Veggur Alþingisgarðsins hvergi sjáanlegur á forhönnun borgarinnar Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 21. október 2022 12:06 Hér má sjá hluta af forhönnun borgarinnar á svæðinu. Reykjavíkurborg Myndir af nýrri forhönnun af göngugötuskipulagi við Kirkjustræti og Templarasund í miðbæ Reykjavíkur voru birtar á miðvikudag. Útlit breytinganna er sagt gera tilraun til þess að tengja saman hið gamla og nýja. Athygli vekur að ekki er gert ráð fyrir vegg Alþingisgarðsins á myndunum, það stangast á við orð skrifstofustjóra Alþingis en hún segir til umræðu að friða garðinn. Forhönnunin, sem unnin var af Hornsteinum Arkitektum, Hildiberg Hönnunarhúsi og Verkfræðistofu Bjarna Viðarssonar er sögð leggja áherslu á að tengja saman fortíð og framtíð. Endurskipulag þetta sé gert til þess að breyta svæðinu í göngugötu en ekki verði hægt að aka um svæðið nema með leyfi Alþingis. Einnig verði göngugatan hituð til þess að tryggja megi gott aðgengi. Hér má sjá forhönnun á svæðinu, að kvöldi til. Reykjavíkurborg Hönnunin á götuflísum göngugötunnar er sögð sækja innblástur til vefnaðar og gamalla handrita. Mynstrið sé einnig einskonar virðingarvottur til kvenna sem og brautryðjenda frá árum áður. Þar að auki verði lýsing á svæðinu uppfærð svo gefa megi kennileitum á svæðinu gaum og til dæmis leggja áherslu á ákveðna hluta Alþingisbyggingarinnar. Það má því með sanni segja að stefnan sé tekin að því að tengja saman hið gamla og nýja í miðbæ Reykjavíkur. Vegna þessa er athyglisvert að sjá vegg Alþingisgarðsins fjarlægðan á myndum af forhönnun svæðisins. Hér sést yfirlitsmynd af forhönnuninni og eins og sjá má er enginn veggur við Alþingisgarðinn. Reykjavíkurborg Fréttastofa leitaði til skrifstofustjóra Alþingis, Rögnu Árnadóttur og athugaði hvort stefna væri tekin á að rífa vegginn enda virtist ekki vera gert ráð fyrir honum. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Ragna ekki standa til að rífa vegginn. „Myndirnar hljóta að vera ónákvæmar að þessu leyti því það stendur ekki til að breyta veggjum Alþingisgarðsins. Hann á sér merka sögu og mun vera elstur íslenskra garða sem varðveist hefur í upphaflegri mynd,“ skrifar Ragna. Hún segir það jafnframt vera til umræðu að friðlýsa garðinn en minjastofnun hafi lagt það til og sé það nú á borði forsætisnefndar Alþingis. Langa umfjöllun um sögu Alþingisgarðsins má sjá á Instagram síðu Alþingis. Fjallað er um tilurð og skipulag garðsins ásamt fleiru. View this post on Instagram A post shared by Alþingi (@althingi) Reykjavík Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Forhönnunin, sem unnin var af Hornsteinum Arkitektum, Hildiberg Hönnunarhúsi og Verkfræðistofu Bjarna Viðarssonar er sögð leggja áherslu á að tengja saman fortíð og framtíð. Endurskipulag þetta sé gert til þess að breyta svæðinu í göngugötu en ekki verði hægt að aka um svæðið nema með leyfi Alþingis. Einnig verði göngugatan hituð til þess að tryggja megi gott aðgengi. Hér má sjá forhönnun á svæðinu, að kvöldi til. Reykjavíkurborg Hönnunin á götuflísum göngugötunnar er sögð sækja innblástur til vefnaðar og gamalla handrita. Mynstrið sé einnig einskonar virðingarvottur til kvenna sem og brautryðjenda frá árum áður. Þar að auki verði lýsing á svæðinu uppfærð svo gefa megi kennileitum á svæðinu gaum og til dæmis leggja áherslu á ákveðna hluta Alþingisbyggingarinnar. Það má því með sanni segja að stefnan sé tekin að því að tengja saman hið gamla og nýja í miðbæ Reykjavíkur. Vegna þessa er athyglisvert að sjá vegg Alþingisgarðsins fjarlægðan á myndum af forhönnun svæðisins. Hér sést yfirlitsmynd af forhönnuninni og eins og sjá má er enginn veggur við Alþingisgarðinn. Reykjavíkurborg Fréttastofa leitaði til skrifstofustjóra Alþingis, Rögnu Árnadóttur og athugaði hvort stefna væri tekin á að rífa vegginn enda virtist ekki vera gert ráð fyrir honum. Í skriflegu svari til fréttastofu segir Ragna ekki standa til að rífa vegginn. „Myndirnar hljóta að vera ónákvæmar að þessu leyti því það stendur ekki til að breyta veggjum Alþingisgarðsins. Hann á sér merka sögu og mun vera elstur íslenskra garða sem varðveist hefur í upphaflegri mynd,“ skrifar Ragna. Hún segir það jafnframt vera til umræðu að friðlýsa garðinn en minjastofnun hafi lagt það til og sé það nú á borði forsætisnefndar Alþingis. Langa umfjöllun um sögu Alþingisgarðsins má sjá á Instagram síðu Alþingis. Fjallað er um tilurð og skipulag garðsins ásamt fleiru. View this post on Instagram A post shared by Alþingi (@althingi)
Reykjavík Alþingi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira