Fyrirtæki ákærð og stjórnendur reknir fyrir að fegra upplýsingar Rakel Sveinsdóttir skrifar 10. nóvember 2022 07:01 Þorsteinn Kári Jónsson, forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel, segir mikilvægt að fyrirtæki hugsi ekki um markmið gegn loftlagsvánni sem markaðsverkefni. Erfitt sé að fullyrða nokkuð um að starfsemi eða vörur séu kolefnishlutlausar og úti í heimi er það farið að gerast að fyrirtæki eru ákærð og stjórnendur reknir ef skýrslur gefa til kynna grænni rekstur en er í raun. Vísir/Vilhelm „Fólk verður að átta sig á því að úti í hinum stóra heimi er verið að ákæra fyrirtæki og reka stjórnendur fyrir grænþvott, en grænþvottur kallast það þegar upplýsingar gefa til kynna að starfsemin sé grænni en hún er í raun. Þetta er staðan og þetta verður framtíðin ef fyrirtæki taka ekki alvarlega á sínum sjálfbærnimálum og fara að sýna raunverulegan árangur,“ segir Þorsteinn Kári Jónsson forstöðumaður sjálfbærni og samfélagstengsla hjá Marel. „Að ná loftlagsmarkmiðum er ekki verkefni til að sinna eins og markaðsverkefni í flottri skýrslu. Gagnsæi skiptir miklu meira máli og gögn sem sýna hvar og hvernig í starfseminni þú getur bætt þig, að þú fyrir alvöru skiljir ábyrgðina sem felst í því fyrir samfélagið og umhverfið að reka fyrirtækið. Því rekstur í dag snýst ekki lengur aðeins um að skila eigendum og hluthöfum arði, heldur það að lágmarka neikvæð áhrif sem af starfseminni hlýst,“ segir Þorsteinn. Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um umhverfisvænar leiðir og lausnir sem íslensk fyrirtæki eru að vinna að til þess að sporna við loftslagsvánni og efla sjálfbærni. Tilefnið er Loftlagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar sem haldinn verður í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag klukkan 13 – 16 en fundinum verður streymt á Vísi. Hvað er raunverulegur árangur? Þorsteinn hefur starfað að sjálfbærnimálum síðastliðinn tólf til þrettán ár. Undanfarið hefur hans tíma að miklu leyti verið varið í að hefja vegferð Marels í að setja vísindalega samþykkt loftslagsmarkmið, því sem kallast Science-based Targets. En með henni laga fyrirtæki loftlagsmarkmið sín að Parísarsáttmálanum. Að sögn Þorsteins er þessi aðferðarfræði ólík öðrum sem hann hefur kynnst að því leytinu til að þarna reynir fyrir alvöru á raunverulegan yfirsýn og árangur. Þar sem allt er reiknað út ofan í kjölinn. Og öll gögn útreiknuð og sannreynd af vísindamönnum. „Þetta hefur tekið um það bil tvö ár hjá okkur. Fyrst var að reikna allt út, hver hin raunverulegu útblástursfótspor starfseminnar eru. Síðan lögðum við inn umsókn og þá byrja fyrirtæki á því að fara í röð og sú bið getur tekið þrjá til fjóra mánuði. Þegar fyrirtækið kemst síðan að, hefst hið eiginlega umsagnarferli. Og ég get alveg viðurkennt það að af þeim verkefnum sem ég hef komið að síðastliðinn áratug, þá er þetta langflóknasta og erfiðasta ferli sem ég hef kynnst, enda mikið af erfiðum spurningum sem þarf að svara, reikna út og staðfesta með gögnum og svo framvegis.“ Á Íslandi eru sjö fyrirtæki að fara þessa leið og tvö þeirra komin í gegnum umsóknarferlið. En hvers vegna að velja svona flókna leið? Það er bara þörf á því vegna þess að við erum farin að sjá alls kyns yfirlýsingar frá fyrirtækjum um að þau séu að kolefnisjafna þetta og hitt, allt frá starfsemi yfir í yfirlýsingar um kolefnisjafnaðar vörur. Hið rétta er að það er afskaplega flókið að fullyrða að eitthvað sé kolefnishlutlaust í dag. Það til dæmis að kaupa sér einhvers konar jöfnun og fullyrða í framhaldinu að þessi skuldajöfnun jafngildi kolefnishlutleysi eru í flestum tilvikum einfaldlega ekki réttar upplýsingar. Enda tekur binding í skógrækt áratugi og votlendisendurheimt allt að áratug,“ segir Þorsteinn og hvetur til þess að bæði fólk og fyrirtæki stígi varlega til jarðar í yfirlýsingum almennt. Því oft sé fólk að staðhæfa eitthvað eða standi í trú um eitthvað, sem ekki er að skila raunverulegum árangri ef málin eru krufin til mergjar. Þorsteinn nefnir einfalt dæmi: „Segjum sem svo að þú kaupir kolefnisjöfnun í hvert sinn sem þú setur bensín á bílinn. Og talar síðan um kolefnishlutleysi í akstri í kjölfarið. Þess lags yfirlýsing gefur ekki rétta mynd enda líklegt að bensínið sé aðeins lítill hluti af því sem þyrfti að kolefnisjafna.“ Þá segir Þorsteinn stöðuna á Íslandi líka vera þá að Ísland sé mjög neysludrifið samfélag. „Og því miður erum við sem neytendur hinir verstu kolefnissóðar þrátt fyrir alla okkar grænu orku. Sem þýðir að við þurfum fyrir alvöru að fara að girða okkur í brók sem neytendur, sem fyrirtæki, sveitarfélög og hreinlega íslenska ríkið sjálft.“ Þorsteinn hefur starfað að sjálfbærnimálum í um tólf til þrettán ár og segir flóknasta verkefnið sem hann hefur unnið að vera sú vegferð sem Marel valdi að fara og kallast Science-based Targets. Þar laga fyrirtæki loftlagsmarkmiðin sín að Parísarsáttmálanum og þótt verkefnið sé flókið segir Þorsteinn það þess virði því þetta sé leið sem tryggi raunverulegan árangur. Vísir/Vilhelm Stóru fyrirtækin ryðja brautina Sjálfur segist Þorsteinn mjög hrifinn af aðferðarfræðina sem Science-based Targets boðar. Enda kalli hann á raunverulegan árangur þannig að markmiðin, samkvæmt Parísarsáttmálanum séu fyrir alvöru að nást. En er þetta ekki of erfið eða flókin leið fyrir fyrirtæki almennt, sem langflest eru lítil eða meðalstór? „Ég myndi umorða þessa spurningu því í raun höfum við komist upp með það í 100 ár að reka fyrirtæki án þess að greiða af því fulla rentu fyrir þau áhrif sem starfsemin hefur á samfélag og umhverfið,“ segir Þorsteinn en bætir við: „Að þessu sögðu þó má nefna að það eru ekki öll fyrirtæki í þeirri stöðu að vera eins og Marel þar sem verið er að framleiða eigin vörur. Flest lítil og meðalstór fyrirtæki kaupa vörur frá stórum risum og það er á ábyrgð þessara stórfyrirtækja að ryðja brautina þannig að raunverulegar breytingar séu gerðar á því sem framleitt er í heiminum og að árangur náist.“ Þannig segir Þorsteinn að fyrir fyrirtæki eins og Marel, sé verkefnið einfaldlega flókið og umfangsmikið vegna þess að fyrirtækið sjálft er stórt, alþjóðlegt og í umfangsmikilli framleiðslu. Á síðustu misserum hefur það færst í vöxt að verið er að tala um alls kyns staðla fyrir fyrirtæki að fylgja eftir. Svo sem GRI, SASB eða leiðbeiningar Nasdaq. Fyrrgreindu tveir eru mun algengari í Evrópu á meðan íslensk fyrirtæki fylgja mörg eftir Nasdaq staðlinum. En hvaða leið er réttust eða best? „Það er ýmislegt að breytast í þessu því það sem hefur komið í ljós er að það virkar ekki að allir séu steyptir í sama mót. Við höfum til dæmis unnið með bæði SASB og GRI og þar er verið að gera breytingar þannig að meira sé verið að taka tillit til þess að starfsemi fyrirtækja getur verið mjög ólík. Því auðvitað verðum við að geta borið saman epli og epli. Það sem skiptir því meira máli er að öll fyrirtæki geri mikilvægisgreiningar sem byggir á þeirri starfsemi sem þau eru í,“ segir Þorsteinn en bætir við: „Ég nefni sem dæmi banka, fyrirtæki í sjávarútvegi eða fyrirtæki sem er í framleiðslu. Mikilvægisgreining sýnir ólíkar niðurstöður sem þó eiga það sammerkt að sýna hvaða áhrifaþættir eru að hafa neikvæðustu áhrifin á samfélagið og umhverfið sem og hvernig fyrirtækin geta haft sem jákvæðust áhrif þar sem þau starfa. Þegar þetta liggur fyrir er næst að finna út úr því hvernig er hægt að lágmarka áhrif neikvæðra þátta og hámarka þá jákvæðu. Þorsteinn segist sjálfur telja líklega þróun á lögum og reglugerðum almennt að ekki verður horft eins mikið í staðla eins og verið hefur, heldur frekar starfsemi og atvinnugreinar sem mismunandi staðlar nýtast síðan sem mælikvarðar fyrir. „Aðalmálið er að vera ekki að reyna að fegra eitt eða neitt og leggja sig frekar fram við gagnsæi og skilning. Of margir eru að setja sér markmið út í bláinn. En vita of lítið um hvað verið er að tala. Það er til dæmis staðreynd að fæst fyrirtæki koma mjög vel út úr mikilvægisgreiningum. Eða hvernig vinna þarf að því að sporna við neikvæðum áhrifum. En þannig sjáum við samt hver hin raunverulegu verkefni eru sem við þurfum að taka á og það sem skiptir mestu máli er að við séum á réttri vegferð og að við sjáum raunverulegan árangur. Ef við erum heiðarleg og ákveðum að axla alvöru ábyrgð þá erum við svo sannarlega að gera það.“ Þorsteinn er meðal þeirra sem halda erindi á Loftlagsfundi Festa og Reykjavíkurborgar í dag. Dagskrá fundarins má sjá HÉR. Umhverfismál Samfélagsleg ábyrgð Loftslagsmál Vinnustaðurinn Stjórnun Tengdar fréttir Sjálfbærni: Tökum stökk í upplýsingagjöf en erum langt á eftir í öðru Niðurstöður viðamikillar úttektar KMPG á heimsvísu um sjálfbærni fyrirtækja sýnir að íslensk fyrirtæki hafa tekið risastórt stökk í upplýsingagjöf um sjálfbærni. 7. nóvember 2022 07:00 „Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni“ „Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni. Líttu á þær sem virðisaukandi upplýsingar sem auka aðgengi fjármálamarkaðarins að fyrirtækinu þínu,“ segir Reynir Atlason, forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo og formaður dómnefndar Hvatningaverðlauna fyrir sjálfbærniskýrslu ársins 2022. 7. júní 2022 07:01 „Stundum verða þessar skýrslur of mikið „sjáið hvað við erum frábær““ Nikólína Dís Kristjánsdóttir, Sara Júlía Baldvinsdóttir og Ísak Máni Grant luku nýverið nýjum áfanga sem Bjarni Herrera kennir í HR þar sem áhersla er lögð á sjálfbæran rekstur og upplýsingagjöf. 6. júní 2022 11:12 Ísland í 22.sæti: „Komum okkur upp listann til hinna Norðurlandanna“ „Við þurfum að fara að líta á úrgang sem gull eða í það minnsta hráefni til nýtingar. Samkvæmt skýrslunni þurfum við Íslendingar til að mynda að ná tökum á raftækjaúrgangi. Við þurfum að endurnýta raftæki, láta gera við þau í stað þess að henda þeim og kaupa ný,“ segir Eva Magnúsdóttir ráðgjafi hjá Podium meðal annars um það hvað þarf að fara að gerast hraðar á Íslandi svo Ísland standi ekki svona aftarlega á merinni þegar kemur að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. 30. september 2022 07:01 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
„Að ná loftlagsmarkmiðum er ekki verkefni til að sinna eins og markaðsverkefni í flottri skýrslu. Gagnsæi skiptir miklu meira máli og gögn sem sýna hvar og hvernig í starfseminni þú getur bætt þig, að þú fyrir alvöru skiljir ábyrgðina sem felst í því fyrir samfélagið og umhverfið að reka fyrirtækið. Því rekstur í dag snýst ekki lengur aðeins um að skila eigendum og hluthöfum arði, heldur það að lágmarka neikvæð áhrif sem af starfseminni hlýst,“ segir Þorsteinn. Í gær og í dag fjallar Atvinnulífið um umhverfisvænar leiðir og lausnir sem íslensk fyrirtæki eru að vinna að til þess að sporna við loftslagsvánni og efla sjálfbærni. Tilefnið er Loftlagsfundur Festu og Reykjavíkurborgar sem haldinn verður í hátíðarsal Háskóla Íslands í dag klukkan 13 – 16 en fundinum verður streymt á Vísi. Hvað er raunverulegur árangur? Þorsteinn hefur starfað að sjálfbærnimálum síðastliðinn tólf til þrettán ár. Undanfarið hefur hans tíma að miklu leyti verið varið í að hefja vegferð Marels í að setja vísindalega samþykkt loftslagsmarkmið, því sem kallast Science-based Targets. En með henni laga fyrirtæki loftlagsmarkmið sín að Parísarsáttmálanum. Að sögn Þorsteins er þessi aðferðarfræði ólík öðrum sem hann hefur kynnst að því leytinu til að þarna reynir fyrir alvöru á raunverulegan yfirsýn og árangur. Þar sem allt er reiknað út ofan í kjölinn. Og öll gögn útreiknuð og sannreynd af vísindamönnum. „Þetta hefur tekið um það bil tvö ár hjá okkur. Fyrst var að reikna allt út, hver hin raunverulegu útblástursfótspor starfseminnar eru. Síðan lögðum við inn umsókn og þá byrja fyrirtæki á því að fara í röð og sú bið getur tekið þrjá til fjóra mánuði. Þegar fyrirtækið kemst síðan að, hefst hið eiginlega umsagnarferli. Og ég get alveg viðurkennt það að af þeim verkefnum sem ég hef komið að síðastliðinn áratug, þá er þetta langflóknasta og erfiðasta ferli sem ég hef kynnst, enda mikið af erfiðum spurningum sem þarf að svara, reikna út og staðfesta með gögnum og svo framvegis.“ Á Íslandi eru sjö fyrirtæki að fara þessa leið og tvö þeirra komin í gegnum umsóknarferlið. En hvers vegna að velja svona flókna leið? Það er bara þörf á því vegna þess að við erum farin að sjá alls kyns yfirlýsingar frá fyrirtækjum um að þau séu að kolefnisjafna þetta og hitt, allt frá starfsemi yfir í yfirlýsingar um kolefnisjafnaðar vörur. Hið rétta er að það er afskaplega flókið að fullyrða að eitthvað sé kolefnishlutlaust í dag. Það til dæmis að kaupa sér einhvers konar jöfnun og fullyrða í framhaldinu að þessi skuldajöfnun jafngildi kolefnishlutleysi eru í flestum tilvikum einfaldlega ekki réttar upplýsingar. Enda tekur binding í skógrækt áratugi og votlendisendurheimt allt að áratug,“ segir Þorsteinn og hvetur til þess að bæði fólk og fyrirtæki stígi varlega til jarðar í yfirlýsingum almennt. Því oft sé fólk að staðhæfa eitthvað eða standi í trú um eitthvað, sem ekki er að skila raunverulegum árangri ef málin eru krufin til mergjar. Þorsteinn nefnir einfalt dæmi: „Segjum sem svo að þú kaupir kolefnisjöfnun í hvert sinn sem þú setur bensín á bílinn. Og talar síðan um kolefnishlutleysi í akstri í kjölfarið. Þess lags yfirlýsing gefur ekki rétta mynd enda líklegt að bensínið sé aðeins lítill hluti af því sem þyrfti að kolefnisjafna.“ Þá segir Þorsteinn stöðuna á Íslandi líka vera þá að Ísland sé mjög neysludrifið samfélag. „Og því miður erum við sem neytendur hinir verstu kolefnissóðar þrátt fyrir alla okkar grænu orku. Sem þýðir að við þurfum fyrir alvöru að fara að girða okkur í brók sem neytendur, sem fyrirtæki, sveitarfélög og hreinlega íslenska ríkið sjálft.“ Þorsteinn hefur starfað að sjálfbærnimálum í um tólf til þrettán ár og segir flóknasta verkefnið sem hann hefur unnið að vera sú vegferð sem Marel valdi að fara og kallast Science-based Targets. Þar laga fyrirtæki loftlagsmarkmiðin sín að Parísarsáttmálanum og þótt verkefnið sé flókið segir Þorsteinn það þess virði því þetta sé leið sem tryggi raunverulegan árangur. Vísir/Vilhelm Stóru fyrirtækin ryðja brautina Sjálfur segist Þorsteinn mjög hrifinn af aðferðarfræðina sem Science-based Targets boðar. Enda kalli hann á raunverulegan árangur þannig að markmiðin, samkvæmt Parísarsáttmálanum séu fyrir alvöru að nást. En er þetta ekki of erfið eða flókin leið fyrir fyrirtæki almennt, sem langflest eru lítil eða meðalstór? „Ég myndi umorða þessa spurningu því í raun höfum við komist upp með það í 100 ár að reka fyrirtæki án þess að greiða af því fulla rentu fyrir þau áhrif sem starfsemin hefur á samfélag og umhverfið,“ segir Þorsteinn en bætir við: „Að þessu sögðu þó má nefna að það eru ekki öll fyrirtæki í þeirri stöðu að vera eins og Marel þar sem verið er að framleiða eigin vörur. Flest lítil og meðalstór fyrirtæki kaupa vörur frá stórum risum og það er á ábyrgð þessara stórfyrirtækja að ryðja brautina þannig að raunverulegar breytingar séu gerðar á því sem framleitt er í heiminum og að árangur náist.“ Þannig segir Þorsteinn að fyrir fyrirtæki eins og Marel, sé verkefnið einfaldlega flókið og umfangsmikið vegna þess að fyrirtækið sjálft er stórt, alþjóðlegt og í umfangsmikilli framleiðslu. Á síðustu misserum hefur það færst í vöxt að verið er að tala um alls kyns staðla fyrir fyrirtæki að fylgja eftir. Svo sem GRI, SASB eða leiðbeiningar Nasdaq. Fyrrgreindu tveir eru mun algengari í Evrópu á meðan íslensk fyrirtæki fylgja mörg eftir Nasdaq staðlinum. En hvaða leið er réttust eða best? „Það er ýmislegt að breytast í þessu því það sem hefur komið í ljós er að það virkar ekki að allir séu steyptir í sama mót. Við höfum til dæmis unnið með bæði SASB og GRI og þar er verið að gera breytingar þannig að meira sé verið að taka tillit til þess að starfsemi fyrirtækja getur verið mjög ólík. Því auðvitað verðum við að geta borið saman epli og epli. Það sem skiptir því meira máli er að öll fyrirtæki geri mikilvægisgreiningar sem byggir á þeirri starfsemi sem þau eru í,“ segir Þorsteinn en bætir við: „Ég nefni sem dæmi banka, fyrirtæki í sjávarútvegi eða fyrirtæki sem er í framleiðslu. Mikilvægisgreining sýnir ólíkar niðurstöður sem þó eiga það sammerkt að sýna hvaða áhrifaþættir eru að hafa neikvæðustu áhrifin á samfélagið og umhverfið sem og hvernig fyrirtækin geta haft sem jákvæðust áhrif þar sem þau starfa. Þegar þetta liggur fyrir er næst að finna út úr því hvernig er hægt að lágmarka áhrif neikvæðra þátta og hámarka þá jákvæðu. Þorsteinn segist sjálfur telja líklega þróun á lögum og reglugerðum almennt að ekki verður horft eins mikið í staðla eins og verið hefur, heldur frekar starfsemi og atvinnugreinar sem mismunandi staðlar nýtast síðan sem mælikvarðar fyrir. „Aðalmálið er að vera ekki að reyna að fegra eitt eða neitt og leggja sig frekar fram við gagnsæi og skilning. Of margir eru að setja sér markmið út í bláinn. En vita of lítið um hvað verið er að tala. Það er til dæmis staðreynd að fæst fyrirtæki koma mjög vel út úr mikilvægisgreiningum. Eða hvernig vinna þarf að því að sporna við neikvæðum áhrifum. En þannig sjáum við samt hver hin raunverulegu verkefni eru sem við þurfum að taka á og það sem skiptir mestu máli er að við séum á réttri vegferð og að við sjáum raunverulegan árangur. Ef við erum heiðarleg og ákveðum að axla alvöru ábyrgð þá erum við svo sannarlega að gera það.“ Þorsteinn er meðal þeirra sem halda erindi á Loftlagsfundi Festa og Reykjavíkurborgar í dag. Dagskrá fundarins má sjá HÉR.
Umhverfismál Samfélagsleg ábyrgð Loftslagsmál Vinnustaðurinn Stjórnun Tengdar fréttir Sjálfbærni: Tökum stökk í upplýsingagjöf en erum langt á eftir í öðru Niðurstöður viðamikillar úttektar KMPG á heimsvísu um sjálfbærni fyrirtækja sýnir að íslensk fyrirtæki hafa tekið risastórt stökk í upplýsingagjöf um sjálfbærni. 7. nóvember 2022 07:00 „Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni“ „Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni. Líttu á þær sem virðisaukandi upplýsingar sem auka aðgengi fjármálamarkaðarins að fyrirtækinu þínu,“ segir Reynir Atlason, forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo og formaður dómnefndar Hvatningaverðlauna fyrir sjálfbærniskýrslu ársins 2022. 7. júní 2022 07:01 „Stundum verða þessar skýrslur of mikið „sjáið hvað við erum frábær““ Nikólína Dís Kristjánsdóttir, Sara Júlía Baldvinsdóttir og Ísak Máni Grant luku nýverið nýjum áfanga sem Bjarni Herrera kennir í HR þar sem áhersla er lögð á sjálfbæran rekstur og upplýsingagjöf. 6. júní 2022 11:12 Ísland í 22.sæti: „Komum okkur upp listann til hinna Norðurlandanna“ „Við þurfum að fara að líta á úrgang sem gull eða í það minnsta hráefni til nýtingar. Samkvæmt skýrslunni þurfum við Íslendingar til að mynda að ná tökum á raftækjaúrgangi. Við þurfum að endurnýta raftæki, láta gera við þau í stað þess að henda þeim og kaupa ný,“ segir Eva Magnúsdóttir ráðgjafi hjá Podium meðal annars um það hvað þarf að fara að gerast hraðar á Íslandi svo Ísland standi ekki svona aftarlega á merinni þegar kemur að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. 30. september 2022 07:01 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Sjá meira
Sjálfbærni: Tökum stökk í upplýsingagjöf en erum langt á eftir í öðru Niðurstöður viðamikillar úttektar KMPG á heimsvísu um sjálfbærni fyrirtækja sýnir að íslensk fyrirtæki hafa tekið risastórt stökk í upplýsingagjöf um sjálfbærni. 7. nóvember 2022 07:00
„Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni“ „Ekki líta á sjálfbærniupplýsingar sem markaðsefni. Líttu á þær sem virðisaukandi upplýsingar sem auka aðgengi fjármálamarkaðarins að fyrirtækinu þínu,“ segir Reynir Atlason, forstöðumaður sjálfbærnimála hjá Creditinfo og formaður dómnefndar Hvatningaverðlauna fyrir sjálfbærniskýrslu ársins 2022. 7. júní 2022 07:01
„Stundum verða þessar skýrslur of mikið „sjáið hvað við erum frábær““ Nikólína Dís Kristjánsdóttir, Sara Júlía Baldvinsdóttir og Ísak Máni Grant luku nýverið nýjum áfanga sem Bjarni Herrera kennir í HR þar sem áhersla er lögð á sjálfbæran rekstur og upplýsingagjöf. 6. júní 2022 11:12
Ísland í 22.sæti: „Komum okkur upp listann til hinna Norðurlandanna“ „Við þurfum að fara að líta á úrgang sem gull eða í það minnsta hráefni til nýtingar. Samkvæmt skýrslunni þurfum við Íslendingar til að mynda að ná tökum á raftækjaúrgangi. Við þurfum að endurnýta raftæki, láta gera við þau í stað þess að henda þeim og kaupa ný,“ segir Eva Magnúsdóttir ráðgjafi hjá Podium meðal annars um það hvað þarf að fara að gerast hraðar á Íslandi svo Ísland standi ekki svona aftarlega á merinni þegar kemur að Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna. 30. september 2022 07:01