftu sig í miðjum heimsfaraldri Það var óvenjulítið um stór brúðkaup á árinu vegna heimsfaraldursins. Það voru þó nokkur heppin pör sem náðu að láta pússa sig saman. 22. desember 2021 13:31
Spurningar ársins: Kaupmálar, kynþörf, sambönd og skvört Hvernig hefur ástarlíf landans verið á tímum skjálfandi jörðu, streymandi kviku og heimsfaraldurs? 31. desember 2021 10:01