Seinni bylgjan: „Bara að Kiel hafi áhuga er risa fjöður í hattinn fyrir Viktor Gísla“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2022 08:01 Viktor Gísli var magnaður í liðinni viku. Twitter@ehfcl Það styttist í HM í handbolta sem fram fer í Póllandi og Svíþjóð. Ef Viktor Gísli Hallgrímsson heldur uppteknum hætti gæti hann orðið ein af stjörnum mótsins en farið var yfir magnaða frammistöðu hans í Meistaradeild Evrópu í nýjasta hlaðvarpsþætti Seinni bylgjunnar. Hinn 22 ára gamli Viktor Gísli stóð vaktina í marki Nantes þegar liðið fékk stórlið Álaborgar í heimsókn. Markvörðurinn knái meira en 20 skot sá til þess að Nantes vann öruggan sjö marka sigur, 35-28. „Hann varði 21 skot, var með 43 prósent markvörslu og varði þrjú vítaköst,“ sagði Stefán Árni Pálsson, um frammistöðu Viktors Gísla. „Byrjaði leikinn ofboðslega sterkt, tók tvö dauðafæri frá Mikkel Hansen. Í einu vítinu sem hann varði þá tók Sebastian Barthold frákastið en hann varði aftur. Varði jafnt og þétt í gegnum allan leikinn, algjörlega mögnuð frammistaða hjá stráknum,“ bætti Ingvi Þór Sæmundsson við. Í kjölfarið ræddi Stefán Árni aðeins þá staðreynd að Kiel sé að íhuga að fá Viktor Gísla yfir til Þýskalands, en þó ekki fyrr en árið 2025. „Markverðirnir hjá Kiel hafa í gegnum söguna verið þeir bestu í heiminum,“ sagði Stefán Árni áður en Ingvi Þór fékk orðið. „Viðurkenningin, bara það að Kiel hafi áhuga er risa fjöður í hattinn fyrir Viktor Gísla. Við höfum átt frábæra markmenn í gegnum tíðina en kannski engan sem hefur spilað á þessu allra hæsta getustigi.“ Að endingu ákváðu þeir félagar að opinbera sína uppáhalds handboltamarkverði allra tíma. Ingvi Þór valdi leikmann sem spilaði með HK um aldamótin á meðan Stefán Árni valdi leikmann sem spilaði lengi vel með ÍBV. Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Sjá meira
Hinn 22 ára gamli Viktor Gísli stóð vaktina í marki Nantes þegar liðið fékk stórlið Álaborgar í heimsókn. Markvörðurinn knái meira en 20 skot sá til þess að Nantes vann öruggan sjö marka sigur, 35-28. „Hann varði 21 skot, var með 43 prósent markvörslu og varði þrjú vítaköst,“ sagði Stefán Árni Pálsson, um frammistöðu Viktors Gísla. „Byrjaði leikinn ofboðslega sterkt, tók tvö dauðafæri frá Mikkel Hansen. Í einu vítinu sem hann varði þá tók Sebastian Barthold frákastið en hann varði aftur. Varði jafnt og þétt í gegnum allan leikinn, algjörlega mögnuð frammistaða hjá stráknum,“ bætti Ingvi Þór Sæmundsson við. Í kjölfarið ræddi Stefán Árni aðeins þá staðreynd að Kiel sé að íhuga að fá Viktor Gísla yfir til Þýskalands, en þó ekki fyrr en árið 2025. „Markverðirnir hjá Kiel hafa í gegnum söguna verið þeir bestu í heiminum,“ sagði Stefán Árni áður en Ingvi Þór fékk orðið. „Viðurkenningin, bara það að Kiel hafi áhuga er risa fjöður í hattinn fyrir Viktor Gísla. Við höfum átt frábæra markmenn í gegnum tíðina en kannski engan sem hefur spilað á þessu allra hæsta getustigi.“ Að endingu ákváðu þeir félagar að opinbera sína uppáhalds handboltamarkverði allra tíma. Ingvi Þór valdi leikmann sem spilaði með HK um aldamótin á meðan Stefán Árni valdi leikmann sem spilaði lengi vel með ÍBV.
Handbolti Seinni bylgjan Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Sjá meira