Hvaða styrkir eru í boði á Íslandi og á Norðurlöndum? Grace Achieng skrifar 16. febrúar 2023 08:01 Á Íslandi og á Norðurlöndum eru margvíslegir styrkir í boði fyrir þá sem vilja fjármagna hugmynd eða verkefni. En hvar á að byrja? Þann 2.febrúar 2023, stóð Nefnd nýrra Íslendinga innan FKA fyrir vinnustofunni „Styrkir í boði fyrir fjármögnun á verkefni þínu eða hugmynd“. Frumælandi okkar var Emily Nikolova, en hún er reynslumikil í styrkjaskrifum og sem ráðgjafi fyrir sprotafyrirtæki og sjálfseignarstofnanir, auk þess sem hún býr yfir meira en 20 ára reynslu á sviði lögfræði og viðskipta. Á vinnustofunni gaf Emily yfirsýn yfir þá styrki sem eru í boði fyrir fjármögnun á mismunandi stigum fyrirtækja eða sjálfseignarstofnana, hvernig sækja á um og skila inn umsókn, og veitti jafnframt ráð varðandi hvernig á að skrifa styrkjaumsókn sem ber árangur. Á Íslandi eru fjölmargir styrkir sem hægt er að sækja um. Hvort sem um er að ræða tækninýjungar, kvenkyns frumkvöðla, nýjar matarhugmyndir, listir og menningu, ferðaþjónustu, aðlögun flóttafólks á Íslandi, markaðssetningu á núverandi vörum og þjónustu og svo framvegis. Lykilatriðið er það að í grunninn er þessir styrkir ætlaðir til þess að skapa og kynna “Made in Iceland” vörur og þjónustu. Einnig eru svæðisbundir styrkir í boði víða um land sem ætlaðir eru fyrir stuðning við vörur og þjónustuna í heimabyggð. Einnig eru margvíslegir norrænir styrkir í boði eins og Nordic Environment Finance Corporation (NOPEF) styrkir fyrir græna tækni og lausnir, og NordForsk styrkir fyrir landbúnaðar-,fiskeldis-, lífhagkerfis-, barna-, kynja og heilsutengd verkefni auk margra annarra. Auk þess eru Nordplus styrkir fyrir verkefni á sviði menntunar og þjálfunar. En hvernig velur þú réttan styrk fyrir rétt verkefni? Lykilatriði sem hafa þarf í huga Skilgreindu nákvæmlega markmið og tilgang verkefnisins Skiptu verkefninu niður í mismunandi þrep, og verkefni eftir tímaröð Skrifaðu niður núverandi stöðu þessara þrepa (verkefna) - lokið, í vinnslu, þarf fjármagn Búðu til fjárhagsáætlun fyrir hvert verkefni og ákvarðaðu hversu stór hluti af fjárhagsáætlunni þarf að vera dekkaður af styrk. Kannaðu hvaða styrkir eru í boði og ákvarðaðu hvaða styrkur hentar hverju verkefni Búðu til áætlun yfir þá styrki sem þú vilt sækja um – hvað, hvenær, hvar Hvernig á að skrifa styrkjaumsókn sem skilar árangri? Það tekur tíma að sækja um styrki. Það gengur ekki upp að byrja að sækja um fimm dögum áður en skilafrestur rennur út. Það tekur nokkra mánuði að undirbúa umsókn um styrk. Hér að neðan eru nokkur atriði sem hafa þarf í huga áður en ferlið hefst: Lestur yfir tilgang sjóðsins, og sérstaklega tilgang styrksins sem þú vilt sækja um Kannaðu hvaða verkefni hafa hlotið fjármögnun á undanförnum árum Hverjar eru reglur sjóðsins og hvernig metur sjóðurinn umsóknir Ef eitthvað er óljóst, hafðu þá samband við tengilið sjóðsins Ekki skrifa umsóknina beint á eyðublaðið, skrifaðu hana fyrst niður í Word eða Excel Útdeildu hlutum af umsókninni á fólkið í teyminu þínu sem býr yfir þekkingu á tilteknu viðfangsefni Skrifaðu raunsæja og vel skilgreinda verkefnaáætlun og fjárhagsáætlun Gerðu almennilega markaðsgreiningu og aðgerðamiðaða ( go-to-market) markaðsstefnu Gerðu grein fyrir virði vörunnar þinnar (hugmynd) Teymið þitt Hvað með tungumál? Það er lykilatriði að lesa reglur sjóðsins varðandi hvort leyfilegt er að skrifa á ensku eða ekki. Fyrir íslenska styrki eru margir sem sýna að þeir geta skrifað annað hvort á íslensku eða ensku. Margir Íslendingar skrifa líka beint á ensku þar sem þeir geta notað það sem grunn þegar sótt er um í norrænum eða evrópskum sjóðum, eða fyrir áhættufjármögnun seinna meir. Það er frábær grunnur til að móta viðskiptastefnuna þína og fjárhagsspár til að nota í viðskiptatengslum, fjárfestatengslum og á mörgum fleiri sviðum. Til að tryggja árangursríka styrkjaumsókn er mikilvægt að gefa sér tíma til að sýna fram á gildi vörunnar eða hugmyndarinnar og útbúa viðeigandi viðskiptaáætlun sem sýnir fram á hvernig þú munt framkvæma stefnuna þína. Um FKA Nýir Íslendingar Nýir Íslendingar er undirnefnd stærstu kvennatengslanets á Íslandi - FKA (Félag kvenna í atvinnurekstri) Markmið okkar er að styðja allar konur af erlendum uppruna sem búa á Íslandi og vilja þróast í sínu fagi og/eða þróa hugmyndir sínar eða fyrirtæki. Höfundur er formaður FKA Nýir Íslendingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Sjá meira
Á Íslandi og á Norðurlöndum eru margvíslegir styrkir í boði fyrir þá sem vilja fjármagna hugmynd eða verkefni. En hvar á að byrja? Þann 2.febrúar 2023, stóð Nefnd nýrra Íslendinga innan FKA fyrir vinnustofunni „Styrkir í boði fyrir fjármögnun á verkefni þínu eða hugmynd“. Frumælandi okkar var Emily Nikolova, en hún er reynslumikil í styrkjaskrifum og sem ráðgjafi fyrir sprotafyrirtæki og sjálfseignarstofnanir, auk þess sem hún býr yfir meira en 20 ára reynslu á sviði lögfræði og viðskipta. Á vinnustofunni gaf Emily yfirsýn yfir þá styrki sem eru í boði fyrir fjármögnun á mismunandi stigum fyrirtækja eða sjálfseignarstofnana, hvernig sækja á um og skila inn umsókn, og veitti jafnframt ráð varðandi hvernig á að skrifa styrkjaumsókn sem ber árangur. Á Íslandi eru fjölmargir styrkir sem hægt er að sækja um. Hvort sem um er að ræða tækninýjungar, kvenkyns frumkvöðla, nýjar matarhugmyndir, listir og menningu, ferðaþjónustu, aðlögun flóttafólks á Íslandi, markaðssetningu á núverandi vörum og þjónustu og svo framvegis. Lykilatriðið er það að í grunninn er þessir styrkir ætlaðir til þess að skapa og kynna “Made in Iceland” vörur og þjónustu. Einnig eru svæðisbundir styrkir í boði víða um land sem ætlaðir eru fyrir stuðning við vörur og þjónustuna í heimabyggð. Einnig eru margvíslegir norrænir styrkir í boði eins og Nordic Environment Finance Corporation (NOPEF) styrkir fyrir græna tækni og lausnir, og NordForsk styrkir fyrir landbúnaðar-,fiskeldis-, lífhagkerfis-, barna-, kynja og heilsutengd verkefni auk margra annarra. Auk þess eru Nordplus styrkir fyrir verkefni á sviði menntunar og þjálfunar. En hvernig velur þú réttan styrk fyrir rétt verkefni? Lykilatriði sem hafa þarf í huga Skilgreindu nákvæmlega markmið og tilgang verkefnisins Skiptu verkefninu niður í mismunandi þrep, og verkefni eftir tímaröð Skrifaðu niður núverandi stöðu þessara þrepa (verkefna) - lokið, í vinnslu, þarf fjármagn Búðu til fjárhagsáætlun fyrir hvert verkefni og ákvarðaðu hversu stór hluti af fjárhagsáætlunni þarf að vera dekkaður af styrk. Kannaðu hvaða styrkir eru í boði og ákvarðaðu hvaða styrkur hentar hverju verkefni Búðu til áætlun yfir þá styrki sem þú vilt sækja um – hvað, hvenær, hvar Hvernig á að skrifa styrkjaumsókn sem skilar árangri? Það tekur tíma að sækja um styrki. Það gengur ekki upp að byrja að sækja um fimm dögum áður en skilafrestur rennur út. Það tekur nokkra mánuði að undirbúa umsókn um styrk. Hér að neðan eru nokkur atriði sem hafa þarf í huga áður en ferlið hefst: Lestur yfir tilgang sjóðsins, og sérstaklega tilgang styrksins sem þú vilt sækja um Kannaðu hvaða verkefni hafa hlotið fjármögnun á undanförnum árum Hverjar eru reglur sjóðsins og hvernig metur sjóðurinn umsóknir Ef eitthvað er óljóst, hafðu þá samband við tengilið sjóðsins Ekki skrifa umsóknina beint á eyðublaðið, skrifaðu hana fyrst niður í Word eða Excel Útdeildu hlutum af umsókninni á fólkið í teyminu þínu sem býr yfir þekkingu á tilteknu viðfangsefni Skrifaðu raunsæja og vel skilgreinda verkefnaáætlun og fjárhagsáætlun Gerðu almennilega markaðsgreiningu og aðgerðamiðaða ( go-to-market) markaðsstefnu Gerðu grein fyrir virði vörunnar þinnar (hugmynd) Teymið þitt Hvað með tungumál? Það er lykilatriði að lesa reglur sjóðsins varðandi hvort leyfilegt er að skrifa á ensku eða ekki. Fyrir íslenska styrki eru margir sem sýna að þeir geta skrifað annað hvort á íslensku eða ensku. Margir Íslendingar skrifa líka beint á ensku þar sem þeir geta notað það sem grunn þegar sótt er um í norrænum eða evrópskum sjóðum, eða fyrir áhættufjármögnun seinna meir. Það er frábær grunnur til að móta viðskiptastefnuna þína og fjárhagsspár til að nota í viðskiptatengslum, fjárfestatengslum og á mörgum fleiri sviðum. Til að tryggja árangursríka styrkjaumsókn er mikilvægt að gefa sér tíma til að sýna fram á gildi vörunnar eða hugmyndarinnar og útbúa viðeigandi viðskiptaáætlun sem sýnir fram á hvernig þú munt framkvæma stefnuna þína. Um FKA Nýir Íslendingar Nýir Íslendingar er undirnefnd stærstu kvennatengslanets á Íslandi - FKA (Félag kvenna í atvinnurekstri) Markmið okkar er að styðja allar konur af erlendum uppruna sem búa á Íslandi og vilja þróast í sínu fagi og/eða þróa hugmyndir sínar eða fyrirtæki. Höfundur er formaður FKA Nýir Íslendingar.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun