Kærir Landlækni fyrir lygar og telur þær valda útilokun frá störfum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. maí 2022 19:01 Ingunn Björnsdóttir dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla segir Landslæknisembættið hafa borið ósannindi á sig í bréfi til velferðarráðuneytis nú heilbrigðisráðuneytis. Hún berst fyrir að fá það leiðrétt en málið hafi m.a. valdið því að hún hafi verið útilokuð frá störfum. Vísir Lyfjafræðingur sem starfaði tímabundið hjá Landlækni hefur kært embættið til heilbrigðisráðuneytisins fyrir að ljúga til um störf sín. Lyfjafræðingurinn sem benti á alvarlegar villur í lyfjagagnagrunni Landlæknis var sagður hafa rofið þagnarskyldu embættisins. Það var árið 2016 sem Ingunn Björnsdóttir dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla hélt fyrirlestur í velferðarráðuneytinu nú heilbrigðisráðuneyti eftir að hún og nemandi hennar höfðu komist að alvarlegum villum í lyfjagagnagrunni Landlæknis árið 2011. „Breyta sem að þau voru að nota til að fylgjast með lyfjanotkun sjúklinga til að fylgjast með lyfjaávísinum lækna var rangt skráð fyrir 30% af norrænu vörunúmerunum. Þetta var um þriðjungur af skráðum lyfjapakkningum hér á landi,“ segir Ingunn. Nú sé búið að laga þetta en Ingunn benti í fyrirlestrinum á þrjú andlát sem höfðu verið til umfjöllunar í fjölmiðlum þar sem möguleg tengsl voru milli lyfjaávísana og andláta. Líklega hefði verið hægt að sjá of miklar lyfjaávísanir fyrir hefði gagnagrunnurinn verið í lagi. Daginn eftir sendi svo stjórnandi hjá Landlæknisembættinu bréf til velferðarráðuneytisins nú heilbrigðisráðuneytisins þar sem kemur fram að Ingunn hafi á kynningunni rætt um einstaklinga sem voru til skoðunar hjá embættinu vegna lyfjaávísana þegar hún var þar starfsmaður. Þá kom fram að það væri fullkomlega óeðlilegt að starfsmaður fjallaði bæði um þessi mál en væri einnig að ræða við aðstandendur þeirra. Þá kom fram að það væri vandséð hvaða erindi þessi mál ættu í umræðu um gæði lyfjagagnagrunns. Fréttastofa hefur afrit af bréfinu undir höndum. Ingunn segir þetta ósatt hún hafi ekki verið starfsmaður embættisins á þeim tíma sem málin voru til umfjöllunar hjá Landlækni. „Þetta er ósatt. Þetta voru óheppileg viðbrögð við því að átta sig á því að þarna höfðu átt sér stað mistök í lyfjagagnagrunninum sem hlutu að skrifast á embættið,“ segir hún. Hún hefur síðan 2017, án árangurs reynt að fá þetta leiðrétt hjá Landlækni. „Ég vil fyrst og fremst fá fram að menn taki þessi gæðamál alvarlega og bregðist ekki við því þegar þeir átta sig á að mistök hafi átt sér stað, með því að skjóta sendiboðann,“ segir hún. Ingunn kærði svo Landslæknisembættið til heilbrigðisráðuneytisins fyrir lygar í síðustu viku og óskaði eftir því að þetta yrði leiðrétt. Telur málið hafa valdið útilokun Hún telur jafnframt að málið hafi orðið til þess að hún hafi verið útilokuð frá störfum í heilbrigðisráðuneytinu til dæmis á grundvelli lélegrar tungumálakunnáttu í norrænum málum og ensku sem hún segir fjarstæðukennt. Hún hafi kennt á dönsku og kenni á norsku og hafi skrifað ógrynni efnis þá á meðal fræðiritgerðir á ensku. Þá hafi í umsögnum um hana verið vísað í málið sem hún berst nú fyrir að fá leiðrétt. „Ég hefði sjálf ekki ráðið manneskju sem hefði gert það sem sagt var að ég hefði gert,“ segir Ingunn að lokum. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Villandi upplýsingar í lyfjagagnagrunni Landlæknis Ingunn Björnsdóttir dósent í félagslyfjafræði við Háskólann í Osló segir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins sé meingallaður og gefi rangar upplýsingar um lyfjanotkun, sem geti stefnt lífi sjúklinga í hættu. Þrátt fyrir að vitað hafi verið um gallann í mörg ár hafi ekki verið brugðist við honum og því megi einnig draga í efa fullyrðingar um að Íslendingar eigi heims- og Norðurlandamet í notkun ýmissa lyfja. 2. maí 2017 18:45 Eigum ennþá met í notkun ADHD-lyfja og neyslan vex Íslendingar eiga ennþá Norðurlandametið í notkun á ADHD-lyfjum. Átta þúsund manns fá á ári hverju ávísað lyfjum eins og rítalíni og concerta. Skýrar vísbendingar eru um misnotkun þessara lyfja og þau eru vinsæl hjá sprautufíklum. Íslendingar eiga líka met í ávísunum á amfetamín. 5. nóvember 2016 21:08 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Það var árið 2016 sem Ingunn Björnsdóttir dósent í lyfjafræði við Oslóarháskóla hélt fyrirlestur í velferðarráðuneytinu nú heilbrigðisráðuneyti eftir að hún og nemandi hennar höfðu komist að alvarlegum villum í lyfjagagnagrunni Landlæknis árið 2011. „Breyta sem að þau voru að nota til að fylgjast með lyfjanotkun sjúklinga til að fylgjast með lyfjaávísinum lækna var rangt skráð fyrir 30% af norrænu vörunúmerunum. Þetta var um þriðjungur af skráðum lyfjapakkningum hér á landi,“ segir Ingunn. Nú sé búið að laga þetta en Ingunn benti í fyrirlestrinum á þrjú andlát sem höfðu verið til umfjöllunar í fjölmiðlum þar sem möguleg tengsl voru milli lyfjaávísana og andláta. Líklega hefði verið hægt að sjá of miklar lyfjaávísanir fyrir hefði gagnagrunnurinn verið í lagi. Daginn eftir sendi svo stjórnandi hjá Landlæknisembættinu bréf til velferðarráðuneytisins nú heilbrigðisráðuneytisins þar sem kemur fram að Ingunn hafi á kynningunni rætt um einstaklinga sem voru til skoðunar hjá embættinu vegna lyfjaávísana þegar hún var þar starfsmaður. Þá kom fram að það væri fullkomlega óeðlilegt að starfsmaður fjallaði bæði um þessi mál en væri einnig að ræða við aðstandendur þeirra. Þá kom fram að það væri vandséð hvaða erindi þessi mál ættu í umræðu um gæði lyfjagagnagrunns. Fréttastofa hefur afrit af bréfinu undir höndum. Ingunn segir þetta ósatt hún hafi ekki verið starfsmaður embættisins á þeim tíma sem málin voru til umfjöllunar hjá Landlækni. „Þetta er ósatt. Þetta voru óheppileg viðbrögð við því að átta sig á því að þarna höfðu átt sér stað mistök í lyfjagagnagrunninum sem hlutu að skrifast á embættið,“ segir hún. Hún hefur síðan 2017, án árangurs reynt að fá þetta leiðrétt hjá Landlækni. „Ég vil fyrst og fremst fá fram að menn taki þessi gæðamál alvarlega og bregðist ekki við því þegar þeir átta sig á að mistök hafi átt sér stað, með því að skjóta sendiboðann,“ segir hún. Ingunn kærði svo Landslæknisembættið til heilbrigðisráðuneytisins fyrir lygar í síðustu viku og óskaði eftir því að þetta yrði leiðrétt. Telur málið hafa valdið útilokun Hún telur jafnframt að málið hafi orðið til þess að hún hafi verið útilokuð frá störfum í heilbrigðisráðuneytinu til dæmis á grundvelli lélegrar tungumálakunnáttu í norrænum málum og ensku sem hún segir fjarstæðukennt. Hún hafi kennt á dönsku og kenni á norsku og hafi skrifað ógrynni efnis þá á meðal fræðiritgerðir á ensku. Þá hafi í umsögnum um hana verið vísað í málið sem hún berst nú fyrir að fá leiðrétt. „Ég hefði sjálf ekki ráðið manneskju sem hefði gert það sem sagt var að ég hefði gert,“ segir Ingunn að lokum.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Villandi upplýsingar í lyfjagagnagrunni Landlæknis Ingunn Björnsdóttir dósent í félagslyfjafræði við Háskólann í Osló segir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins sé meingallaður og gefi rangar upplýsingar um lyfjanotkun, sem geti stefnt lífi sjúklinga í hættu. Þrátt fyrir að vitað hafi verið um gallann í mörg ár hafi ekki verið brugðist við honum og því megi einnig draga í efa fullyrðingar um að Íslendingar eigi heims- og Norðurlandamet í notkun ýmissa lyfja. 2. maí 2017 18:45 Eigum ennþá met í notkun ADHD-lyfja og neyslan vex Íslendingar eiga ennþá Norðurlandametið í notkun á ADHD-lyfjum. Átta þúsund manns fá á ári hverju ávísað lyfjum eins og rítalíni og concerta. Skýrar vísbendingar eru um misnotkun þessara lyfja og þau eru vinsæl hjá sprautufíklum. Íslendingar eiga líka met í ávísunum á amfetamín. 5. nóvember 2016 21:08 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Villandi upplýsingar í lyfjagagnagrunni Landlæknis Ingunn Björnsdóttir dósent í félagslyfjafræði við Háskólann í Osló segir að lyfjagagnagrunnur Landlæknisembættisins sé meingallaður og gefi rangar upplýsingar um lyfjanotkun, sem geti stefnt lífi sjúklinga í hættu. Þrátt fyrir að vitað hafi verið um gallann í mörg ár hafi ekki verið brugðist við honum og því megi einnig draga í efa fullyrðingar um að Íslendingar eigi heims- og Norðurlandamet í notkun ýmissa lyfja. 2. maí 2017 18:45
Eigum ennþá met í notkun ADHD-lyfja og neyslan vex Íslendingar eiga ennþá Norðurlandametið í notkun á ADHD-lyfjum. Átta þúsund manns fá á ári hverju ávísað lyfjum eins og rítalíni og concerta. Skýrar vísbendingar eru um misnotkun þessara lyfja og þau eru vinsæl hjá sprautufíklum. Íslendingar eiga líka met í ávísunum á amfetamín. 5. nóvember 2016 21:08