Dómur staðfestur í Bræðraborgarstígsmálinu Smári Jökull Jónsson skrifar 10. júní 2022 18:38 Landsréttur hefur staðfest dóm yfir Marek Moszczynski vegna íkveikjunnar á Bræðraborgarstíg í júní fyrir tæpum tveimur árum. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur staðfest dóm yfir Marek Moszczynski vegna íkveikjunnar á Bræðraborgarstíg í júní fyrir tæpum tveimur árum síðan þar sem þrír létust. Dómurinn felur í sér að hann muni sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun. Dómurinn féll í Landsrétti í dag en ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar í september í fyrra. Kröfur ákæruvaldsins voru að dómurinn yrði staðfestur en hinn ákærði, Marek Mozczynski fór fram á sýknu en til vara að honum yrði hvorki gerð refsing né gert að sæta öryggisvistun. Tveir létust í brunanum sjálfum þann 25.júní fyrir tæpum tveimur árum síðan og þá lést kona af völdum höfuðáverka en hún féll niður af þriðju hæð hússins þegar hún reyndi að flýja eldinn. Í dómi Landsréttar kemur fram að Marek hafi verið ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps með því að hafa kveikt eld á gólfi í herbergi sínu á annari hæð hússins við Bræðraborgarstíg 1 og á tveimur stöðum í sameiginlegu rými á sömu hæð. Þá var Marek einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa slegið tvo lögreglumenn með gúmmímottu þar sem þeir voru við skyldustörf utandyra við rússneska sendiráðið. Í dómnum kemur ennfremur fram að Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um að sannað væri að Marek hefði framið þau brot sem ákært væri fyrir. Ákæruvaldið undi niðurstöðu héraðsdóms um að ekki skyldi refsa Marek. Í ljósi alvarleika háttsemi hans og skýrslu matsmanna fyrir dómi og framburði geðlæknis fyrir Landsrétti kom ekki til greina að öryggisgæslan sem honum hafi verið ákveðin yrði felld niður. Marek var einnig dæmdur til greiðslu miskabóta og sakarkostnaðs. Dóm Landsréttar má sjá hér. Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Reykjavík Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Dómurinn féll í Landsrétti í dag en ríkissaksóknari skaut málinu til Landsréttar í september í fyrra. Kröfur ákæruvaldsins voru að dómurinn yrði staðfestur en hinn ákærði, Marek Mozczynski fór fram á sýknu en til vara að honum yrði hvorki gerð refsing né gert að sæta öryggisvistun. Tveir létust í brunanum sjálfum þann 25.júní fyrir tæpum tveimur árum síðan og þá lést kona af völdum höfuðáverka en hún féll niður af þriðju hæð hússins þegar hún reyndi að flýja eldinn. Í dómi Landsréttar kemur fram að Marek hafi verið ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps með því að hafa kveikt eld á gólfi í herbergi sínu á annari hæð hússins við Bræðraborgarstíg 1 og á tveimur stöðum í sameiginlegu rými á sömu hæð. Þá var Marek einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa slegið tvo lögreglumenn með gúmmímottu þar sem þeir voru við skyldustörf utandyra við rússneska sendiráðið. Í dómnum kemur ennfremur fram að Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um að sannað væri að Marek hefði framið þau brot sem ákært væri fyrir. Ákæruvaldið undi niðurstöðu héraðsdóms um að ekki skyldi refsa Marek. Í ljósi alvarleika háttsemi hans og skýrslu matsmanna fyrir dómi og framburði geðlæknis fyrir Landsrétti kom ekki til greina að öryggisgæslan sem honum hafi verið ákveðin yrði felld niður. Marek var einnig dæmdur til greiðslu miskabóta og sakarkostnaðs. Dóm Landsréttar má sjá hér.
Bruni á Bræðraborgarstíg Dómsmál Reykjavík Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira