Nova vill styðja manninn sem vildi ekki birtast nakinn á skjám landsmanna Jakob Bjarnar skrifar 11. mars 2022 14:28 Skjáskot úr auglýsingu Nova, Allir úr en auglýsingin vakti mikla athygli á sínum tíma. Hins vegar varð misskilningur einhvers staðar á leiðinni, einn maður birtist berstrípaður gegn vilja sínum. Hann hefur nú stefnt þeim sem stóðu að gerð auglýsingarinnar. skjáskot Fjarskiptafyrirtækið Nova hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna fréttar Vísis um mann sem hefur stefnt þeim sem stóðu að gerð auglýsingar fyrir fyrirtækið en þar birtist hann nakinn gegn vilja sínum. Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur maður nokkur stefnt þeim sem stóðu að gerð auglýsingar fyrir Nova. En þar birtist hann, gegn vilja sínum, nakinn. Vísir reyndi í morgun að ná tali af Margréti Tryggvadóttur skemmtanastjóra Nova vegna málsins en blaðamaður og hún fórust á mis. En hún hefur nú sent frá sér yfirlýsing vegna málsins. Vert er að taka fram að Nova er ekki stefnt í málinu sem um ræðir. „Nova þykir afar leitt að þátttaka manns, sem ráðinn var til að koma fram í auglýsingu fyrir „Allir úr“-herferðina, hafi valdið honum vanlíðan í kjölfarið. Nova hefur lagt sig fram um að leggja andlegu heilbrigði lið og þegar upplýsingar bárust um málið þá voru gerðar ráðstafanir til að stöðva frekari birtingar á auglýsingunni þar sem maðurinn kom fyrir,“ segir í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingu Nova kemur fram að þegar vanlíðan mannsins lá fyrir hafi verið gert allt til að stöðva birtingar þeirra auglýsinga hvar manninum bregður fyrir.Foto: Hanna Andrésdóttir Þar er þess jafnframt getið að við undirbúning auglýsingarinnar var sérstaklega óskað eftir fólki sem væri tilbúið að koma nakið fram: „Var tilgangur herferðarinnar að hluta að vekja athygli á mikilvægi líkamsvirðingar.“ Hvar misskilningurinn lá liggur hins vegar ekki fyrir. En Nova segist vilja styðja viðkomandi með ráðum og dáð: „Nova hyggst leita leiða til að koma til móts við manninn og styðja hann, hvort sem það er með greiðslu fyrir sálfræðiþjónustu eða öðrum hætti,“ segir að lokum í yfirlýsingunni sem Margrét ritar undir fyrir hönd fyrirtækisins. Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Eins og Vísir greindi frá fyrr í dag hefur maður nokkur stefnt þeim sem stóðu að gerð auglýsingar fyrir Nova. En þar birtist hann, gegn vilja sínum, nakinn. Vísir reyndi í morgun að ná tali af Margréti Tryggvadóttur skemmtanastjóra Nova vegna málsins en blaðamaður og hún fórust á mis. En hún hefur nú sent frá sér yfirlýsing vegna málsins. Vert er að taka fram að Nova er ekki stefnt í málinu sem um ræðir. „Nova þykir afar leitt að þátttaka manns, sem ráðinn var til að koma fram í auglýsingu fyrir „Allir úr“-herferðina, hafi valdið honum vanlíðan í kjölfarið. Nova hefur lagt sig fram um að leggja andlegu heilbrigði lið og þegar upplýsingar bárust um málið þá voru gerðar ráðstafanir til að stöðva frekari birtingar á auglýsingunni þar sem maðurinn kom fyrir,“ segir í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingu Nova kemur fram að þegar vanlíðan mannsins lá fyrir hafi verið gert allt til að stöðva birtingar þeirra auglýsinga hvar manninum bregður fyrir.Foto: Hanna Andrésdóttir Þar er þess jafnframt getið að við undirbúning auglýsingarinnar var sérstaklega óskað eftir fólki sem væri tilbúið að koma nakið fram: „Var tilgangur herferðarinnar að hluta að vekja athygli á mikilvægi líkamsvirðingar.“ Hvar misskilningurinn lá liggur hins vegar ekki fyrir. En Nova segist vilja styðja viðkomandi með ráðum og dáð: „Nova hyggst leita leiða til að koma til móts við manninn og styðja hann, hvort sem það er með greiðslu fyrir sálfræðiþjónustu eða öðrum hætti,“ segir að lokum í yfirlýsingunni sem Margrét ritar undir fyrir hönd fyrirtækisins.
Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira