Fær að áfrýja sex ára dómi fyrir tilraun til manndráps Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 5. maí 2022 13:56 Hæstiréttur Íslands Karlmaður sem dæmdur var í sex ára fangelsi í Landsrétti fyrir tilraun til manndráps á Hótel Borg í janúar í fyrra hefur fengið leyfi til að áfrýja málinu til Hæstaréttar. Karlmaðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi. Í ákærunni kom fram að hann hefði veist að eiginkonu sinni á hótelinu, ógnað lífi hennar og velferð með því að stappa ítrekað á hægri hlið líkama hennar. Héraðsdómur sakfelldi manninn fyrir stórfellda líkamsárás en sýknaði af ákæru fyrir tilraun til manndráps. Landsréttur var á öðru máli, sakfelldi hann fyrir tilraun til manndráps og þyngdi dóminn í sex ára fangelsi. Í dómi Landsréttar var vísað til þess að hending ein hafi ráðið því að árásin hafi ekki verið lífshættuleg, atlaga hans hafi verið ofsafengin og hún hafi falið í sér síendurtekin högg. Af þeim sökum var lagt til grundvallar að honum hafi ekki getað dulist að bani gæti hlotist af hinni ofsafengnu atlögu sem hann gerði að eiginkonu sinni. Ákæruvaldið lagðist gegn beiðninni Maðurinn óskaði eftir leyfi frá Hæstarétti til að áfrýja dómi Landsréttar. Varð rétturinn við þeirri beiðni í gær. Í málskotsbeiðni mannsins til Hæstaréttar, sem ákæruvaldið lagðist gegn, var vísað í 215. grein laga um meðferð sakamála, þar sem fram kemur meðal annars að hafi ákærði verið sýknaður af ákæruefni í héraðsdómi en sakfelldur fyrir Landsrétti skuli verða við ósk hans eða ákæruvaldsins um áfrýjunarleyfi, nema Hæstiréttur telji ljóst að áfrýjun muni ekki verða til þess að breyta dómi Landsréttar. Þá taldi maðurinn einnig að niðurstaða Landsréttar hafi verið röng, árásin hafi hvorki verið nægilega alvarleg til að heimfærð undir ákvæði laga um tilraun til mánndráps né liggi fyrir sönnun um ásetning hans til manndráps. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að telja verði að úrlausn málsins, meðal annars um heimfærslu mannsins til refsiákvæða, kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Jafnframt sé haft í huga að maðurinn var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps í Landsrétti en hafði verið sýknaður af því broti í héraði. Beiðnin var því samþykkt. Dómsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Karlmaðurinn var ákærður fyrir tilraun til manndráps og stórfellt brot í nánu sambandi. Í ákærunni kom fram að hann hefði veist að eiginkonu sinni á hótelinu, ógnað lífi hennar og velferð með því að stappa ítrekað á hægri hlið líkama hennar. Héraðsdómur sakfelldi manninn fyrir stórfellda líkamsárás en sýknaði af ákæru fyrir tilraun til manndráps. Landsréttur var á öðru máli, sakfelldi hann fyrir tilraun til manndráps og þyngdi dóminn í sex ára fangelsi. Í dómi Landsréttar var vísað til þess að hending ein hafi ráðið því að árásin hafi ekki verið lífshættuleg, atlaga hans hafi verið ofsafengin og hún hafi falið í sér síendurtekin högg. Af þeim sökum var lagt til grundvallar að honum hafi ekki getað dulist að bani gæti hlotist af hinni ofsafengnu atlögu sem hann gerði að eiginkonu sinni. Ákæruvaldið lagðist gegn beiðninni Maðurinn óskaði eftir leyfi frá Hæstarétti til að áfrýja dómi Landsréttar. Varð rétturinn við þeirri beiðni í gær. Í málskotsbeiðni mannsins til Hæstaréttar, sem ákæruvaldið lagðist gegn, var vísað í 215. grein laga um meðferð sakamála, þar sem fram kemur meðal annars að hafi ákærði verið sýknaður af ákæruefni í héraðsdómi en sakfelldur fyrir Landsrétti skuli verða við ósk hans eða ákæruvaldsins um áfrýjunarleyfi, nema Hæstiréttur telji ljóst að áfrýjun muni ekki verða til þess að breyta dómi Landsréttar. Þá taldi maðurinn einnig að niðurstaða Landsréttar hafi verið röng, árásin hafi hvorki verið nægilega alvarleg til að heimfærð undir ákvæði laga um tilraun til mánndráps né liggi fyrir sönnun um ásetning hans til manndráps. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að telja verði að úrlausn málsins, meðal annars um heimfærslu mannsins til refsiákvæða, kunni að hafa verulega almenna þýðingu. Jafnframt sé haft í huga að maðurinn var sakfelldur fyrir tilraun til manndráps í Landsrétti en hafði verið sýknaður af því broti í héraði. Beiðnin var því samþykkt.
Dómsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira