Eru lögfræðingar sérfræðingar í sársaukaskyni dýra? Ólafur Valsson skrifar 25. maí 2023 07:31 Matvælaráðherra og MAST hafa að undanförnu átt bágt með að réttlæta hvaladráp fyrir almenningi sem stendur agndofa yfir þeirri grimmd sem skín í gegn við dráp á langreyðum sem stundað er af einu fyrirtæki. Hvalir eru drepnir á vægðarlausan hátt og virðist sem ekkert geti stöðvað tilgangslaust dýraníðið. Matvælaráðherra og MAST vísa til ákvæða laga og bera fyrir sig lögfræðinga sem telja sig ekki þess búna að kveða á um hvenær dauðastríð langreyða sé innan marka laga sem segja að veiðar skuli valda villltum dýrum sem minnstum sársauka og aflífun þeirra taka sem skemmstan tíma. Ljóst er að dýrin sem um ræðir eru með jafn þróað sársaukaskyn og við mannfólkið. Þetta vita flestir. Það liggur alveg ljóst fyrir að dýrin kveljast svona álíka einsog ef spjóti væri skutlað í okkur og svo togað í af afli. Vel kann að vera að lögfræðingarnir sem vitnað er til hafi einmitt áttað sig á að það er ekki þeirra að setja tímamörk á hvenær „sem skemmstur tími“ er nógu stuttur og hafi þessvegna ekki viljað eða getað sett fram ákveðin tímamörk sem eigi að gilda um langreyði. Það er nefnilega þeirra sem fagþekkinguna hafa að meta, að setja mörkin. Margra klukkutíma dauðastríð, og reyndar þó ekki væri nema nokkurra mínútna dauðastríð, er algjörlega óásættanlegt og það vitum við öll sem eitthvað þekkjum til sársaukaskyns dýra. Dýrið á að drepast samstundis og aðferðin verður að ná því í nánast öllum tilfellum, ella er hún ekki tæk. Ef aðferðir sem notaðar eru drepa ekki öll dýr sem skotin eru því sem næst samstundis þá uppfylla þær einfaldlega ekki skilyrði laga um dýravelferð og af því einu leiðir að drápin ætti að banna tafarlaust. Það er kominn tími til að sérfræðingar í dýrum setji mörkin um hve lengi og mikið veiddur hvalur má þjást. Við sem sérfræðingar verðum að slá í borðið. Ég geri það hér með. Margra klukkutíma dauðastríð rúmast vitaskuld alls ekki innan þess sem kallað er „sem skemmstur tími“. Drápsaðferðin uppfyllir á engan hátt ákvæði um að valda sem minnstum sársauka og er með öllu óásættanleg. Ég skora á ráðherra Svandísi Svavarsdóttur að banna veiðar strax. Það er ósómi af því dýraníði sem hér viðgengst. Hræðsla virðist við skaðabótamál. Kanski, en það má ekki verða til þess að murkað sé lífið úr tugum ef ekki hundruðum hvala á villimannslegan hátt. Tapist slíkt skaðabótamál er það fórnarkostnaður sem ráðherra mætti vera stolt af að hafa stofnað til. Hvernig væri að láta hvalina njóta vafans! Höfundur er dýralæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Sjá meira
Matvælaráðherra og MAST hafa að undanförnu átt bágt með að réttlæta hvaladráp fyrir almenningi sem stendur agndofa yfir þeirri grimmd sem skín í gegn við dráp á langreyðum sem stundað er af einu fyrirtæki. Hvalir eru drepnir á vægðarlausan hátt og virðist sem ekkert geti stöðvað tilgangslaust dýraníðið. Matvælaráðherra og MAST vísa til ákvæða laga og bera fyrir sig lögfræðinga sem telja sig ekki þess búna að kveða á um hvenær dauðastríð langreyða sé innan marka laga sem segja að veiðar skuli valda villltum dýrum sem minnstum sársauka og aflífun þeirra taka sem skemmstan tíma. Ljóst er að dýrin sem um ræðir eru með jafn þróað sársaukaskyn og við mannfólkið. Þetta vita flestir. Það liggur alveg ljóst fyrir að dýrin kveljast svona álíka einsog ef spjóti væri skutlað í okkur og svo togað í af afli. Vel kann að vera að lögfræðingarnir sem vitnað er til hafi einmitt áttað sig á að það er ekki þeirra að setja tímamörk á hvenær „sem skemmstur tími“ er nógu stuttur og hafi þessvegna ekki viljað eða getað sett fram ákveðin tímamörk sem eigi að gilda um langreyði. Það er nefnilega þeirra sem fagþekkinguna hafa að meta, að setja mörkin. Margra klukkutíma dauðastríð, og reyndar þó ekki væri nema nokkurra mínútna dauðastríð, er algjörlega óásættanlegt og það vitum við öll sem eitthvað þekkjum til sársaukaskyns dýra. Dýrið á að drepast samstundis og aðferðin verður að ná því í nánast öllum tilfellum, ella er hún ekki tæk. Ef aðferðir sem notaðar eru drepa ekki öll dýr sem skotin eru því sem næst samstundis þá uppfylla þær einfaldlega ekki skilyrði laga um dýravelferð og af því einu leiðir að drápin ætti að banna tafarlaust. Það er kominn tími til að sérfræðingar í dýrum setji mörkin um hve lengi og mikið veiddur hvalur má þjást. Við sem sérfræðingar verðum að slá í borðið. Ég geri það hér með. Margra klukkutíma dauðastríð rúmast vitaskuld alls ekki innan þess sem kallað er „sem skemmstur tími“. Drápsaðferðin uppfyllir á engan hátt ákvæði um að valda sem minnstum sársauka og er með öllu óásættanleg. Ég skora á ráðherra Svandísi Svavarsdóttur að banna veiðar strax. Það er ósómi af því dýraníði sem hér viðgengst. Hræðsla virðist við skaðabótamál. Kanski, en það má ekki verða til þess að murkað sé lífið úr tugum ef ekki hundruðum hvala á villimannslegan hátt. Tapist slíkt skaðabótamál er það fórnarkostnaður sem ráðherra mætti vera stolt af að hafa stofnað til. Hvernig væri að láta hvalina njóta vafans! Höfundur er dýralæknir.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun