Svipta hulunni af þema Met Gala Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 30. september 2022 18:00 Met Gala. stærsti tískuviðburður ársins fer fram 1. maí næstkomandi. Þar verður hönnuðurinn Karl Lagerfeld heiðraður. Getty/ Dimitrios Kambouris/Sean Zanni/Patrick McMullan Óhætt er að segja að hinn árlegi Met Gala viðburður sé einn stærsti tískuviðburður ársins. Á hverju ári er valið sérstakt þema fyrir viðburðinn sem skærustu stjörnur heims klæða sig eftir. Það hafa því eflaust margir beðið spenntir eftir því að fá að vita hvaða þema verður fyrir valinu fyrir þennan stórviðburð á næsta ári. Skipuleggjendur Met Gala tilkynntu í dag að þemað verði Karl Lagerfeld: A Line of Beauty. Lagerfeld var listrænn stjórnandi Chanel tískurisans. Hann lést úr krabbameini fyrir þremur árum síðan, þá áttatíu og fimm ára gamall. Karl Lagerfeld var einn þekktasti hönnuður heims. Hvíta hárið og svört sólgleraugun voru hans sérkenni.Getty/Bertland Rindoff Yfir sextíu og fimm ára langur ferill Markmið þemans er að varpa ljósi á þær listrænu aðferðir og þá hátísku hugmyndafræði sem liggur að baki allri hönnun Lagerfelds. Lagerfeld starfaði sem hönnuður í meira en sextíu og fimm ár. Á ferlinum vann hann með mörgum af stærstu tískuhúsum heims, ásamt því að hanna undir sínu eigin merki. Hann gaf út sína síðustu línu árið 2019, árið sem hann lést. View this post on Instagram A post shared by KARL LAGERFELD (@karllagerfeld) Skærustu stjörnurnar í dýrustu flíkunum Viðburðurinn fer alltaf fram á fyrsta mánudegi maí mánaðar á Metropolitian safninu í New York. Þar mætast listir, menning og tíska á óaðfinnanlegan hátt og stórstjörnur heimsins ganga rauða dregilinn í einhverjum dýrustu flíkum heims. Aðeins vel valdar stórstjörnur sem fá boð á viðburðinn. Samhliða viðburðinum mun opna sýning á Metropolitian safninu þar sem um hundrað og fimmtíu flíkur hannaðar af Lagerfeld verða til sýnis. Þrátt fyrir að Met Gala viðburðurinn sjálfur sé aðeins fyrir útvalda, verður sýningin aðgengileg almenningi út júlí. Tíska og hönnun Mest lesið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
Skipuleggjendur Met Gala tilkynntu í dag að þemað verði Karl Lagerfeld: A Line of Beauty. Lagerfeld var listrænn stjórnandi Chanel tískurisans. Hann lést úr krabbameini fyrir þremur árum síðan, þá áttatíu og fimm ára gamall. Karl Lagerfeld var einn þekktasti hönnuður heims. Hvíta hárið og svört sólgleraugun voru hans sérkenni.Getty/Bertland Rindoff Yfir sextíu og fimm ára langur ferill Markmið þemans er að varpa ljósi á þær listrænu aðferðir og þá hátísku hugmyndafræði sem liggur að baki allri hönnun Lagerfelds. Lagerfeld starfaði sem hönnuður í meira en sextíu og fimm ár. Á ferlinum vann hann með mörgum af stærstu tískuhúsum heims, ásamt því að hanna undir sínu eigin merki. Hann gaf út sína síðustu línu árið 2019, árið sem hann lést. View this post on Instagram A post shared by KARL LAGERFELD (@karllagerfeld) Skærustu stjörnurnar í dýrustu flíkunum Viðburðurinn fer alltaf fram á fyrsta mánudegi maí mánaðar á Metropolitian safninu í New York. Þar mætast listir, menning og tíska á óaðfinnanlegan hátt og stórstjörnur heimsins ganga rauða dregilinn í einhverjum dýrustu flíkum heims. Aðeins vel valdar stórstjörnur sem fá boð á viðburðinn. Samhliða viðburðinum mun opna sýning á Metropolitian safninu þar sem um hundrað og fimmtíu flíkur hannaðar af Lagerfeld verða til sýnis. Þrátt fyrir að Met Gala viðburðurinn sjálfur sé aðeins fyrir útvalda, verður sýningin aðgengileg almenningi út júlí.
Tíska og hönnun Mest lesið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Lífið Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira