Velsæld og árangur? Agnes Barkardóttir skrifar 22. janúar 2023 21:07 Flest óskum við eftir því að vera farsæl í lífinu, gera það sem veitir okkur ánægju og búa við starfsöryggi. En hvernig vitum við að við séum á réttri leið, í rétta starfinu eða að við séum að byggja okkur upp á farsælan máta? Markþjálfun, sjálfsögð verkfærakista Eitt af þeim verkfærum sem hægt er að nýta sér til árangurs er markþjálfun. Fagleg aðferðarfræði sem mjög margir nýta til að komast fyrir vind í verkefnunum sínum, ná betri fókus og setja sér og öðrum mörk. Markþjálfun hefur verið sjálfsögð í verkfærakistu erlendra stjórnenda í áratugi og síðustu ár hefur hún verið að ryðja sér til rúms í íslensku atvinnulífi. Við sem störfum innan fagsins sjáum það á hverjum degi hvernig stjórnendur og aðrir sem nýta markþjálfun reglulega eiga auðveldara með að taka nýjum áskorunum, streita verður minni við álag og leiðin að markmiðum yfirstíganleg. Reynslan á Íslandi Reynslan hefur sýnt okkur að þeir stjórnendur sem sækja markþjálfun öðlast skarpari yfirsýn og meira sjálfsöryggi við störf sín. Eins og fyrr segir hefur markþjálfun verið mikið notuð hjá erlendum stjórnendum en nú sjáum við það æ oftar að fleiri og fleiri fyrirtæki og stofnanir eru farin að nýta hana hérlendis í m.a. starfsmannamálum og stefnumótun, sem er staðfesting þess að aðferðafræðin virkar sem skildi. Þá þekkist það einnig að nýjar og ferskar hugmyndir sem hafa verið mótaðar með markþjálfa ná frekar til stjórnenda fyrirtækjanna því þær hafa farið í gegnum síu spurningaflóðs, ígrundunar og íhugunar. Það eru sannkölluð forréttindi að sjá fólk vaxa og dafna í lífi og starfi og ekki síður að sjá árangurinn koma í ljós. Það gerir okkur kleift að halda áfram að styrkja fagstétt markþjálfa á Íslandi. Árangur í fleiru en krónum og aurum Ný nálgun að árangri fyrirtækja sem starfa í umhverfi hraða og óvissu byggir á þeirri trú að blómstrandi fólk og teymi séu grunnforsenda árangurs. Sú nálgun gerir enn ríkari kröfur á starfsfólk fyrirtækja, þá aðallega leiðtoga og að þeir séu tilbúnari í óvissu, að treysta ferlinu, gera tilraunir, aðlagast hratt og sjá árangur í fleiru en krónum og aurum. Höfundur er markþjálfi og formaður ICF Iceland, félags markþjálfa á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Flest óskum við eftir því að vera farsæl í lífinu, gera það sem veitir okkur ánægju og búa við starfsöryggi. En hvernig vitum við að við séum á réttri leið, í rétta starfinu eða að við séum að byggja okkur upp á farsælan máta? Markþjálfun, sjálfsögð verkfærakista Eitt af þeim verkfærum sem hægt er að nýta sér til árangurs er markþjálfun. Fagleg aðferðarfræði sem mjög margir nýta til að komast fyrir vind í verkefnunum sínum, ná betri fókus og setja sér og öðrum mörk. Markþjálfun hefur verið sjálfsögð í verkfærakistu erlendra stjórnenda í áratugi og síðustu ár hefur hún verið að ryðja sér til rúms í íslensku atvinnulífi. Við sem störfum innan fagsins sjáum það á hverjum degi hvernig stjórnendur og aðrir sem nýta markþjálfun reglulega eiga auðveldara með að taka nýjum áskorunum, streita verður minni við álag og leiðin að markmiðum yfirstíganleg. Reynslan á Íslandi Reynslan hefur sýnt okkur að þeir stjórnendur sem sækja markþjálfun öðlast skarpari yfirsýn og meira sjálfsöryggi við störf sín. Eins og fyrr segir hefur markþjálfun verið mikið notuð hjá erlendum stjórnendum en nú sjáum við það æ oftar að fleiri og fleiri fyrirtæki og stofnanir eru farin að nýta hana hérlendis í m.a. starfsmannamálum og stefnumótun, sem er staðfesting þess að aðferðafræðin virkar sem skildi. Þá þekkist það einnig að nýjar og ferskar hugmyndir sem hafa verið mótaðar með markþjálfa ná frekar til stjórnenda fyrirtækjanna því þær hafa farið í gegnum síu spurningaflóðs, ígrundunar og íhugunar. Það eru sannkölluð forréttindi að sjá fólk vaxa og dafna í lífi og starfi og ekki síður að sjá árangurinn koma í ljós. Það gerir okkur kleift að halda áfram að styrkja fagstétt markþjálfa á Íslandi. Árangur í fleiru en krónum og aurum Ný nálgun að árangri fyrirtækja sem starfa í umhverfi hraða og óvissu byggir á þeirri trú að blómstrandi fólk og teymi séu grunnforsenda árangurs. Sú nálgun gerir enn ríkari kröfur á starfsfólk fyrirtækja, þá aðallega leiðtoga og að þeir séu tilbúnari í óvissu, að treysta ferlinu, gera tilraunir, aðlagast hratt og sjá árangur í fleiru en krónum og aurum. Höfundur er markþjálfi og formaður ICF Iceland, félags markþjálfa á Íslandi.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun