Sýningin „Sjáðu mig!“ opnar í dag Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 5. febrúar 2022 09:01 Myndlistamaðurinn Unnar Ari í litapallettu sem svipar til listaverka hans. Aðsend/Unnar Ari Myndlistamaðurinn Unnar Ari Baldvinsson opnar sýninguna Sjáðu mig! í Gallery Port , Laugarvegi 32, í dag klukkan 15:00. Unnar er fæddur árið 1989 og útskrifaðist frá Florence University of Arts á Ítalíu árið 2013. Í gegnum verk sýningarinnar skoðar Unnar vörður og verndara öryggis á almannafæri, í náttúrunni eða út á sjó. Þessi listamaður notast gjarnan við náttúrulega liti í verkum sínum ásamt appelsínugulum lit, sem sker sig úr. Blaðamaður heyrði í Unnari og fékk að heyra nánar frá sýningunni og hans hugarheimi. Appelsínuguli liturinn í verkum Unnars Ara fangar athygli.Aðsend/Unnar Ari Ævintýri af sjónum „Innblásturinn held ég að komi frá mörgum stöðum í einu. Til dæmis frá því þegar ég var krakki, þá fannst mér spennandi að hlusta á afa segja sögur af því þegar hann var sjómaður, að berjast við hákarla og eitthvað algjört rugl,“ segir Unnar en himinn, neon og haf eru ríkjandi þemu á þessari sýningu. „Svo eru minningar frá því að maður var á ströndinni sem barn, þá sögðu mamma og pabbi að baujurnar eða belgirnir, sem afmarka hvar er öruggt að synda, væru í rauninni eins og hlið út í sjó. Fyrir aftan þessa línu byrjar hættulegur sjórinn. Sem maður tengdi við ævintýra sögurnar hans afa.“ View this post on Instagram A post shared by Unnar Ari Baldvinsson (@unnar.ari.baldvinsson) Unnar segist hafa verið mjög trúgjarnt barn og því auðveld að fara á flug í hugmyndum út frá ævintýralegum sögum. Hann hefur lengi velt því fyrir sér hvað þessi afmörkun eða lína þýði, sem á ekki bara við um sjóinn þar sem þetta er notað út um allt. Þaðan kemur appelsínuguli liturinn í listsköpun hans. „Til dæmis umferðakeilur, vindtúður baujur og belgir, oftast líka appelsínugult!“ Unnar Ari stillir upp verkum fyrir sýningu sína í Gallery Port.Aðsend/Unnar Ari/Gallery Port Að brjóta upp afmörkunina Á sýningunni er Unnar til dæmis með seríu sem samanstendur af tuttugu málverkum sem er raðað upp í tvær línur. Fjórar myndir í senn mynda hring í miðjunni sem verður að einhvers konar bauju, neti eða línu en eftir opnun og á meðan að sýningunni stendur gefst gestum tækifæri á að snúa einni mynd í aðra átt. „Þá geta gestir sýningarinnar brotið upp þessa afmörkun og út frá því myndast lífrænt mynstur sem breytist yfir sýninguna.“ View this post on Instagram A post shared by Unnar Ari Baldvinsson (@unnar.ari.baldvinsson) Nafn sýningarinnar kemur svo frá því sem öryggishlutir á borð við baujur, keilur og skilti eiga oftast sameiginlegt. „Þetta er hannað til þess að sjást, þannig hlutirnir kalla: Sjáðu mig!“ Myndlist Menning Tengdar fréttir Málverkin kalla fram vellíðunartilfinningu Listakonan Saga Sigurðardóttir segir listina flæða yfir allt sem hún gerir en hún er listræn í orðsins fyllstu merkingu og hefur ástríðu fyrir hinum ýmsu listmiðlum. 1. febrúar 2022 07:00 „Einhvers konar op milli hugans og raunveruleikans“ „Húsið er oft myndlíking fyrir manneskjuna eða hugann og hvað verður þá bréfalúgan í tengslum við það? 18. janúar 2022 07:01 „Listin er speglun á mínum innri talandi rafmagnaða helli“ Listin og lífið dansa saman skemmtilegan dans og sumir halda því fram að listina sé að finna allt í kringum okkur. 22. desember 2021 11:30 Vill gera listina aðgengilegri með sýningum í heimahúsum Listakonan Júlíanna Ósk Hafberg opnar listasýningu í Gallerí Heima laugardaginn 4. desember og er þetta fyrsti viðburður í áhugaverðu ferli listakonunnar. 3. desember 2021 16:31 „Að fljóta inn í það óljósa“ Listakonan Dýrfinna Benita Basalan opnar sýninguna Temprun í Gallerí Þulu á morgun, laugardaginn 5. febrúar. 4. febrúar 2022 11:30 Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Unnar er fæddur árið 1989 og útskrifaðist frá Florence University of Arts á Ítalíu árið 2013. Í gegnum verk sýningarinnar skoðar Unnar vörður og verndara öryggis á almannafæri, í náttúrunni eða út á sjó. Þessi listamaður notast gjarnan við náttúrulega liti í verkum sínum ásamt appelsínugulum lit, sem sker sig úr. Blaðamaður heyrði í Unnari og fékk að heyra nánar frá sýningunni og hans hugarheimi. Appelsínuguli liturinn í verkum Unnars Ara fangar athygli.Aðsend/Unnar Ari Ævintýri af sjónum „Innblásturinn held ég að komi frá mörgum stöðum í einu. Til dæmis frá því þegar ég var krakki, þá fannst mér spennandi að hlusta á afa segja sögur af því þegar hann var sjómaður, að berjast við hákarla og eitthvað algjört rugl,“ segir Unnar en himinn, neon og haf eru ríkjandi þemu á þessari sýningu. „Svo eru minningar frá því að maður var á ströndinni sem barn, þá sögðu mamma og pabbi að baujurnar eða belgirnir, sem afmarka hvar er öruggt að synda, væru í rauninni eins og hlið út í sjó. Fyrir aftan þessa línu byrjar hættulegur sjórinn. Sem maður tengdi við ævintýra sögurnar hans afa.“ View this post on Instagram A post shared by Unnar Ari Baldvinsson (@unnar.ari.baldvinsson) Unnar segist hafa verið mjög trúgjarnt barn og því auðveld að fara á flug í hugmyndum út frá ævintýralegum sögum. Hann hefur lengi velt því fyrir sér hvað þessi afmörkun eða lína þýði, sem á ekki bara við um sjóinn þar sem þetta er notað út um allt. Þaðan kemur appelsínuguli liturinn í listsköpun hans. „Til dæmis umferðakeilur, vindtúður baujur og belgir, oftast líka appelsínugult!“ Unnar Ari stillir upp verkum fyrir sýningu sína í Gallery Port.Aðsend/Unnar Ari/Gallery Port Að brjóta upp afmörkunina Á sýningunni er Unnar til dæmis með seríu sem samanstendur af tuttugu málverkum sem er raðað upp í tvær línur. Fjórar myndir í senn mynda hring í miðjunni sem verður að einhvers konar bauju, neti eða línu en eftir opnun og á meðan að sýningunni stendur gefst gestum tækifæri á að snúa einni mynd í aðra átt. „Þá geta gestir sýningarinnar brotið upp þessa afmörkun og út frá því myndast lífrænt mynstur sem breytist yfir sýninguna.“ View this post on Instagram A post shared by Unnar Ari Baldvinsson (@unnar.ari.baldvinsson) Nafn sýningarinnar kemur svo frá því sem öryggishlutir á borð við baujur, keilur og skilti eiga oftast sameiginlegt. „Þetta er hannað til þess að sjást, þannig hlutirnir kalla: Sjáðu mig!“
Myndlist Menning Tengdar fréttir Málverkin kalla fram vellíðunartilfinningu Listakonan Saga Sigurðardóttir segir listina flæða yfir allt sem hún gerir en hún er listræn í orðsins fyllstu merkingu og hefur ástríðu fyrir hinum ýmsu listmiðlum. 1. febrúar 2022 07:00 „Einhvers konar op milli hugans og raunveruleikans“ „Húsið er oft myndlíking fyrir manneskjuna eða hugann og hvað verður þá bréfalúgan í tengslum við það? 18. janúar 2022 07:01 „Listin er speglun á mínum innri talandi rafmagnaða helli“ Listin og lífið dansa saman skemmtilegan dans og sumir halda því fram að listina sé að finna allt í kringum okkur. 22. desember 2021 11:30 Vill gera listina aðgengilegri með sýningum í heimahúsum Listakonan Júlíanna Ósk Hafberg opnar listasýningu í Gallerí Heima laugardaginn 4. desember og er þetta fyrsti viðburður í áhugaverðu ferli listakonunnar. 3. desember 2021 16:31 „Að fljóta inn í það óljósa“ Listakonan Dýrfinna Benita Basalan opnar sýninguna Temprun í Gallerí Þulu á morgun, laugardaginn 5. febrúar. 4. febrúar 2022 11:30 Mest lesið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Sjá meira
Málverkin kalla fram vellíðunartilfinningu Listakonan Saga Sigurðardóttir segir listina flæða yfir allt sem hún gerir en hún er listræn í orðsins fyllstu merkingu og hefur ástríðu fyrir hinum ýmsu listmiðlum. 1. febrúar 2022 07:00
„Einhvers konar op milli hugans og raunveruleikans“ „Húsið er oft myndlíking fyrir manneskjuna eða hugann og hvað verður þá bréfalúgan í tengslum við það? 18. janúar 2022 07:01
„Listin er speglun á mínum innri talandi rafmagnaða helli“ Listin og lífið dansa saman skemmtilegan dans og sumir halda því fram að listina sé að finna allt í kringum okkur. 22. desember 2021 11:30
Vill gera listina aðgengilegri með sýningum í heimahúsum Listakonan Júlíanna Ósk Hafberg opnar listasýningu í Gallerí Heima laugardaginn 4. desember og er þetta fyrsti viðburður í áhugaverðu ferli listakonunnar. 3. desember 2021 16:31
„Að fljóta inn í það óljósa“ Listakonan Dýrfinna Benita Basalan opnar sýninguna Temprun í Gallerí Þulu á morgun, laugardaginn 5. febrúar. 4. febrúar 2022 11:30