Kókaínið brennt fljótlega eftir haldlagningu í Hollandi Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 6. mars 2023 13:37 Hollenskir tollverðir fundu hundrað kíló af kókaíni sem flytja átti til Íslands. Til hægri er einn af sakborningum í málinu, Jóhannes Páll Durr, við aðalmeðferð í morgun. Tollvörður, efnafræðingur og rannsóknaraðilar í Hollandi báru vitni fyrir dómi í aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í dag. Vitnin komu öll að haldlagningu eða rannsóknum á hundrað kílóum af kókaíni sem fjórir íslenskir menn hugðust að flytja til landsins. Samkvæmt hollenskum verkferlum voru efnin brennd mjög fljótlega eftir að þau voru haldlögð. Hollenskur tollvörður lýsti því fyrir dómi í morgun að réttaraðstoðarbeiðni hefði borist frá íslenskum yfirvöldum í júlí 2022. Þar var tekið fram að grunur léki á að gámur, sem væntanlegur var til Hollands frá Brasilíu, innihéldi mikið magn kókaíns sem falið væri í viðarardrumbum. Taka aðeins sýni úr tíu prósent efna Hollensku tollverðirnir fundu efnin og sá sem fyrst bar vitni staðfesti að öllum reglum hefði verið fylgt þegar kom að haldlagningu þeirra og sýnatöku. Hann lýsti því jafnframt að hollenskar reglur kveði á um að aðeins séu tekin sýni úr tíu prósent sendinga. Næsta vitni var stjórnandi í teymi sem kallað er til þegar grunur leikur á um að ólögleg efni sé að ræða. Teymið sér um rannsókn, sýnatöku og haldlagningu efnanna ef til þess kemur. Hollensku vitnin gáfu öll skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað en þessi stjórnandi rannsóknarteymisins kom ekki fram í mynd. Aðspurður af dómara hvers vegna það væri ekki hægt sagðist hann vinna að svo leynilegum aðgerðum að hann gæti það ekki. 81-91% styrkleiki Hollenskur efnafræðingur á rannsóknarstofu sem kom að styrkleikamælingu efnanna bar vitni. Hann sagði að um kókaín hefði verið að ræða í öllum tíu sýnunum sem tekin voru úr sendingunni. Styrkleikinn var 81-90%. Aðspurður hvort að það væri hár styrkleiki miðað við það sem hann er vanur að sjá, skýrði hann frá því að samkvæmt hollenskri löggjöf skipti styrkleiki fíkniefna ekki máli svo þeir séu ekki mikið að mæla hann. Efnin send í brennslu sem fyrst Þá bar vitni héraðsaksóknari í Rotterdam, en hún er sú sem tók ákvörðun um að eyða efnunun fljótlega eftir að þau voru haldlögð. Hún sagði frá því að staðlaðar, hollenskar reglur kveði á um að aðeins séu tekin tíu prósent af efnum úr sendingum til sýnatöku, þó að hámarki þrjátíu pakkar. Aðspurð um ástæðu þess að efnum væri eytt svo fljótt sagði hún það vera til að koma í veg fyrir að þau kæmust í umferð. Því væri ávallt farið með efni í brennsluofn sem fyrst. Hún staðfesti einnig að öllum verkferlum og reglum hefði verið fylgt í þessu tilfelli. Páll Jónsson og Daði Björnson sátu saman fyrir aftan verjendur sína í dómsal í dag. Vinirnir Birgir Halldórsson og Jóhannes Páll Durr sátu saman annars staðar í salnum. Verjandi eins ákærða í málinu spurði vitnið hvort að íslensk yfirvöld hefðu geta sent réttarbeiðni til Hollands og farið fram á að efnin yrðu geymd. Hún var afdráttarlaus þegar hún svaraði einfaldlega: „Nei.“ Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Sjá meira
Hollenskur tollvörður lýsti því fyrir dómi í morgun að réttaraðstoðarbeiðni hefði borist frá íslenskum yfirvöldum í júlí 2022. Þar var tekið fram að grunur léki á að gámur, sem væntanlegur var til Hollands frá Brasilíu, innihéldi mikið magn kókaíns sem falið væri í viðarardrumbum. Taka aðeins sýni úr tíu prósent efna Hollensku tollverðirnir fundu efnin og sá sem fyrst bar vitni staðfesti að öllum reglum hefði verið fylgt þegar kom að haldlagningu þeirra og sýnatöku. Hann lýsti því jafnframt að hollenskar reglur kveði á um að aðeins séu tekin sýni úr tíu prósent sendinga. Næsta vitni var stjórnandi í teymi sem kallað er til þegar grunur leikur á um að ólögleg efni sé að ræða. Teymið sér um rannsókn, sýnatöku og haldlagningu efnanna ef til þess kemur. Hollensku vitnin gáfu öll skýrslu í gegnum fjarfundarbúnað en þessi stjórnandi rannsóknarteymisins kom ekki fram í mynd. Aðspurður af dómara hvers vegna það væri ekki hægt sagðist hann vinna að svo leynilegum aðgerðum að hann gæti það ekki. 81-91% styrkleiki Hollenskur efnafræðingur á rannsóknarstofu sem kom að styrkleikamælingu efnanna bar vitni. Hann sagði að um kókaín hefði verið að ræða í öllum tíu sýnunum sem tekin voru úr sendingunni. Styrkleikinn var 81-90%. Aðspurður hvort að það væri hár styrkleiki miðað við það sem hann er vanur að sjá, skýrði hann frá því að samkvæmt hollenskri löggjöf skipti styrkleiki fíkniefna ekki máli svo þeir séu ekki mikið að mæla hann. Efnin send í brennslu sem fyrst Þá bar vitni héraðsaksóknari í Rotterdam, en hún er sú sem tók ákvörðun um að eyða efnunun fljótlega eftir að þau voru haldlögð. Hún sagði frá því að staðlaðar, hollenskar reglur kveði á um að aðeins séu tekin tíu prósent af efnum úr sendingum til sýnatöku, þó að hámarki þrjátíu pakkar. Aðspurð um ástæðu þess að efnum væri eytt svo fljótt sagði hún það vera til að koma í veg fyrir að þau kæmust í umferð. Því væri ávallt farið með efni í brennsluofn sem fyrst. Hún staðfesti einnig að öllum verkferlum og reglum hefði verið fylgt í þessu tilfelli. Páll Jónsson og Daði Björnson sátu saman fyrir aftan verjendur sína í dómsal í dag. Vinirnir Birgir Halldórsson og Jóhannes Páll Durr sátu saman annars staðar í salnum. Verjandi eins ákærða í málinu spurði vitnið hvort að íslensk yfirvöld hefðu geta sent réttarbeiðni til Hollands og farið fram á að efnin yrðu geymd. Hún var afdráttarlaus þegar hún svaraði einfaldlega: „Nei.“
Stóra kókaínmálið 2022 Dómsmál Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Sjá meira