Leikhús fáránleikans: Sá um leikgreiningu Man United frá Moskvu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. maí 2022 07:00 Ralf Rangnick (lengst til hægri) ásamt aðstoðarmönnum sínum Ewan Sharp og Chris Armas. Visionhaus/Getty Images Það hefur margt undarlegt gengið á hjá enska fótboltafélaginu Manchester United á undanförnum árum. Eftir að Ralf Rangnick tók tímabundið við sem þjálfari áður en hann myndi færa sig um set og verða ráðgjafi fóru hlutirnir einfaldlega úr böndunum. Það gekk lítið sem ekkert upp hjá Manchester United á nýafstaðinni leiktíð. Síðasta sumar gerði stuðningsfólk félagsins sér vonir um að það myndi berjast á toppi töflunnar. Ole Gunnar Solskjær, þáverandi þjálfari, hafði fengið Raphael Varane, Jadon Sancho og Cristiano Ronaldo. Ralf Rangnick á hliðarlínunni er Man United tapaði 4-0 gegn Brighton & Hove Albion.Manchester United Sú von fauk fljótlega út um gluggann og Solskjær fékk sparkið fyrir áramót. Stuttu síðar var Ralf Rangnick ráðinn til sögunnar. Eftir það urðu hlutirnir enn undarlegri. Hann var ráðinn sem þjálfari út tímabilið en á meðan ætluðu forráðamenn félagsins að leita að nýjum manni í brúnna. Þegar sá kæmi yrði Rangnick ráðgjafi hans. Þá urðu gríðarlegar breytingar á þjálfaraliði félagsins þar sem margir af samstarfsmönnum Solskjær hurfu á braut. Rangnick þurfti því að ráða nýtt fólk. Það var ekki um auðugan garð að gresja og ekki margir til í að mæta vitandi að þeir myndu mögulega aðeins endast fram á sumar. Á endanum fékk Rangnick nýtt teymi inn með sér, þar á meðal maður að nafni Lars Kornetka. Sá steig aldrei fæti inn á Old Trafford og raunar ekki inn í Manchester-borg þar sem hann var búsettur í Moskvu. Darren Fletcher, Rangnick og Armas með heyrnatólin frægu.Martin Rickett/Getty Images Kornetka hafði áður starfað með Rangnick og sá um að leikgreina leiki Man United liðsins frá Moskvu. Til að koma upplýsingum áleiðis talaði hann við aðstoðarþjálfarann Ewan Sharp sem kom skilaboðunum á áfram til Chris Armas en þeir voru tengdir í gegnum fjarskiptabúnað á meðan leikjum stóð. Leikhús Draumanna eins og Old Trafford var stundum kallað var í raun orðið að leikhúsi fáránleikans. Darren Fletcher, tæknilegur ráðgjafi liðsins – svipað hlutverk og Rangnick á að sinna á komandi leiktíð – var ávallt á hliðarlínunni líkt og hann væri þjálfari. Enginn virtist vita hver ætti að sinna hverju, innan vallar sem utan. #MUFC received in-game tactical advice this season from Lars Kornetka, Ralf Rangnick s former assistant based in Moscow.He helped dissect play by talking to assistant Ewan Sharp, who was hooked up to coach Chris Armas via Apple AirPods. @lauriewhitwell— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 22, 2022 Til að toppa þetta allt var Manchester United, eitt stærsta íþróttafélag heims, með mann í Moskvu að senda skilaboð á bekk Man Utd á meðan leik stóð. Miðað við frammistöður liðsins undanfarnar vikur og mánuði mætti halda að hann hafi verið að horfa á kolvitlausa leiki. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Nýr aðstoðarmaður Ten Hag aðstoðaði Sir Alex Ferguson í þrennunni frægu Manchester United staðfesti í dag hverjir munu aðstoða nýja knattspyrnustjóra félagsins en Hollendingurinn Erik ten Hag er nú tekinn við liðinu. 23. maí 2022 10:31 Manchester United aflýsir lokahófi sínu Manchester United hefur aflýst árlegu lokahófi sínu þar sem leikmenn eru heiðraðir samkvæmt heimildum ESPN. 22. maí 2022 11:00 Ten Hag vill halda Ronaldo hjá Man Utd Erik ten Hag, nýráðinn þjálfari Manchester United, vill halda portúgalska framherjanum Cristiano Ronaldo í röðum félagsins. 16. maí 2022 17:16 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Það gekk lítið sem ekkert upp hjá Manchester United á nýafstaðinni leiktíð. Síðasta sumar gerði stuðningsfólk félagsins sér vonir um að það myndi berjast á toppi töflunnar. Ole Gunnar Solskjær, þáverandi þjálfari, hafði fengið Raphael Varane, Jadon Sancho og Cristiano Ronaldo. Ralf Rangnick á hliðarlínunni er Man United tapaði 4-0 gegn Brighton & Hove Albion.Manchester United Sú von fauk fljótlega út um gluggann og Solskjær fékk sparkið fyrir áramót. Stuttu síðar var Ralf Rangnick ráðinn til sögunnar. Eftir það urðu hlutirnir enn undarlegri. Hann var ráðinn sem þjálfari út tímabilið en á meðan ætluðu forráðamenn félagsins að leita að nýjum manni í brúnna. Þegar sá kæmi yrði Rangnick ráðgjafi hans. Þá urðu gríðarlegar breytingar á þjálfaraliði félagsins þar sem margir af samstarfsmönnum Solskjær hurfu á braut. Rangnick þurfti því að ráða nýtt fólk. Það var ekki um auðugan garð að gresja og ekki margir til í að mæta vitandi að þeir myndu mögulega aðeins endast fram á sumar. Á endanum fékk Rangnick nýtt teymi inn með sér, þar á meðal maður að nafni Lars Kornetka. Sá steig aldrei fæti inn á Old Trafford og raunar ekki inn í Manchester-borg þar sem hann var búsettur í Moskvu. Darren Fletcher, Rangnick og Armas með heyrnatólin frægu.Martin Rickett/Getty Images Kornetka hafði áður starfað með Rangnick og sá um að leikgreina leiki Man United liðsins frá Moskvu. Til að koma upplýsingum áleiðis talaði hann við aðstoðarþjálfarann Ewan Sharp sem kom skilaboðunum á áfram til Chris Armas en þeir voru tengdir í gegnum fjarskiptabúnað á meðan leikjum stóð. Leikhús Draumanna eins og Old Trafford var stundum kallað var í raun orðið að leikhúsi fáránleikans. Darren Fletcher, tæknilegur ráðgjafi liðsins – svipað hlutverk og Rangnick á að sinna á komandi leiktíð – var ávallt á hliðarlínunni líkt og hann væri þjálfari. Enginn virtist vita hver ætti að sinna hverju, innan vallar sem utan. #MUFC received in-game tactical advice this season from Lars Kornetka, Ralf Rangnick s former assistant based in Moscow.He helped dissect play by talking to assistant Ewan Sharp, who was hooked up to coach Chris Armas via Apple AirPods. @lauriewhitwell— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 22, 2022 Til að toppa þetta allt var Manchester United, eitt stærsta íþróttafélag heims, með mann í Moskvu að senda skilaboð á bekk Man Utd á meðan leik stóð. Miðað við frammistöður liðsins undanfarnar vikur og mánuði mætti halda að hann hafi verið að horfa á kolvitlausa leiki.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Nýr aðstoðarmaður Ten Hag aðstoðaði Sir Alex Ferguson í þrennunni frægu Manchester United staðfesti í dag hverjir munu aðstoða nýja knattspyrnustjóra félagsins en Hollendingurinn Erik ten Hag er nú tekinn við liðinu. 23. maí 2022 10:31 Manchester United aflýsir lokahófi sínu Manchester United hefur aflýst árlegu lokahófi sínu þar sem leikmenn eru heiðraðir samkvæmt heimildum ESPN. 22. maí 2022 11:00 Ten Hag vill halda Ronaldo hjá Man Utd Erik ten Hag, nýráðinn þjálfari Manchester United, vill halda portúgalska framherjanum Cristiano Ronaldo í röðum félagsins. 16. maí 2022 17:16 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Nýr aðstoðarmaður Ten Hag aðstoðaði Sir Alex Ferguson í þrennunni frægu Manchester United staðfesti í dag hverjir munu aðstoða nýja knattspyrnustjóra félagsins en Hollendingurinn Erik ten Hag er nú tekinn við liðinu. 23. maí 2022 10:31
Manchester United aflýsir lokahófi sínu Manchester United hefur aflýst árlegu lokahófi sínu þar sem leikmenn eru heiðraðir samkvæmt heimildum ESPN. 22. maí 2022 11:00
Ten Hag vill halda Ronaldo hjá Man Utd Erik ten Hag, nýráðinn þjálfari Manchester United, vill halda portúgalska framherjanum Cristiano Ronaldo í röðum félagsins. 16. maí 2022 17:16