Enginn Klopp á hliðarlínunni gegn Southampton Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. nóvember 2022 19:15 Atvikið sem orsakaði það að Klopp verður í banni á morgun. Laurence Griffiths/Getty Images Fyrsta verkefni Nathan Jones sem þjálfara Southampton verður talsvert auðveldara þar sem það verður enginn Jürgen Klopp geltandi á hann þegar Liverpool tekur á móti Dýrlingunum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Á morgun hefst síðasta umferð ensku úrvalsdeildarinnar áður en farið verður í rúmlega mánaðarlangt frí svo hægt sé að spila heimsmeistaramót í Katar. Meðal leikja morgundagsins er viðureign Liverpool og Southampton en gestirnir eru nýbúnir að ráða nýjan stjóra. Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, verður hins vegar upp í stúku þar sem hann var dæmdur í eins leiks bann fyrir að urða yfir aðstoðardómara í leik Liverpool og Manchester City á dögunum. Enska knattspyrnusambandið sker ekki úr um hvort þjálfarar þurfi að fara í bann eftir að þeir eru sendir upp í stúku. Sérstök nefnd tekur slík mál fyrir og sú nefnd dæmdi Klopp upphaflega ekki í bann. Liverpool átti að greiða 30 þúsund pund í sekt og þar með væri málið úr sögunni. Enska sambandið hélt nú aldeilis ekki og áfrýjaði málinu. Eftir að málið var tekið fyrir á nýjan leik var ákveðið að dæma Klopp í eins leiks bann sem og sekta hann um 30 þúsund pund. Þá þarf hann að passa sig í framtíðinni. Jürgen Klopp handed touchline ban for Liverpool's home game against Southampton. Story by @AHunterGuardian https://t.co/J3W9CzgP5K— Guardian sport (@guardian_sport) November 11, 2022 Liverpool hefur lýst yfir óánægju sinni með framkvæmdina þar sem það kom ekki í ljós fyrr en innan við 24 tímum fyrir leik að Klopp yrði í banni á morgun, laugardag. Liverpool er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 19 stig á meðan Southampton er í 18. sæti með 12 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira
Á morgun hefst síðasta umferð ensku úrvalsdeildarinnar áður en farið verður í rúmlega mánaðarlangt frí svo hægt sé að spila heimsmeistaramót í Katar. Meðal leikja morgundagsins er viðureign Liverpool og Southampton en gestirnir eru nýbúnir að ráða nýjan stjóra. Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, verður hins vegar upp í stúku þar sem hann var dæmdur í eins leiks bann fyrir að urða yfir aðstoðardómara í leik Liverpool og Manchester City á dögunum. Enska knattspyrnusambandið sker ekki úr um hvort þjálfarar þurfi að fara í bann eftir að þeir eru sendir upp í stúku. Sérstök nefnd tekur slík mál fyrir og sú nefnd dæmdi Klopp upphaflega ekki í bann. Liverpool átti að greiða 30 þúsund pund í sekt og þar með væri málið úr sögunni. Enska sambandið hélt nú aldeilis ekki og áfrýjaði málinu. Eftir að málið var tekið fyrir á nýjan leik var ákveðið að dæma Klopp í eins leiks bann sem og sekta hann um 30 þúsund pund. Þá þarf hann að passa sig í framtíðinni. Jürgen Klopp handed touchline ban for Liverpool's home game against Southampton. Story by @AHunterGuardian https://t.co/J3W9CzgP5K— Guardian sport (@guardian_sport) November 11, 2022 Liverpool hefur lýst yfir óánægju sinni með framkvæmdina þar sem það kom ekki í ljós fyrr en innan við 24 tímum fyrir leik að Klopp yrði í banni á morgun, laugardag. Liverpool er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 19 stig á meðan Southampton er í 18. sæti með 12 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport „Fann brosið mitt á ný“ Fótbolti Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira