Áfram í varðhaldi eftir að hafa gengið í gildru lögreglu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. janúar 2022 11:08 Lögregla lagði gildru fyrir parið. Vísir/Vilhelm Kona sem er annar helmingur pars sem gekk í gildu lögreglu eftir að hafa verið grunað um stórfellt fíkniefnabrot mun sitja áfram í gæsluvarðhaldi fram í næsta mánuð. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis, eftir að konan kærði úrskurð héraðsdóms til Landsréttar. Parið hefur verið ákært fyrir að hafa flutt inn fjögur kíló af kókaíni hingað til lands með flutningaskipinu Mistral, í eigu Smyril Line, í október á síðasta ári. Fíkniefnin fundust vandlega falin í gólfi bifreiðar við tollskoðun hér á landi. Lögregla greip til þess ráðs að skipta út kókaíninu fyrir gerviefni. Tveimur dögum eftir tollskoðun bílsins sótti parið bílinn á tollsvæði Smyril Line í Þorlákshöfn og óku bílnum að heimili sínu í Reykjavík, en parið er búsett hér á landi. Lögreglan fylgdist grannt með parinu en maðurinn sótti gerviefnin sem falin voru í bílnum degi eftir komu þeirra til Reykjavíkur. Maðurinn var umsvifalaust handtekinn af lögreglu og konan var handtekin á heimili sínu skömmu síðar. Neita bæði sök Í úrskurði Landsréttar kemur fram að í skýrslutökum vegna málsins sagðist konan kannast við meintan innflutning á efnunum, maðurinn neitaði hins vegar að tjá sig um hin meintu brot. Við þingfestingu málsins neituðu þau bæði sök. Í greinargerð lögreglu segir að konan liggi undir sterkum grun um stórfelld fíkniefnalagabrot sem þyki mjög alvarleg og geti varðað allt að tólf ára fangelsi. Landsréttur staðfesti sem fyrr segir úrskurð héraðsdóms og þarf konan að sæta gæsluvarðhaldi til 8. febrúar næstkomandi. Dómsmál Lögreglumál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Stórfellt fíkniefnasmygl með Smyril Line: Fjórum kílóum af kókaíni skipt út fyrir gerviefni Karl og kona á þrítugs- og fertugsaldri hafa verið ákærð fyrir að hafa flutt inn fjögur kíló af kókaíni hingað til lands með flutningaskipinu Mistral, í eigu Smyril Line, í október á síðasta ári. Fíkniefnin fundust vandlega falin í gólfi bifreiðar við tollskoðun hér á landi. 8. janúar 2022 09:04 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar sem staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis, eftir að konan kærði úrskurð héraðsdóms til Landsréttar. Parið hefur verið ákært fyrir að hafa flutt inn fjögur kíló af kókaíni hingað til lands með flutningaskipinu Mistral, í eigu Smyril Line, í október á síðasta ári. Fíkniefnin fundust vandlega falin í gólfi bifreiðar við tollskoðun hér á landi. Lögregla greip til þess ráðs að skipta út kókaíninu fyrir gerviefni. Tveimur dögum eftir tollskoðun bílsins sótti parið bílinn á tollsvæði Smyril Line í Þorlákshöfn og óku bílnum að heimili sínu í Reykjavík, en parið er búsett hér á landi. Lögreglan fylgdist grannt með parinu en maðurinn sótti gerviefnin sem falin voru í bílnum degi eftir komu þeirra til Reykjavíkur. Maðurinn var umsvifalaust handtekinn af lögreglu og konan var handtekin á heimili sínu skömmu síðar. Neita bæði sök Í úrskurði Landsréttar kemur fram að í skýrslutökum vegna málsins sagðist konan kannast við meintan innflutning á efnunum, maðurinn neitaði hins vegar að tjá sig um hin meintu brot. Við þingfestingu málsins neituðu þau bæði sök. Í greinargerð lögreglu segir að konan liggi undir sterkum grun um stórfelld fíkniefnalagabrot sem þyki mjög alvarleg og geti varðað allt að tólf ára fangelsi. Landsréttur staðfesti sem fyrr segir úrskurð héraðsdóms og þarf konan að sæta gæsluvarðhaldi til 8. febrúar næstkomandi.
Dómsmál Lögreglumál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Stórfellt fíkniefnasmygl með Smyril Line: Fjórum kílóum af kókaíni skipt út fyrir gerviefni Karl og kona á þrítugs- og fertugsaldri hafa verið ákærð fyrir að hafa flutt inn fjögur kíló af kókaíni hingað til lands með flutningaskipinu Mistral, í eigu Smyril Line, í október á síðasta ári. Fíkniefnin fundust vandlega falin í gólfi bifreiðar við tollskoðun hér á landi. 8. janúar 2022 09:04 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Sjá meira
Stórfellt fíkniefnasmygl með Smyril Line: Fjórum kílóum af kókaíni skipt út fyrir gerviefni Karl og kona á þrítugs- og fertugsaldri hafa verið ákærð fyrir að hafa flutt inn fjögur kíló af kókaíni hingað til lands með flutningaskipinu Mistral, í eigu Smyril Line, í október á síðasta ári. Fíkniefnin fundust vandlega falin í gólfi bifreiðar við tollskoðun hér á landi. 8. janúar 2022 09:04