Upplýsingagjöf í sjálfbærni Hildur Tryggvadóttir Flóvenz skrifar 25. janúar 2023 12:01 Undanfarin misseri hefur aukin umræða verið um sjálfbærnitengda upplýsingagjöf. Hér á landi er nokkur fjöldi fyrirtækja skyldugur samkvæmt lögum að veita sjálfbærni upplýsingar. Þá hefur Evrópusambandið samþykkt ný lög um upplýsingagjöf í sjálfbærni sem munu verða leidd í lög hér á landi, þó enn sé ekki ljóst hvenær það verður. Löggjöfin mun fyrst ná til stærri fyrirtækja en með tímanum munu flest fyrirtæki falla undir lögin og verða þá skyldug að veita upplýsingar um sjálfbærni. Mörg fyrirtæki velta því fyrir sér hvernig nálgast eiga upplýsingagjöf í sjálfbærni. Það eru til ýmsar leiðbeiningar, viðmið og staðlar sem hægt er að fara eftir. Nýrri löggjöf Evrópusambandsins mun einnig fylgja staðall um hvernig veita skuli upplýsingarnar auk þess sem unnið er að því víðar í heiminum að samræma og fækka stöðlum og leiðbeiningum um upplýsingagjöf í sjálfbærni svo auðveldara sé að bera saman upplýsingar og koma í veg fyrir grænþvott. Þrátt fyrir að það fyrirtæki okkar sé ekki enn skylt samkvæmt lögum að veita sjálfbærniupplýsingar er gott að huga sem fyrst að upplýsingagjöfinni. Það að veita upplýsingar er í raun lokaskrefið í sjálfbærnimálunum okkar en ekki upphafspunktur. Kröfur um að upplýsa um sjálfbærni eru að aukast ásamt því að skýra betur hvaða upplýsingar eigi að veita. Ekki verður hægt að upplýsa eingöngu um jákvæð áhrif okkar heldur munum við líka þurfa að upplýsa um neikvæð áhrif. Til þess að geta veitt áreiðanlegar og samanburðarhæfar upplýsingar er mikilvægt að huga vel að grunninum. Þess vegna er mikilvægt að byrja á byrjunin og fara í gegnum nokkur skref áður en við dembum okkur í sjálfbærnimáli. Í fyrsta lagi er alltaf best að byrja á því að taka stöðuna á því hvar við stöndum í sjálfbærnimálum. Við getum spurt okkur hversu vel við þekkjum til þessara mála, hvaða kröfur eru gerðar til fyrirtækis okkar bæði lagalegar og frá hagaðilum okkar og skoðað hvað við erum þegar að gera. Í öðru lagi er mikilvægt fyrir okkur að finna út hvaða sjálfbærni þætti rekstur okkar hefur mest áhrif á, bæði jákvæð og neikvæð, og hvernig sjálfbærni hefur áhrif á reksturinn okkar. Þetta er það sem oftast er kölluð mikilvægisgreining. Í þriðja lagi er svo gott að ákveða hvernig fyrirtæki við viljum þegar kemur að sjálfbærni. Viljum við fyrst og fremst tryggja að við förum eftir öllum lögum og reglum eða viljum við vera leiðandi á sviði sjálfbærni eða eitthvað þar á milli? Þegar við höfum farið í gegnum þessi skref getum við farið að vinna frekar í sjálfbærnimálunum. Gott er að setja sér stefnu með skýrum markmiðum og mælikvörðum sem mæla árangur okkar við að ná markmiðum sem við höfum sett. Það er mikilvægt hér að hugsa sjálfbærni ekki sem stakt verkefni heldur flétta hana inn í reksturinn og almenna stefnu fyrirtækisins. Svo, til að hjálpa okkur í átt að markmiðunum, er gott að gera aðgerðaráætlun til að vinna eftir. Þegar við erum komin með grunninn, vitum hvert við stefnum og erum búin að skilgreina mælikvarða og aðgerðir er mun auðveldara að vinna upplýsingagjöfina sama hvaða leiðbeiningar, viðmið eða staðla við notum eða hvaða lagalegu upplýsingakröfur verða settar á fyrirtækið okkar í framtíðinni. Á Janúarráðstefnu Festu sem er haldin á morgun, fimmtudaginn 26. janúar, verða í boði þrjár umræðustofur. Ein þeirra mun fjalla um komandi breytingar á kröfum um sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækja þar sem sérfræðingar á þessu sviði munu svara spurningum og ræða það helsta sem viðkemur þessum málum. Hinar tvær munu fjalla um lagabreytingar í tengslum við sjálfbærni og hin um sjálfbæra nýsköpun og hringrás. Höfundur er Manager í sjálfbærniteymi KPMG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Sjá meira
Undanfarin misseri hefur aukin umræða verið um sjálfbærnitengda upplýsingagjöf. Hér á landi er nokkur fjöldi fyrirtækja skyldugur samkvæmt lögum að veita sjálfbærni upplýsingar. Þá hefur Evrópusambandið samþykkt ný lög um upplýsingagjöf í sjálfbærni sem munu verða leidd í lög hér á landi, þó enn sé ekki ljóst hvenær það verður. Löggjöfin mun fyrst ná til stærri fyrirtækja en með tímanum munu flest fyrirtæki falla undir lögin og verða þá skyldug að veita upplýsingar um sjálfbærni. Mörg fyrirtæki velta því fyrir sér hvernig nálgast eiga upplýsingagjöf í sjálfbærni. Það eru til ýmsar leiðbeiningar, viðmið og staðlar sem hægt er að fara eftir. Nýrri löggjöf Evrópusambandsins mun einnig fylgja staðall um hvernig veita skuli upplýsingarnar auk þess sem unnið er að því víðar í heiminum að samræma og fækka stöðlum og leiðbeiningum um upplýsingagjöf í sjálfbærni svo auðveldara sé að bera saman upplýsingar og koma í veg fyrir grænþvott. Þrátt fyrir að það fyrirtæki okkar sé ekki enn skylt samkvæmt lögum að veita sjálfbærniupplýsingar er gott að huga sem fyrst að upplýsingagjöfinni. Það að veita upplýsingar er í raun lokaskrefið í sjálfbærnimálunum okkar en ekki upphafspunktur. Kröfur um að upplýsa um sjálfbærni eru að aukast ásamt því að skýra betur hvaða upplýsingar eigi að veita. Ekki verður hægt að upplýsa eingöngu um jákvæð áhrif okkar heldur munum við líka þurfa að upplýsa um neikvæð áhrif. Til þess að geta veitt áreiðanlegar og samanburðarhæfar upplýsingar er mikilvægt að huga vel að grunninum. Þess vegna er mikilvægt að byrja á byrjunin og fara í gegnum nokkur skref áður en við dembum okkur í sjálfbærnimáli. Í fyrsta lagi er alltaf best að byrja á því að taka stöðuna á því hvar við stöndum í sjálfbærnimálum. Við getum spurt okkur hversu vel við þekkjum til þessara mála, hvaða kröfur eru gerðar til fyrirtækis okkar bæði lagalegar og frá hagaðilum okkar og skoðað hvað við erum þegar að gera. Í öðru lagi er mikilvægt fyrir okkur að finna út hvaða sjálfbærni þætti rekstur okkar hefur mest áhrif á, bæði jákvæð og neikvæð, og hvernig sjálfbærni hefur áhrif á reksturinn okkar. Þetta er það sem oftast er kölluð mikilvægisgreining. Í þriðja lagi er svo gott að ákveða hvernig fyrirtæki við viljum þegar kemur að sjálfbærni. Viljum við fyrst og fremst tryggja að við förum eftir öllum lögum og reglum eða viljum við vera leiðandi á sviði sjálfbærni eða eitthvað þar á milli? Þegar við höfum farið í gegnum þessi skref getum við farið að vinna frekar í sjálfbærnimálunum. Gott er að setja sér stefnu með skýrum markmiðum og mælikvörðum sem mæla árangur okkar við að ná markmiðum sem við höfum sett. Það er mikilvægt hér að hugsa sjálfbærni ekki sem stakt verkefni heldur flétta hana inn í reksturinn og almenna stefnu fyrirtækisins. Svo, til að hjálpa okkur í átt að markmiðunum, er gott að gera aðgerðaráætlun til að vinna eftir. Þegar við erum komin með grunninn, vitum hvert við stefnum og erum búin að skilgreina mælikvarða og aðgerðir er mun auðveldara að vinna upplýsingagjöfina sama hvaða leiðbeiningar, viðmið eða staðla við notum eða hvaða lagalegu upplýsingakröfur verða settar á fyrirtækið okkar í framtíðinni. Á Janúarráðstefnu Festu sem er haldin á morgun, fimmtudaginn 26. janúar, verða í boði þrjár umræðustofur. Ein þeirra mun fjalla um komandi breytingar á kröfum um sjálfbærniupplýsingagjöf fyrirtækja þar sem sérfræðingar á þessu sviði munu svara spurningum og ræða það helsta sem viðkemur þessum málum. Hinar tvær munu fjalla um lagabreytingar í tengslum við sjálfbærni og hin um sjálfbæra nýsköpun og hringrás. Höfundur er Manager í sjálfbærniteymi KPMG.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun