Segir starfsmenn hugsa sér til hreyfings eftir fund um útboð Árni Sæberg skrifar 20. maí 2022 15:39 Til stendur að bjóða út starfsemi Landspítala á Vífilsstöðum. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala boðaði starfsfólk öldrunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum á fund og tilkynnti þeim að stæði til að bjóða starfsemina út. Trúnaðarmaður Sameykis á vinnustaðnum segir ráðamenn ekki hafa hugsað málið til enda. Kristófer Ingi Svavarson, trúnaðarmaður Sameykis á Vífilsstöðum, segir Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, hafa tilkynnt starfsmönnunum um útboð á rekstrinum líkt og það væri orðinn hlutur. Hann segir mjög óljóst hvort eða hvenær verður af fyrirhuguðu útboði og hann efast meira að segja um að nokkur myndi vilja taka reksturinn yfir. Hann bendir á að DAS hafi tekið reksturinn yfir árið 2003 en það fyrirkomulag hafi aðeins enst í sjö ár og Landspítalinn aftur tekið við Vífilsstöðum. „Þeir réðu ekkert við þetta, þetta var allt of dýrt. Þar að auki þurfa þeir að sýna fram á einhvern ágóða ef þetta er einkarekið. Ég veit ekki til hvers að vera að einkareka öðruvísi,“ segir Kristófer. Efast um loforð um engar uppsagnir Guðlaug Rakel tjáði starfsmönnum á Vífilsstöðum að engum yrði sagt upp störfum ef verður af fyrirhugaðri einkavæðingu spítalans. Kristófer veltir því fyrir sér hvort aðrar deildir Landspítala geti tekið við öllum fjörutíu starfsmönnunum eða hvort það verði bara til bráðabirgða og fólki sagt upp síðar. Þá segir hann því hafa verið velt upp að útboðið yrði háð því skilyrði að engum yrði sagt upp. Það telur hann ekki líklega lausn á vandanum. „Það má segja það að fólk er í viðbragðsstöðu, reiðubúið til að stökkva. Nú eru allir að hugsa sér til hreyfings,“ segir Kristófer. Segir starfsemina vera kjarnastarfsemi Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, sagði í samtali við Vísi í gær að rekstur spítalans á Vífilsstöðum flokkaðist ekki undir kjarnastarfsemi Landspítalans. Því hafi verið þreifingar um að finna annan rekstraraðila. „Ég hef talað fyrir því að við viljum færa einhver verkefni frá spítalanum vegna þess að ég held að það sé öllum ljóst af almennum fréttaflutningi sem stöðugt er af spítalanum að við erum með óhófleg verkefni sem við ráðum illa við með þeim mannafla sem við höfum. Það kemur niður á okkar aðstöðu til að sinna bráðveikum og slösuðum á bráðamóttökunni sem er yfirfull af því að við höfum ekki legurými,“ segir Runólfur í samtali við fréttastofu. Þetta getur Kristófer ekki tekið undir. „Þeir eru að reyna að fóðra það þannig að þetta sé ekki kjarnarekstur, að þetta sé ekki hluti af kjarna Landspítalans. En þarna er fólk með virkni- og færnismat, gamalt fólk sem er lagt inn á spítalann vegna þess að það er með ýmsa öldrunarsjúkdóma auk annarra sjúkdóma sem koma með háum aldri og eru það veikir einstaklingar að þeir geta ekki farið heim,“ segir hann. Hann segir öldrunardeild á Vífilsstöðum ekki síður mikilvægan hluta af starfsemi Landspítalans en líknardeild, meðferðardeild eða bráðadeild. Þá veltir Kristófer sér því fyrir sér hvernig kjarnastarfsemi Landspítala sé skilgreind í lögum og hvort það standist lög að stjórnendur Landspítalans og ráðamenn geti ákveðið upp á eigin spýtur hvaða starfsemi má útvista til einkaaðila. Heilbrigðismál Landspítalinn Garðabær Tengdar fréttir Skoða að bjóða starfsemina á Vífilsstöðum út til einkarekstrar Til greina kemur að bjóða starfsemi öldrunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum út til einkarekstrar. Runólfur Pálsson, forstjóri spítalans, segir reksturinn ekki talinn hluta af kjarnastarfsemi spítalans og því hafi verið þreifingar um að finna annan rekstraraðila. 19. maí 2022 14:59 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Kristófer Ingi Svavarson, trúnaðarmaður Sameykis á Vífilsstöðum, segir Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, hafa tilkynnt starfsmönnunum um útboð á rekstrinum líkt og það væri orðinn hlutur. Hann segir mjög óljóst hvort eða hvenær verður af fyrirhuguðu útboði og hann efast meira að segja um að nokkur myndi vilja taka reksturinn yfir. Hann bendir á að DAS hafi tekið reksturinn yfir árið 2003 en það fyrirkomulag hafi aðeins enst í sjö ár og Landspítalinn aftur tekið við Vífilsstöðum. „Þeir réðu ekkert við þetta, þetta var allt of dýrt. Þar að auki þurfa þeir að sýna fram á einhvern ágóða ef þetta er einkarekið. Ég veit ekki til hvers að vera að einkareka öðruvísi,“ segir Kristófer. Efast um loforð um engar uppsagnir Guðlaug Rakel tjáði starfsmönnum á Vífilsstöðum að engum yrði sagt upp störfum ef verður af fyrirhugaðri einkavæðingu spítalans. Kristófer veltir því fyrir sér hvort aðrar deildir Landspítala geti tekið við öllum fjörutíu starfsmönnunum eða hvort það verði bara til bráðabirgða og fólki sagt upp síðar. Þá segir hann því hafa verið velt upp að útboðið yrði háð því skilyrði að engum yrði sagt upp. Það telur hann ekki líklega lausn á vandanum. „Það má segja það að fólk er í viðbragðsstöðu, reiðubúið til að stökkva. Nú eru allir að hugsa sér til hreyfings,“ segir Kristófer. Segir starfsemina vera kjarnastarfsemi Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítalans, sagði í samtali við Vísi í gær að rekstur spítalans á Vífilsstöðum flokkaðist ekki undir kjarnastarfsemi Landspítalans. Því hafi verið þreifingar um að finna annan rekstraraðila. „Ég hef talað fyrir því að við viljum færa einhver verkefni frá spítalanum vegna þess að ég held að það sé öllum ljóst af almennum fréttaflutningi sem stöðugt er af spítalanum að við erum með óhófleg verkefni sem við ráðum illa við með þeim mannafla sem við höfum. Það kemur niður á okkar aðstöðu til að sinna bráðveikum og slösuðum á bráðamóttökunni sem er yfirfull af því að við höfum ekki legurými,“ segir Runólfur í samtali við fréttastofu. Þetta getur Kristófer ekki tekið undir. „Þeir eru að reyna að fóðra það þannig að þetta sé ekki kjarnarekstur, að þetta sé ekki hluti af kjarna Landspítalans. En þarna er fólk með virkni- og færnismat, gamalt fólk sem er lagt inn á spítalann vegna þess að það er með ýmsa öldrunarsjúkdóma auk annarra sjúkdóma sem koma með háum aldri og eru það veikir einstaklingar að þeir geta ekki farið heim,“ segir hann. Hann segir öldrunardeild á Vífilsstöðum ekki síður mikilvægan hluta af starfsemi Landspítalans en líknardeild, meðferðardeild eða bráðadeild. Þá veltir Kristófer sér því fyrir sér hvernig kjarnastarfsemi Landspítala sé skilgreind í lögum og hvort það standist lög að stjórnendur Landspítalans og ráðamenn geti ákveðið upp á eigin spýtur hvaða starfsemi má útvista til einkaaðila.
Heilbrigðismál Landspítalinn Garðabær Tengdar fréttir Skoða að bjóða starfsemina á Vífilsstöðum út til einkarekstrar Til greina kemur að bjóða starfsemi öldrunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum út til einkarekstrar. Runólfur Pálsson, forstjóri spítalans, segir reksturinn ekki talinn hluta af kjarnastarfsemi spítalans og því hafi verið þreifingar um að finna annan rekstraraðila. 19. maí 2022 14:59 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Sjá meira
Skoða að bjóða starfsemina á Vífilsstöðum út til einkarekstrar Til greina kemur að bjóða starfsemi öldrunardeildar Landspítalans á Vífilsstöðum út til einkarekstrar. Runólfur Pálsson, forstjóri spítalans, segir reksturinn ekki talinn hluta af kjarnastarfsemi spítalans og því hafi verið þreifingar um að finna annan rekstraraðila. 19. maí 2022 14:59