„Þurfum að sýna gæði okkar á vellinum og berjast í gegnum þetta saman“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2022 07:01 Klopp var svekktur í leikslok. James Gill/Getty Images „Þetta var skref aftur á bak, algjörlega. Mér fannst við byrja vel en fengum svo á okkur þetta undarlega mark,“ sagði Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, eftir 2-1 tap gegn Leeds United í kvöld. „Við jöfnuðum en af einhverri ástæðu þá gaf það okkur ekki öryggið sem við þurftum aftast. Við áttum erfitt með að stýra leiknum og gáfum boltann of oft frá okkur,“ sagði þjálfarinn en Liverpool hefur nú tapað síðustu tveimur deildarleikjum sínum. „Strákarnir reyndu, við héldum boltanum og fengum góð færi en á endanum, ef staðan er 1-1 og þú verst eins og við gerðum þá er allt galopið. Á endanum voru þeir tveir á móti tveimur inn í vítateignum okkar og þeir geta klárað slíkt færi. Vandamálið er að við getum ekki stjórnað svona aðstæðum á þessari stundu. Markið er óheppni, svona gerist. Við fengum svipað færi sem við nýttum ekki.“ „Kannski eru sumir leikmenn að spila of mikið. Harvey Elliott hefur verið frábær fyrir okkur á leiktíðinni. Hann byrjaði vel en gat ekki haldið áfram. Thiago hefur verið veikur, frammi eru alltaf sömu leikmennirnir að spila. Þeir eru þeir þrír framherjar sem við eigum eftir. Við verðum að berjast og það er það sem við verðum að gera.“ „Liðsframmistaða byggist alltaf á frammistöðum einstaklinga. Eitt leiðir af sér hitt. Þú getur horft á leikinn, við getum ekki varist eins og við gerðum í seinna markinu en við gerðum það og það er ástæðan fyrir því að við töpuðum. Annars hefði þetta verið stig og við getum haldið áfram. Nú erum við ekki með neitt og það er allt önnur tilfinning.“ „Við þurfum að sýna gæði okkar á vellinum og berjast í gegnum þetta saman. Við höfum átt í vandræðum frá fyrsta degi meiðslalega séð. Leikmenn hafa þurft að spila frá fyrsta degi. Þetta eru aðstæðurnar sem við erum í og við verðum að hjálpa okkur sjálfum og það er það sem við munum gera,“ sagði Klopp að endingu. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira
„Við jöfnuðum en af einhverri ástæðu þá gaf það okkur ekki öryggið sem við þurftum aftast. Við áttum erfitt með að stýra leiknum og gáfum boltann of oft frá okkur,“ sagði þjálfarinn en Liverpool hefur nú tapað síðustu tveimur deildarleikjum sínum. „Strákarnir reyndu, við héldum boltanum og fengum góð færi en á endanum, ef staðan er 1-1 og þú verst eins og við gerðum þá er allt galopið. Á endanum voru þeir tveir á móti tveimur inn í vítateignum okkar og þeir geta klárað slíkt færi. Vandamálið er að við getum ekki stjórnað svona aðstæðum á þessari stundu. Markið er óheppni, svona gerist. Við fengum svipað færi sem við nýttum ekki.“ „Kannski eru sumir leikmenn að spila of mikið. Harvey Elliott hefur verið frábær fyrir okkur á leiktíðinni. Hann byrjaði vel en gat ekki haldið áfram. Thiago hefur verið veikur, frammi eru alltaf sömu leikmennirnir að spila. Þeir eru þeir þrír framherjar sem við eigum eftir. Við verðum að berjast og það er það sem við verðum að gera.“ „Liðsframmistaða byggist alltaf á frammistöðum einstaklinga. Eitt leiðir af sér hitt. Þú getur horft á leikinn, við getum ekki varist eins og við gerðum í seinna markinu en við gerðum það og það er ástæðan fyrir því að við töpuðum. Annars hefði þetta verið stig og við getum haldið áfram. Nú erum við ekki með neitt og það er allt önnur tilfinning.“ „Við þurfum að sýna gæði okkar á vellinum og berjast í gegnum þetta saman. Við höfum átt í vandræðum frá fyrsta degi meiðslalega séð. Leikmenn hafa þurft að spila frá fyrsta degi. Þetta eru aðstæðurnar sem við erum í og við verðum að hjálpa okkur sjálfum og það er það sem við munum gera,“ sagði Klopp að endingu.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira