Clapton er guð Kristinn Theódórsson skrifar 8. júní 2023 10:31 Eitt sinn þótti töff að krota „Clapton er guð“ á veggi. Eric Clapton þótti nefnilega helvíti sleipur á gítarinn. Þessu eru eflaust margir búnir að gleyma, eða vissu aldrei. Fyrir nokkrum árum fannst ný öreind. Hún fékk nafnið Higgs boson. Stundum kölluð Guðs-eindin, sem pirrar eðlisfræðinga. Nema hvað hún tifar og það er hægt að lesa úr tifinu ASCII kóða og kóðinn stafar „clapton est dieu“. Sem er ótrúlegt. Það er „Clapton er guð“ frönsku, því CERN hraðallinn er á landamærum Frakklands og Sviss. Nei, þetta er náttúrulega bull. Bara ég að skálda. En hvað myndu eðlisfræðingar ráða af svona skilaboðum? Nú fyrir það fyrsta að þetta séu ekki skilaboð. Því það sé ekki neinn sendandi. Og fyrir það annað að þetta sé A) tilviljun eða B) eitthvað sem mælandinn hafi orsakað. Enginn myndi hringja í Eric Clapton og spyrja hann hvort hann sé virkilega guð. Eðlilega. Það væri fáránlegt. En það sýnir samt vel hvað við erum sannfærð um að vísindalega efnishyggjan sé sönn og að við verðum að leita skýringa innan þess kerfis. Alveg sama hve furðulegt eitthvað er. Ímyndum okkur til gamans að tilveran sé sýndarveruleiki. Hvernig ættum við að komast að því? Við gætum það eflaust ekki. En með hugmyndina um sýndarveruleika í huga mætti leika sér með hugmyndir eins og að ástæðan fyrir því að Miklihvellur er svona einstakur viðburður sé að þá hófst keyrslan á sýndarveruleikanum. Og að það sé líka ástæðan fyrir að eðlifræðin er svona skrítin þegar rýnt er inn í smæstu eindir. Sem mætti ímynda sér að gildi líka í sýndarveruleika þar sem undirliggjandi kerfi er ekki almennilega hannað þannig að leikmenn rannsaki það (af hverju ekki er svo önnur spurning, kannski verið að spara reiknigetu). Kirkjan hefur lengi notað svipuð rök um að það að biblían sé til gefi tilefni til að hugsa um heiminn sem kerfi sem boðskapur biblíunnar lýsi. Maður þurfi því að vera tilbúinn að skynja tilvist guðs í sköpunarverkinu. Útiloka hann ekki. Eðlisfræðingar nenna þó auðvitað ekki að taka 6 mánaða þvarg um hvort guð sé fundinn eða hvort heimurinn sé sýndarveruleiki í hvert sinn sem eitthvað skrítið gerist. Skiljanlega er því strax lokað á þær getgátur, svo það sé hægt að halda áfram að reikna og rannsaka í stað þess að fabúlera einhver ævintýri. Skiljanlega. Nema hvað í dag er varla hægt að leika sér að því að gefa lífinu lit með svona vangaveltum fyrir pirringi hinna sanntrúuðu. Og hvað er það að vera svo argur efnishyggjusinni að maður pirrast allur upp þegar annað fólk hugsar eitthvað fjarstæðukennt og hressandi? Hvaða pirringur er það? Ég get sagt ykkur hvaða pirringur það er, því ég var svona sjálfur. Þetta ergelsi er nagandi efi um hvort það sé réttlætanlegt að leyfa sér þessa ofsatrú á vísindahyggjuna og tilheyrandi gremja yfir að allskyns fólk sem virðist vera glatt og hresst og hamingjusamt trúi allskyns bulli sem maður getur ekki sjálfur trúað. Það er allt pirrandi við þetta - og þess vegna verður maður pirraði karlinn/konan. Þá er gott að minnast þess að það eru til hugmyndakerfi og pælingar aðrar en vísindalega efnishyggjan. Þær gjörbreyta ekkert heiminum, en þær skilja eftir glufu fyrir allskyns spennandi og skemmtilegt. Ekki vera pirrað vísindahyggjufólk. Hlustið bara á smá Cream og slakið á geðinu. Það má alveg hafa gaman. Clapton er guð. Greinin er framhaldsgrein af þessari hér. Höfundur er heimspekingur í hjáverkum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Sjá meira
Eitt sinn þótti töff að krota „Clapton er guð“ á veggi. Eric Clapton þótti nefnilega helvíti sleipur á gítarinn. Þessu eru eflaust margir búnir að gleyma, eða vissu aldrei. Fyrir nokkrum árum fannst ný öreind. Hún fékk nafnið Higgs boson. Stundum kölluð Guðs-eindin, sem pirrar eðlisfræðinga. Nema hvað hún tifar og það er hægt að lesa úr tifinu ASCII kóða og kóðinn stafar „clapton est dieu“. Sem er ótrúlegt. Það er „Clapton er guð“ frönsku, því CERN hraðallinn er á landamærum Frakklands og Sviss. Nei, þetta er náttúrulega bull. Bara ég að skálda. En hvað myndu eðlisfræðingar ráða af svona skilaboðum? Nú fyrir það fyrsta að þetta séu ekki skilaboð. Því það sé ekki neinn sendandi. Og fyrir það annað að þetta sé A) tilviljun eða B) eitthvað sem mælandinn hafi orsakað. Enginn myndi hringja í Eric Clapton og spyrja hann hvort hann sé virkilega guð. Eðlilega. Það væri fáránlegt. En það sýnir samt vel hvað við erum sannfærð um að vísindalega efnishyggjan sé sönn og að við verðum að leita skýringa innan þess kerfis. Alveg sama hve furðulegt eitthvað er. Ímyndum okkur til gamans að tilveran sé sýndarveruleiki. Hvernig ættum við að komast að því? Við gætum það eflaust ekki. En með hugmyndina um sýndarveruleika í huga mætti leika sér með hugmyndir eins og að ástæðan fyrir því að Miklihvellur er svona einstakur viðburður sé að þá hófst keyrslan á sýndarveruleikanum. Og að það sé líka ástæðan fyrir að eðlifræðin er svona skrítin þegar rýnt er inn í smæstu eindir. Sem mætti ímynda sér að gildi líka í sýndarveruleika þar sem undirliggjandi kerfi er ekki almennilega hannað þannig að leikmenn rannsaki það (af hverju ekki er svo önnur spurning, kannski verið að spara reiknigetu). Kirkjan hefur lengi notað svipuð rök um að það að biblían sé til gefi tilefni til að hugsa um heiminn sem kerfi sem boðskapur biblíunnar lýsi. Maður þurfi því að vera tilbúinn að skynja tilvist guðs í sköpunarverkinu. Útiloka hann ekki. Eðlisfræðingar nenna þó auðvitað ekki að taka 6 mánaða þvarg um hvort guð sé fundinn eða hvort heimurinn sé sýndarveruleiki í hvert sinn sem eitthvað skrítið gerist. Skiljanlega er því strax lokað á þær getgátur, svo það sé hægt að halda áfram að reikna og rannsaka í stað þess að fabúlera einhver ævintýri. Skiljanlega. Nema hvað í dag er varla hægt að leika sér að því að gefa lífinu lit með svona vangaveltum fyrir pirringi hinna sanntrúuðu. Og hvað er það að vera svo argur efnishyggjusinni að maður pirrast allur upp þegar annað fólk hugsar eitthvað fjarstæðukennt og hressandi? Hvaða pirringur er það? Ég get sagt ykkur hvaða pirringur það er, því ég var svona sjálfur. Þetta ergelsi er nagandi efi um hvort það sé réttlætanlegt að leyfa sér þessa ofsatrú á vísindahyggjuna og tilheyrandi gremja yfir að allskyns fólk sem virðist vera glatt og hresst og hamingjusamt trúi allskyns bulli sem maður getur ekki sjálfur trúað. Það er allt pirrandi við þetta - og þess vegna verður maður pirraði karlinn/konan. Þá er gott að minnast þess að það eru til hugmyndakerfi og pælingar aðrar en vísindalega efnishyggjan. Þær gjörbreyta ekkert heiminum, en þær skilja eftir glufu fyrir allskyns spennandi og skemmtilegt. Ekki vera pirrað vísindahyggjufólk. Hlustið bara á smá Cream og slakið á geðinu. Það má alveg hafa gaman. Clapton er guð. Greinin er framhaldsgrein af þessari hér. Höfundur er heimspekingur í hjáverkum.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun