„Hann vill bara vera með mér þegar enginn veit af því“ Elísabet Hanna og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 24. október 2022 17:52 Arnar Grant og Vítalía Lazareva eru ekki flutt inn saman. samsett „Þetta mun aldrei enda vel fyrir neinn,” segir Vítalía Lazareva í viðtali við Vísi. Þau Arnar Grant eru ekki flutt inn saman líkt og til stóð. Vítalía segir Arnar hafa tjáð sér í gærkvöldi að hann vildi ekki lengur vera í sambandi með henni. Ástæðan voru fregnir í fjölmiðlum þess efnis að þau tvö væru flutt inn saman. Vítalía segir Arnar hafa lagt áherslu á að samband þeirra væri leynilegt. Taka pokana og hypja sig út „Taka pokana og hypja sig út. Lygarnar halda áfram,“ skrifaði Vítalía í færslu á Instagram í dag. Innan við sólarhringur er síðan Smartland greindi frá því að þau Arnar og Vítalía væru flutt inn saman. Fregnir sem virðast hafa farið öfugt ofan í Arnar. „Í gær um leið og fréttirnar komu sagði hann: „Ég vil ekki vera með þér. Ég spurði hvort að hann væri að grínast?“,“ segir Vítalía sem lýsir sambandi þeirra sem stormasömu. Mikið gengið á Vítalía sagði í ársbyrjun frá því í hlaðvarpsþættinum Eigin konum að hún hygðist leita réttar síns. Þrír eldri karlmenn í viðskiptalífinu hefðu brotið á henni í heitum potti. Íslenskt samfélag fór á hliðina. Karlmennirnir þrír stigu til hliðar út störfum sínum, viðurkenndu sumir að hafa farið yfir strikið og einn þekktasti fjölmiðlamaður mannsins, sem Vítalía bar þungum sökum, fór sömuleiðis í leyfi frá störfum. Vending varð í málinu í júní þegar viðskiptamennirnir þrír kærðu Vítalíu og Arnar fyrir tilraun til fjárkúgunar. Um leið upplýstist að Vítalía hefði ekki kært þá fyrir kynferðisbrot. Arnar hafnaði ásökunum um fjárkúgun og Vítalía upplýsti að hún hefði ekki kært þremenningana. Nokkru síðar gaf hún skýrslu hjá lögreglu vegna kæru sinnar. Myndir úr matvöruverslun Það var svo í gær sem Smartland og Mannlíf greindu frá því að Arnar og Vítalía væru enn par og væru flutt inn saman. Báðir miðlar birtu myndir af Arnari og Vítalíu á förnum vegi, í verslunarferðum, og vakti nokkra athygli. Svo leið nóttin og nú er sambandið úr sögunni að sögn Vítalíu. „Ég bý ekki með þessum manni og ég tók allar mínar eigur fyrr í dag,“ segir Vítalía í samtali við Vísi. Myndbirting af parinu í Costco hafi farið öfugt ofan í Arnar. „Hann vill bara vera með mér þegar enginn veit af því,“ segir Vítalía. Sjálf er hún nýkomin til landsins eftir dvöl á Ítalíu í sumar. Hún segir Arnar hafa varið miklum tíma með henni á Ítalíu. Hann hafi þó tjáð vinum og vandamönnum að hann væri staddur í Frankfurt. Hann hafi nýtt millilendingar í Frankfurt til að taka myndir og sýna fólkinu sínu. Fjölskyldan stendur við bakið á henni Vítalía lýsir í samtali við Vísi andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótunum um stafrænt ofbeldi. Hún segist þrátt fyrir það elska Arnar. Hún vilji ekki vera vond við hann en staðreyndin sé sú að hann ljúgi að konunum sínum. Vítalía segir samband sitt við Arnar hafa valdið henni vandræðum. Fjölskylda hennar hafi verið ósátt við þá ákvörðun hennar að halda sambandi við hann. Hún hafi raunar ekki hitt móður sína síðan í ágúst. Þangað til í dag, þegar hún þurfti virkilega á móður sinni að halda. „Mér líður mjög illa og ég veit ekkert hvað er fram undan. Ég er bara þakklát að fjölskyldan mín er að styðja mig,“ segir Vítalía. Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Arnar og Vítalía sögð flutt inn saman Einkaþjálfarinn Arnar Grant og Vítalía Lazareva eru flutt inn saman að því er fram kemur í frétt Smartlands. 23. október 2022 23:31 Vítalía hefur gefið skýrslu hjá lögreglu Vítalía Lazareva er búin að gefa skýrslu hjá lögreglu í tengslum við kæru hennar á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. 7. júlí 2022 13:50 Segir Vítalíu ekki hafa farið með rétt mál um Loga Bergmann Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við fjölmiðlamanninn Loga Bergmann Eiðsson í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. 1. júlí 2022 19:40 Segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum Arnar Grant, einkaþjálfari, segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum í tengslum við mál Vítalíu Lazarevu. Mennirnir þrír hafi átt frumkvæðið að því að ná sáttum með greiðslu. 1. júlí 2022 19:26 Arnar Grant ber vitni í máli Vítalíu: „Ég get ekki annað og stend með sannleikanum“ Arnar Grant mun bera vitni í máli Vítalíu Lazarevu fari það fyrir dómstóla. Vítalía hefur kært Þórð Má Jóhannesson, Ara Edwald og Hreggvið Jónsson til lögreglu fyrir kynferðisofbeldi. 11. júní 2022 07:01 Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
Ástæðan voru fregnir í fjölmiðlum þess efnis að þau tvö væru flutt inn saman. Vítalía segir Arnar hafa lagt áherslu á að samband þeirra væri leynilegt. Taka pokana og hypja sig út „Taka pokana og hypja sig út. Lygarnar halda áfram,“ skrifaði Vítalía í færslu á Instagram í dag. Innan við sólarhringur er síðan Smartland greindi frá því að þau Arnar og Vítalía væru flutt inn saman. Fregnir sem virðast hafa farið öfugt ofan í Arnar. „Í gær um leið og fréttirnar komu sagði hann: „Ég vil ekki vera með þér. Ég spurði hvort að hann væri að grínast?“,“ segir Vítalía sem lýsir sambandi þeirra sem stormasömu. Mikið gengið á Vítalía sagði í ársbyrjun frá því í hlaðvarpsþættinum Eigin konum að hún hygðist leita réttar síns. Þrír eldri karlmenn í viðskiptalífinu hefðu brotið á henni í heitum potti. Íslenskt samfélag fór á hliðina. Karlmennirnir þrír stigu til hliðar út störfum sínum, viðurkenndu sumir að hafa farið yfir strikið og einn þekktasti fjölmiðlamaður mannsins, sem Vítalía bar þungum sökum, fór sömuleiðis í leyfi frá störfum. Vending varð í málinu í júní þegar viðskiptamennirnir þrír kærðu Vítalíu og Arnar fyrir tilraun til fjárkúgunar. Um leið upplýstist að Vítalía hefði ekki kært þá fyrir kynferðisbrot. Arnar hafnaði ásökunum um fjárkúgun og Vítalía upplýsti að hún hefði ekki kært þremenningana. Nokkru síðar gaf hún skýrslu hjá lögreglu vegna kæru sinnar. Myndir úr matvöruverslun Það var svo í gær sem Smartland og Mannlíf greindu frá því að Arnar og Vítalía væru enn par og væru flutt inn saman. Báðir miðlar birtu myndir af Arnari og Vítalíu á förnum vegi, í verslunarferðum, og vakti nokkra athygli. Svo leið nóttin og nú er sambandið úr sögunni að sögn Vítalíu. „Ég bý ekki með þessum manni og ég tók allar mínar eigur fyrr í dag,“ segir Vítalía í samtali við Vísi. Myndbirting af parinu í Costco hafi farið öfugt ofan í Arnar. „Hann vill bara vera með mér þegar enginn veit af því,“ segir Vítalía. Sjálf er hún nýkomin til landsins eftir dvöl á Ítalíu í sumar. Hún segir Arnar hafa varið miklum tíma með henni á Ítalíu. Hann hafi þó tjáð vinum og vandamönnum að hann væri staddur í Frankfurt. Hann hafi nýtt millilendingar í Frankfurt til að taka myndir og sýna fólkinu sínu. Fjölskyldan stendur við bakið á henni Vítalía lýsir í samtali við Vísi andlegu og líkamlegu ofbeldi og hótunum um stafrænt ofbeldi. Hún segist þrátt fyrir það elska Arnar. Hún vilji ekki vera vond við hann en staðreyndin sé sú að hann ljúgi að konunum sínum. Vítalía segir samband sitt við Arnar hafa valdið henni vandræðum. Fjölskylda hennar hafi verið ósátt við þá ákvörðun hennar að halda sambandi við hann. Hún hafi raunar ekki hitt móður sína síðan í ágúst. Þangað til í dag, þegar hún þurfti virkilega á móður sinni að halda. „Mér líður mjög illa og ég veit ekkert hvað er fram undan. Ég er bara þakklát að fjölskyldan mín er að styðja mig,“ segir Vítalía.
Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Arnar og Vítalía sögð flutt inn saman Einkaþjálfarinn Arnar Grant og Vítalía Lazareva eru flutt inn saman að því er fram kemur í frétt Smartlands. 23. október 2022 23:31 Vítalía hefur gefið skýrslu hjá lögreglu Vítalía Lazareva er búin að gefa skýrslu hjá lögreglu í tengslum við kæru hennar á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. 7. júlí 2022 13:50 Segir Vítalíu ekki hafa farið með rétt mál um Loga Bergmann Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við fjölmiðlamanninn Loga Bergmann Eiðsson í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. 1. júlí 2022 19:40 Segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum Arnar Grant, einkaþjálfari, segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum í tengslum við mál Vítalíu Lazarevu. Mennirnir þrír hafi átt frumkvæðið að því að ná sáttum með greiðslu. 1. júlí 2022 19:26 Arnar Grant ber vitni í máli Vítalíu: „Ég get ekki annað og stend með sannleikanum“ Arnar Grant mun bera vitni í máli Vítalíu Lazarevu fari það fyrir dómstóla. Vítalía hefur kært Þórð Má Jóhannesson, Ara Edwald og Hreggvið Jónsson til lögreglu fyrir kynferðisofbeldi. 11. júní 2022 07:01 Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Sjá meira
Arnar og Vítalía sögð flutt inn saman Einkaþjálfarinn Arnar Grant og Vítalía Lazareva eru flutt inn saman að því er fram kemur í frétt Smartlands. 23. október 2022 23:31
Vítalía hefur gefið skýrslu hjá lögreglu Vítalía Lazareva er búin að gefa skýrslu hjá lögreglu í tengslum við kæru hennar á hendur Ara Edwald, Hreggviði Jónssyni og Þórði Má Jóhannessyni. 7. júlí 2022 13:50
Segir Vítalíu ekki hafa farið með rétt mál um Loga Bergmann Arnar Grant segir að Vítalía hafi ekki sagt rétt frá samskiptum sínum við fjölmiðlamanninn Loga Bergmann Eiðsson í hlaðvarpsþættinum Eigin konur. 1. júlí 2022 19:40
Segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum Arnar Grant, einkaþjálfari, segist hvorki hafa kúgað né hótað neinum í tengslum við mál Vítalíu Lazarevu. Mennirnir þrír hafi átt frumkvæðið að því að ná sáttum með greiðslu. 1. júlí 2022 19:26
Arnar Grant ber vitni í máli Vítalíu: „Ég get ekki annað og stend með sannleikanum“ Arnar Grant mun bera vitni í máli Vítalíu Lazarevu fari það fyrir dómstóla. Vítalía hefur kært Þórð Má Jóhannesson, Ara Edwald og Hreggvið Jónsson til lögreglu fyrir kynferðisofbeldi. 11. júní 2022 07:01