Fær bætur eftir að hafa slasast við fall úr gölluðum hárgreiðslustól Atli Ísleifsson skrifar 2. maí 2022 09:51 Slysið varð árið 2017 þegar konan var að hagræða sér í stólnum og armurinn brotnaði. Getty Héraðsdómur Reykjavíkur hefur viðurkennt bótaskyldu úr frjálsri ábyrgðartryggingu hárgreiðslustofu eftir að viðskiptavinur stofunnar slasaðist eftir að hafa fallið úr stól á stofunni og á gólfið. Slysið bar að með þeim hætti að viðskiptavininum var boðið sæti í hárgreiðslustól sem gaf sig þannig að hann féll í gólfið. Sagðist viðskiptavinurinn, kona, hafa ætlað að hagræða sér í stólnum á meðan hún studdi sig við arma hans en annar armurinn hefði þá brotnað skyndilega undan stólnum með fyrrgreindum afleiðingum. Konan leitaði til heilsugæslunnar eftir slysið en hún var þá hölt og mjög slæm í hálsi, baki og öxl eftir fallið. Var henni vísað í sjúkraþjálfun en losnaði þó ekki við verkina. Upplýsti ekki hver gerði við stólinn Ekki var deilt um málsatvik heldur einskorðaðist ágreiningurinn við um hvort um hafi verið að ræða óhapp sem enginn bæri ábyrgð á eða hvort hárgreiðslustofan bæri ábyrgð á slysinu með þeim hætti að viðurkennd yrði bótaskylda vegna slyssins úr frjálsri ábyrgðartryggingu sem stofan er með hjá tryggingafélaginu Sjóvá. Eftir slysið var ákveðið að ráðast í lagfæringar á gölluðum stólnum, en stefnandi taldi nauðsynlegt að viðgerðarmaðurinn gæfi skýrslu fyrir dómi til að hægt væri að varpa betur ljósi á hvað hafi valdið slysinu. Eigandi hárgreiðslustofunnar vildi þó ekki upplýsa hver hafi gert við stólinn þar sem hann taldi það ekki skipta máli. Viðurkennd bótaskylda Í dómnum segir að ekki verið framhjá því litið að athafnaleysi stefnda og skortur á að veita umbeðnar upplýsingar af hálfu vátryggingartaka hafi verið til þess fallið að koma í veg fyrir að stefnandi gæti tryggt sér frekari sönnun í málinu. „Af þessu verður stefndi að bera halla og verður því lagt til grundvallar að vátryggingartaki beri sakarábyrgð á því að hársnyrtistóll sá sem um ræðir hafi brotnað við þá eðlilegu notkun að stefnandi settist í hann til að þiggja þjónustu vátryggingartaka. Verður því viðurkennd bótaskylda stefnda vegna líkamstjóns stefnanda sem af því hlaust,“ segir í dómnum. Stefnandi naut gjafsóknar en stefnandi er gert að standa straum af málskostnaði, 1.350 þúsund krónur. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Slysið bar að með þeim hætti að viðskiptavininum var boðið sæti í hárgreiðslustól sem gaf sig þannig að hann féll í gólfið. Sagðist viðskiptavinurinn, kona, hafa ætlað að hagræða sér í stólnum á meðan hún studdi sig við arma hans en annar armurinn hefði þá brotnað skyndilega undan stólnum með fyrrgreindum afleiðingum. Konan leitaði til heilsugæslunnar eftir slysið en hún var þá hölt og mjög slæm í hálsi, baki og öxl eftir fallið. Var henni vísað í sjúkraþjálfun en losnaði þó ekki við verkina. Upplýsti ekki hver gerði við stólinn Ekki var deilt um málsatvik heldur einskorðaðist ágreiningurinn við um hvort um hafi verið að ræða óhapp sem enginn bæri ábyrgð á eða hvort hárgreiðslustofan bæri ábyrgð á slysinu með þeim hætti að viðurkennd yrði bótaskylda vegna slyssins úr frjálsri ábyrgðartryggingu sem stofan er með hjá tryggingafélaginu Sjóvá. Eftir slysið var ákveðið að ráðast í lagfæringar á gölluðum stólnum, en stefnandi taldi nauðsynlegt að viðgerðarmaðurinn gæfi skýrslu fyrir dómi til að hægt væri að varpa betur ljósi á hvað hafi valdið slysinu. Eigandi hárgreiðslustofunnar vildi þó ekki upplýsa hver hafi gert við stólinn þar sem hann taldi það ekki skipta máli. Viðurkennd bótaskylda Í dómnum segir að ekki verið framhjá því litið að athafnaleysi stefnda og skortur á að veita umbeðnar upplýsingar af hálfu vátryggingartaka hafi verið til þess fallið að koma í veg fyrir að stefnandi gæti tryggt sér frekari sönnun í málinu. „Af þessu verður stefndi að bera halla og verður því lagt til grundvallar að vátryggingartaki beri sakarábyrgð á því að hársnyrtistóll sá sem um ræðir hafi brotnað við þá eðlilegu notkun að stefnandi settist í hann til að þiggja þjónustu vátryggingartaka. Verður því viðurkennd bótaskylda stefnda vegna líkamstjóns stefnanda sem af því hlaust,“ segir í dómnum. Stefnandi naut gjafsóknar en stefnandi er gert að standa straum af málskostnaði, 1.350 þúsund krónur.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira