Arteta hrósaði „þroskuðum“ Nelson eftir stórsigurinn á Forest Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2022 20:01 Arteta fer yfir málin með leikmönnum sínum. David Price/Getty Images Topplið Arsenal fór illa með nýliða Nottingham Forest í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 5-0 þar sem Reiss Nelson af öllum mönnum átti leik lífs síns. Mikel Arteta, þjálfari toppliðsins, var einkar ánægður með hinn 22 ára gamla Nelson að leik loknum. „Það er ekki aðeins ég heldur liðsfélagar hans og allt starfsliðið sem er ánægt fyrir hans hönd þar sem hann er krakki sem hefur breyst mikið, þróast og þroskast mikið undanfarið og sýnir okkur alla daga hversu mikið hann vill spila,“ sagði spænski þjálfarinn eftir leik. „Í dag fékk hann tækifæri og hann gerði einstaklega vel þar sem hann hjálpaði okkur að vinna leikinn,“ sagði Arteta einnig en Nelson kom inn af bekknum þegar Bukayo Saka þurfti að fara meiddur af velli í fyrri hálfleik. Arteta sagði Nelson hafa mun einbeittari nú en áður. Hann hafi sýnt mikinn þroska í hvernig hann tali og fari yfir leikinn. Þá virðir hann ákvarðanir þjálfarateymisins. 3:01 - There were two years and 107 days between Reiss Nelson's first and second goals in the Premier League, and just three minutes and one second between his second and third goals. Typical. pic.twitter.com/8ndv6HJeIf— OptaJoe (@OptaJoe) October 30, 2022 „Hann er frábær strákur og við viljum öll að hann nái árangri og standi sig vel svo það sem hann gerði hér í dag virkilega skiptir máli.“ Arteta hrósaði sínum mönnum eftir að gera 1-1 jafntefli við Southampton um síðustu helgi og tapa svo gegn PSV í Evrópudeildinni í miðri viku. „Stór lið bregðast við eins hratt og auðið er, við gerðum það. Eftir svekkelsið á fimmtudagskvöld þá hefur þú engan tíma. Við komum hingað á föstudagskvöldi. Náðum hálfri æfingu og þurftum að vera tilbúnir á nýjan leik, ekki aðeins líkamlega heldur einnig andlega gegn liðið sem vann Liverpool.“ „Pressan er alltaf á, maður tapar efsta sætinu og maður finnur fyrir því. Við þurfum að venjast því,“ sagði Arteta að endingu en sigur dagsins lyfti Arsenal upp fyrir Manchester City og þar með á topp deildarinnar á nýjan leik. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira
„Það er ekki aðeins ég heldur liðsfélagar hans og allt starfsliðið sem er ánægt fyrir hans hönd þar sem hann er krakki sem hefur breyst mikið, þróast og þroskast mikið undanfarið og sýnir okkur alla daga hversu mikið hann vill spila,“ sagði spænski þjálfarinn eftir leik. „Í dag fékk hann tækifæri og hann gerði einstaklega vel þar sem hann hjálpaði okkur að vinna leikinn,“ sagði Arteta einnig en Nelson kom inn af bekknum þegar Bukayo Saka þurfti að fara meiddur af velli í fyrri hálfleik. Arteta sagði Nelson hafa mun einbeittari nú en áður. Hann hafi sýnt mikinn þroska í hvernig hann tali og fari yfir leikinn. Þá virðir hann ákvarðanir þjálfarateymisins. 3:01 - There were two years and 107 days between Reiss Nelson's first and second goals in the Premier League, and just three minutes and one second between his second and third goals. Typical. pic.twitter.com/8ndv6HJeIf— OptaJoe (@OptaJoe) October 30, 2022 „Hann er frábær strákur og við viljum öll að hann nái árangri og standi sig vel svo það sem hann gerði hér í dag virkilega skiptir máli.“ Arteta hrósaði sínum mönnum eftir að gera 1-1 jafntefli við Southampton um síðustu helgi og tapa svo gegn PSV í Evrópudeildinni í miðri viku. „Stór lið bregðast við eins hratt og auðið er, við gerðum það. Eftir svekkelsið á fimmtudagskvöld þá hefur þú engan tíma. Við komum hingað á föstudagskvöldi. Náðum hálfri æfingu og þurftum að vera tilbúnir á nýjan leik, ekki aðeins líkamlega heldur einnig andlega gegn liðið sem vann Liverpool.“ „Pressan er alltaf á, maður tapar efsta sætinu og maður finnur fyrir því. Við þurfum að venjast því,“ sagði Arteta að endingu en sigur dagsins lyfti Arsenal upp fyrir Manchester City og þar með á topp deildarinnar á nýjan leik.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira