Neville segir að Arsenal endi ekki sem meistarar Smári Jökull Jónsson skrifar 15. janúar 2023 23:16 Gary Neville er sérfræðingur hjá Skysports og hann er á því að Arsenal endi fyrir neðan bæði Manchesterliðin. Vísir/Getty Arsenal er með átta stiga forskot í ensku úrvalsdeildinni nú þegar mótið er um það bil hálfnað. Gary Neville er á því að Arsenal muni fatast flugið og enda fyrir neðan bæði liðin frá Manchester. Með sigri Arsenal á nágrönnum sínum í Tottenham í dag náði liðið átta stiga forskoti í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City er í öðru sæti en City tapaði gegn erkifjendum sínum í Manchester United í gær en nú munar aðeins einu stigi á Manchesterliðunum. Gary Neville er sérfræðingur hjá Skysports og fyrrum leikmaður Manchester United til margra ára. Hann segir að Arsenal muni ekki enda sem meistarar. Martin Tyler: "Will Arsenal win the league?"Gary Neville: "No. Manchester City will win the league and Manchester United will finish second" pic.twitter.com/5UZIhCjR9S— SPORTbible (@sportbible) January 15, 2023 „Nei, en ég sagði að Leicester myndi ekki vinna deildina. Þeir munu ekki vinna deildina, Manchester City mun vinna og ég held að Manchester United lendi í öðru sæti. Ég veit að þetta mun pirra stuðningsmenn Arsenal,“ sagði Neville en Arsenal hefur ekki unnið enska meistaratitilinn síðan árið 2004. „Ég myndi frekar vilja að Arsenal verði meistarar heldur en Manchester City. Ég held að það yrði magnað fyrir deildina.“ Neville segir að City hafi valtað yfir deildina síðustu árin fyrir utan þegar Liverpool varð meistari árið 2020. Hann segir að það lífgi upp á umræðuna að tala um að Arsenal gæti unnið. „Ég myndi elska það ef Manchester United myndi vinna, en ég held að það gerist ekki á þessu tímabili.“ „City mun fara á skrið“ Gary Neville segir að lið Manchester City muni á einhverjum tímapunkti ná góðu skriði. Hann bendir á á Arsenal og City eigi eftir að mætast tvisvar og veltir fyrir sér hvort Erling Haaland sé ekki að fá næga þjónustu í framlínu City. „Ef Erling Haaland heldur áfram, ef City-vélin fer að malla, ef vörnin stígur aðeins meira upp en þeir hafa gert og þeir þurfa Ruben Dias, þá held ég að City vinni.“ „Einhvern tíman mun Arsenal fara í gegnum erfitt tímabil. Mun Arsenal ná að halda áfram að spila eins og þeir gera núna? Ég held ekki. Þeir gætu gert tvö jafntefli og tapað leik á þriggja leikja tímabili og ef þeir gera það þá er forystan farin.“ The victorious Arsenal team celebrates with their 3,000 travelling supporters after the Gunners beat Spurs 2-0 to win the North London derby pic.twitter.com/xfq2Yds7eG— Layth (@laythy29) January 15, 2023 Neville segir þó að tímabilið muni enda mun betur hjá Arsenal en hann hefði nokkurn tíman giskað á. „Ég veit að stuðningsmenn Arsenal munu skjóta á mig líkt og þeir hafa gert síðustu fjóra mánuði, ég vona að þið vinnið! Hvað varðar Mikel Arteta, þá er svo erfitt fyrir unga knattspyrnustjóra að ná sama stalli og Conte, Klopp, Ancelotti, Guardiola og Mourinho eru á, að verða einn af þessum ofurstjórum. Það er varla hægt.“ Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira
Með sigri Arsenal á nágrönnum sínum í Tottenham í dag náði liðið átta stiga forskoti í ensku úrvalsdeildinni. Manchester City er í öðru sæti en City tapaði gegn erkifjendum sínum í Manchester United í gær en nú munar aðeins einu stigi á Manchesterliðunum. Gary Neville er sérfræðingur hjá Skysports og fyrrum leikmaður Manchester United til margra ára. Hann segir að Arsenal muni ekki enda sem meistarar. Martin Tyler: "Will Arsenal win the league?"Gary Neville: "No. Manchester City will win the league and Manchester United will finish second" pic.twitter.com/5UZIhCjR9S— SPORTbible (@sportbible) January 15, 2023 „Nei, en ég sagði að Leicester myndi ekki vinna deildina. Þeir munu ekki vinna deildina, Manchester City mun vinna og ég held að Manchester United lendi í öðru sæti. Ég veit að þetta mun pirra stuðningsmenn Arsenal,“ sagði Neville en Arsenal hefur ekki unnið enska meistaratitilinn síðan árið 2004. „Ég myndi frekar vilja að Arsenal verði meistarar heldur en Manchester City. Ég held að það yrði magnað fyrir deildina.“ Neville segir að City hafi valtað yfir deildina síðustu árin fyrir utan þegar Liverpool varð meistari árið 2020. Hann segir að það lífgi upp á umræðuna að tala um að Arsenal gæti unnið. „Ég myndi elska það ef Manchester United myndi vinna, en ég held að það gerist ekki á þessu tímabili.“ „City mun fara á skrið“ Gary Neville segir að lið Manchester City muni á einhverjum tímapunkti ná góðu skriði. Hann bendir á á Arsenal og City eigi eftir að mætast tvisvar og veltir fyrir sér hvort Erling Haaland sé ekki að fá næga þjónustu í framlínu City. „Ef Erling Haaland heldur áfram, ef City-vélin fer að malla, ef vörnin stígur aðeins meira upp en þeir hafa gert og þeir þurfa Ruben Dias, þá held ég að City vinni.“ „Einhvern tíman mun Arsenal fara í gegnum erfitt tímabil. Mun Arsenal ná að halda áfram að spila eins og þeir gera núna? Ég held ekki. Þeir gætu gert tvö jafntefli og tapað leik á þriggja leikja tímabili og ef þeir gera það þá er forystan farin.“ The victorious Arsenal team celebrates with their 3,000 travelling supporters after the Gunners beat Spurs 2-0 to win the North London derby pic.twitter.com/xfq2Yds7eG— Layth (@laythy29) January 15, 2023 Neville segir þó að tímabilið muni enda mun betur hjá Arsenal en hann hefði nokkurn tíman giskað á. „Ég veit að stuðningsmenn Arsenal munu skjóta á mig líkt og þeir hafa gert síðustu fjóra mánuði, ég vona að þið vinnið! Hvað varðar Mikel Arteta, þá er svo erfitt fyrir unga knattspyrnustjóra að ná sama stalli og Conte, Klopp, Ancelotti, Guardiola og Mourinho eru á, að verða einn af þessum ofurstjórum. Það er varla hægt.“
Enski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Fleiri fréttir Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sjá meira