Um ólögmæti verðtryggðra lánasamninga Örn Karlsson skrifar 17. maí 2023 08:31 Verðtryggingu er ætlað að leiðrétta skuld fyrir rýrnun myntarinnar sem notuð er sem greiðslumiðill. Þannig á verðtryggingin að tryggja að verðmætin sem lánuð voru skili sér til baka. Stjórnvöld, dómstólar, Seðlabankinn, hagfræðideildir háskólanna, Umboðsmaður Alþingis og fjármálastofnanir standa í þeirri meiningu að þannig virki einmitt framkvæmd verðtryggingar á neytendamarkaði Íslands. Almenningur er á öðru máli, hann finnur á eigin skinni að eitthvað er bogið við verðtryggð lán. Alla þessa öld og lengur hefur almenningur þegar hann er spurður í könnunum viljað verðtryggingu feiga. Nálægt 80% almennings svarar að jafnaði með þeim hætti. Nú er spurning hvort elítan eða almenningur hefur rétt fyrir sér? Í fullkomnu lýðræði þyrfti ekki að svara spurningunni, þá réði almenningur og verðtrygging væri fyrir löngu afnumin á neytendamarkaði. En við lifum ekki við slíkt lýðræði og því er nauðsynlegt að kryfja málið til mergjar. Hvað er verðbólga? Hugtakið „verðbólga“ þvælist oft fyrir fólki og stofnunum sem fjalla um þessi mál. Er verðbólga hið peningatengda fyrirbrigði þegar mynt hagkerfis rýrnar í kjölfar þenslu peningamagnsins umfram vöxt hagkerfisins eða er verðbólga allar verðbreytingar sem vísitala neysluverðs nemur? Hér er stór munur á. Ónákvæmni vinnubragða hagfræðimenntaðra manna hefur leitt til að hugtakið verðbólga nær yfir hrærigraut illa skilgreindra fyrirbæra. Það er vaxandi tilhneiging til að skilgreina verðbólgu sem hækkun vísitölu neysluverðs. Úr því svo er komið er nauðsynlegt að greina verðbólguþætti eftir eðli þeirra. Vísitala neysluverðs, sem ákvarðar lögskiptin í verðtryggðum lánasamningum hækkar af þrennum eðlisólíkum orsökum: A vegna klassísku verðbólgunnar þegar peningamagnið af einhverjum ástæðum verður meira en passar hagkerfinu. Þá rýrnar myntin og nafnverð vöruflórunnar hækkar. (A verðbólga) B þegar raunverð einstakara vara og vöruflokka hækkar vegna hnykkja í framboði eða eftirspurn sem jafnan eru leiddir fram af atvikum óháðum peningum. (B verðbólga) C vegna tækifærismennsku t.d. verðskriðs á fákeppnismörkuðum. (C verðbólga) Auðvitað sósast verðbólguþættirnir saman í raunheimi. Peningahagfræðin viðurkennir að verðbólguþættirnir hafi ólíkt eðli. B verðbólga er óháð breytingum á virði gjaldmiðils á meðan A verðbólga er afleiðing rýrnunar gjaldmiðils. Fyrir seðlabanka er nauðsynlegt að einangra A verðbólguna því hún er mælikvarði á rýrnun gjaldmiðils og grundvallarviðmið í peningastjórn. Í þessum tilgangi eru reiknaðar kjarnavísitölur auk þess sem stærstu seðlabankarnir tölfræðigreina verðbreytingarflóruna til að sigta út hinn sameiginlega þátt verðbreytinganna sem er þá jafnframt besta nálgun á rýrnun gjaldmiðilsins. Hvaða verkun hafa verðtryggðir lánasamningar í B verðbólgu? Með ofangreint í huga blasir auðvitað við að við framkvæmd verðtryggingar á Íslandi leiðréttast skuldir ekki í samræmi við rýrnun myntarinnar þegar B verðbólga er ríkjandi. En þurfum við að hafa áhyggjur af því? Er B verðbólgan ekki iðulega lítið brot verðbólgunnar? Jú við þurfum að hafa áhyggjur, því oft er B verðbólga tengd vörum sem hafa mjög mikið vægi í vörukörfu vísitölunnar, t.d. húsnæði og olíuvörum. Rifjum upp að B verðbólga stafar ekki frá rýrnun greiðslumyntarinnar en hún leiðir engu að síður til hækkunar vísitölu neysluverðs. Áhrif verðtryggingar í B verðbólgu leiða því til hækkunar verðtryggðra skulda að raunvirði. Raunverulegar eignir skuldara eru þá færðar lánadrottnum á silfurfati þvert á tilganginn með verðtryggingu. Í B verðbólgu hætta verðtryggðir lánasamningar að þjóna tilgangi sínum og snúast í andhverfu sína. Hvernig má lýsa verðtryggðum lánasamningum? Í A verðbólgu leiðrétta verðtryggðir lánasamningar rýrnun greiðslumyntar og tryggja lánadrottni sömu verðmæti til baka. Í B verðbólgu breytast verðtryggðir lánasamningar úr leiðréttingarsamningum í afleiðusamninga sem færa lánadrottnum eignir skuldara á silfurfati. Þessi verkun verðtryggðra lánasamninga í B verðbólgu gengur þvert á tilgang laga um vexti og verðtryggingu og stangast jafnframt á við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Rétt er jafnframt að benda á að afleiðusamningar eru óheimilir á neytendamarkaði samkvæmt Evrópurétti. Þekkjum við dæmi um B verðbólgu? Upphaf þess verðbólgutímabils sem við lifum nú má rekja til hækkunar húsnæðisverðs. Húsnæðisverðið reis óháð breytingum á virði krónunnar. Húsnæðisverð reis því að raunvirði. Atvikið sem leiddi til hækkunarinnar var vaxtalækkun Seðlabankans. Lítt krefjandi lánþegaskilyrði og lækkun bindiskyldu bankanna studdu jafnframt við mikla eftirspurn og þar með verðhækkun. Á fyrstu misserum núverandi verðbólgutímabils mokaði verðtryggingin því raunverulegum eignum skuldugra til fjármálastofnana. Þessi eignaupptaka var að sjálfsögðu ólögleg. Ekkert réttlætir slíka eignaupptöku, sér í lagi er hún ógeðfeld í ljósi þess að hún bitnar verst á fátækustu fjölskyldum samfélagsins. Í raun má líkja íslenskri verðtryggingu við kúgunartæki þegar B verðbólga er partur verðbólgunnar. Höfundur er vélaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Örn Karlsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Verðtryggingu er ætlað að leiðrétta skuld fyrir rýrnun myntarinnar sem notuð er sem greiðslumiðill. Þannig á verðtryggingin að tryggja að verðmætin sem lánuð voru skili sér til baka. Stjórnvöld, dómstólar, Seðlabankinn, hagfræðideildir háskólanna, Umboðsmaður Alþingis og fjármálastofnanir standa í þeirri meiningu að þannig virki einmitt framkvæmd verðtryggingar á neytendamarkaði Íslands. Almenningur er á öðru máli, hann finnur á eigin skinni að eitthvað er bogið við verðtryggð lán. Alla þessa öld og lengur hefur almenningur þegar hann er spurður í könnunum viljað verðtryggingu feiga. Nálægt 80% almennings svarar að jafnaði með þeim hætti. Nú er spurning hvort elítan eða almenningur hefur rétt fyrir sér? Í fullkomnu lýðræði þyrfti ekki að svara spurningunni, þá réði almenningur og verðtrygging væri fyrir löngu afnumin á neytendamarkaði. En við lifum ekki við slíkt lýðræði og því er nauðsynlegt að kryfja málið til mergjar. Hvað er verðbólga? Hugtakið „verðbólga“ þvælist oft fyrir fólki og stofnunum sem fjalla um þessi mál. Er verðbólga hið peningatengda fyrirbrigði þegar mynt hagkerfis rýrnar í kjölfar þenslu peningamagnsins umfram vöxt hagkerfisins eða er verðbólga allar verðbreytingar sem vísitala neysluverðs nemur? Hér er stór munur á. Ónákvæmni vinnubragða hagfræðimenntaðra manna hefur leitt til að hugtakið verðbólga nær yfir hrærigraut illa skilgreindra fyrirbæra. Það er vaxandi tilhneiging til að skilgreina verðbólgu sem hækkun vísitölu neysluverðs. Úr því svo er komið er nauðsynlegt að greina verðbólguþætti eftir eðli þeirra. Vísitala neysluverðs, sem ákvarðar lögskiptin í verðtryggðum lánasamningum hækkar af þrennum eðlisólíkum orsökum: A vegna klassísku verðbólgunnar þegar peningamagnið af einhverjum ástæðum verður meira en passar hagkerfinu. Þá rýrnar myntin og nafnverð vöruflórunnar hækkar. (A verðbólga) B þegar raunverð einstakara vara og vöruflokka hækkar vegna hnykkja í framboði eða eftirspurn sem jafnan eru leiddir fram af atvikum óháðum peningum. (B verðbólga) C vegna tækifærismennsku t.d. verðskriðs á fákeppnismörkuðum. (C verðbólga) Auðvitað sósast verðbólguþættirnir saman í raunheimi. Peningahagfræðin viðurkennir að verðbólguþættirnir hafi ólíkt eðli. B verðbólga er óháð breytingum á virði gjaldmiðils á meðan A verðbólga er afleiðing rýrnunar gjaldmiðils. Fyrir seðlabanka er nauðsynlegt að einangra A verðbólguna því hún er mælikvarði á rýrnun gjaldmiðils og grundvallarviðmið í peningastjórn. Í þessum tilgangi eru reiknaðar kjarnavísitölur auk þess sem stærstu seðlabankarnir tölfræðigreina verðbreytingarflóruna til að sigta út hinn sameiginlega þátt verðbreytinganna sem er þá jafnframt besta nálgun á rýrnun gjaldmiðilsins. Hvaða verkun hafa verðtryggðir lánasamningar í B verðbólgu? Með ofangreint í huga blasir auðvitað við að við framkvæmd verðtryggingar á Íslandi leiðréttast skuldir ekki í samræmi við rýrnun myntarinnar þegar B verðbólga er ríkjandi. En þurfum við að hafa áhyggjur af því? Er B verðbólgan ekki iðulega lítið brot verðbólgunnar? Jú við þurfum að hafa áhyggjur, því oft er B verðbólga tengd vörum sem hafa mjög mikið vægi í vörukörfu vísitölunnar, t.d. húsnæði og olíuvörum. Rifjum upp að B verðbólga stafar ekki frá rýrnun greiðslumyntarinnar en hún leiðir engu að síður til hækkunar vísitölu neysluverðs. Áhrif verðtryggingar í B verðbólgu leiða því til hækkunar verðtryggðra skulda að raunvirði. Raunverulegar eignir skuldara eru þá færðar lánadrottnum á silfurfati þvert á tilganginn með verðtryggingu. Í B verðbólgu hætta verðtryggðir lánasamningar að þjóna tilgangi sínum og snúast í andhverfu sína. Hvernig má lýsa verðtryggðum lánasamningum? Í A verðbólgu leiðrétta verðtryggðir lánasamningar rýrnun greiðslumyntar og tryggja lánadrottni sömu verðmæti til baka. Í B verðbólgu breytast verðtryggðir lánasamningar úr leiðréttingarsamningum í afleiðusamninga sem færa lánadrottnum eignir skuldara á silfurfati. Þessi verkun verðtryggðra lánasamninga í B verðbólgu gengur þvert á tilgang laga um vexti og verðtryggingu og stangast jafnframt á við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Rétt er jafnframt að benda á að afleiðusamningar eru óheimilir á neytendamarkaði samkvæmt Evrópurétti. Þekkjum við dæmi um B verðbólgu? Upphaf þess verðbólgutímabils sem við lifum nú má rekja til hækkunar húsnæðisverðs. Húsnæðisverðið reis óháð breytingum á virði krónunnar. Húsnæðisverð reis því að raunvirði. Atvikið sem leiddi til hækkunarinnar var vaxtalækkun Seðlabankans. Lítt krefjandi lánþegaskilyrði og lækkun bindiskyldu bankanna studdu jafnframt við mikla eftirspurn og þar með verðhækkun. Á fyrstu misserum núverandi verðbólgutímabils mokaði verðtryggingin því raunverulegum eignum skuldugra til fjármálastofnana. Þessi eignaupptaka var að sjálfsögðu ólögleg. Ekkert réttlætir slíka eignaupptöku, sér í lagi er hún ógeðfeld í ljósi þess að hún bitnar verst á fátækustu fjölskyldum samfélagsins. Í raun má líkja íslenskri verðtryggingu við kúgunartæki þegar B verðbólga er partur verðbólgunnar. Höfundur er vélaverkfræðingur.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun