Brotið á dýri sem háði tveggja tíma dauðastríð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 12. maí 2023 19:26 Hér hefur kýrin þegar verið hæfð tvisvar sinnum með skutul. Hún var hæfð fjórum sinnum á tveimur klukkustundum. Vísi/Skjáskot Á eftirlitsmyndbandi Matvælastofnunar sést tveggja klukkustunda langt dauðastríð langreyðar sem hæfa þurfti fjórum sinnum með skutlum. Formaður Dýralæknafélags Íslands telur ljóst að lög um dýravelferð hafi verið brotin og vandséð að hægt verði að komast hjá því við veiðarnar. Myndbandið var tekið upp af eftirlitsmanni á vegum Matvælastofnunar og birti Heimildin fyrst hluta þeirra í dag. Kýrin sem sést í þessu tiltekna myndbandi er ein tveggja sem þurfti að skjóta með fjórum sprengiskutlum til þess að aflífa. Á tímastimplum sést að dauðastríðið stóð yfir í tvær klukkustundir og í skýrslu Matvælastofnunar segir að dýrið hafi líklega upplifað miklar þjáningar á þeim tíma. Í myndbandinu sem sést í meðfylgjandi frétt sést blóðpollur myndast í kringum dýrið sem kemur reglulega upp og blæs og er skotið. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ítrekaði í dag að ekki stæði til að afturkalla veiðileyfi Hvals hf. fyrir vertíðina sem nú er fram undan. Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands fordæmir það og telur ljóst að brotið sé gegn lögum um dýravelferð „Mér finnst mjög sérstakt að það hafi engar afleiðingar. Þeir skulu bara fara aftur út og veiða og ég skil ekki alveg hvernig það getur gengið ef við hugsum um velferð dýranna,“ segir Bára. Hún segir ljóst að dýrið hafi upplifað mikinn sárauka og mikla streitu að þetta fyrirkomulag yrði ekki liðið við aflífun annarra spendýra. Bára segir vandséð að veiðin geti yfir höfuð uppfyllt lagakröfur. Undarlegt sé að fara inn í vertíðina með þessi gögn fyrirliggjandi. „Ef við gerum þetta eins, og með þessum hætti, og það eru um þrjátíu prósent dýranna að líða miklar þjáningar er enginn vafi á því að við erum að brjóta gegn velferð dýra.“ Hvalveiðar Hvalir Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
Myndbandið var tekið upp af eftirlitsmanni á vegum Matvælastofnunar og birti Heimildin fyrst hluta þeirra í dag. Kýrin sem sést í þessu tiltekna myndbandi er ein tveggja sem þurfti að skjóta með fjórum sprengiskutlum til þess að aflífa. Á tímastimplum sést að dauðastríðið stóð yfir í tvær klukkustundir og í skýrslu Matvælastofnunar segir að dýrið hafi líklega upplifað miklar þjáningar á þeim tíma. Í myndbandinu sem sést í meðfylgjandi frétt sést blóðpollur myndast í kringum dýrið sem kemur reglulega upp og blæs og er skotið. Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, ítrekaði í dag að ekki stæði til að afturkalla veiðileyfi Hvals hf. fyrir vertíðina sem nú er fram undan. Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands fordæmir það og telur ljóst að brotið sé gegn lögum um dýravelferð „Mér finnst mjög sérstakt að það hafi engar afleiðingar. Þeir skulu bara fara aftur út og veiða og ég skil ekki alveg hvernig það getur gengið ef við hugsum um velferð dýranna,“ segir Bára. Hún segir ljóst að dýrið hafi upplifað mikinn sárauka og mikla streitu að þetta fyrirkomulag yrði ekki liðið við aflífun annarra spendýra. Bára segir vandséð að veiðin geti yfir höfuð uppfyllt lagakröfur. Undarlegt sé að fara inn í vertíðina með þessi gögn fyrirliggjandi. „Ef við gerum þetta eins, og með þessum hætti, og það eru um þrjátíu prósent dýranna að líða miklar þjáningar er enginn vafi á því að við erum að brjóta gegn velferð dýra.“
Hvalveiðar Hvalir Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira