Þetta er lögreglumál Rakel Hinriksdóttir skrifar 15. júní 2023 15:10 „Guð minn góður! Hvað gerum við?!?” Gömul kona stendur við flokkunargáma, full angistar. Hún er orðin lögblind og treystir á að gámarnir séu alltaf á sama stað, til þess að geta flokkað ruslið sitt á rétta staði. „Við verðum örugglega að hringja á lögregluna!” Heyrn gömlu konunnar er óskert og hún heyrir greinilega þegar plastruslið hennar lendir í pappírsgáminum. Hljóðið er ekki rétt. Hún leitar skjálfandi höndum í vösum sínum að farsímanum og er vís til þess að slá inn 1-1-2 ef enginn stöðvar hana. Barnabarnið hennar, undirrituð, er komin á fullorðinsaldur þegar þetta atvik á sér stað. Til allrar hamingju er hún með í för í þetta skiptið. Annars er lögblind konan á áttræðisaldri vön að fara alein í þetta verkefni. Með vandlega þrifið flokkunarruslið sitt í lítilli innkaupatösku á hjólum. Unga konan nær að stöðva angistarfulla ömmu sína áður en hún truflar lögregluna. Hún talar við hana róandi röddu og síminn fer ónotaður aftur í vasann. Yfirdrifin viðbrögð ömmu koma henni reyndar ekkert á óvart. Hún hefur alltaf sett náttúruna í fyrsta sæti og gert allt sem hún getur til þess að lifa í samhljómi við hana. Allt rusl sem til fellur á heimilinu er ýmist nýtt í föndur, fær nýtt líf sem eitthvað þarfaþing eða þrifið og flokkað vandlega. Þannig hefur það alltaf verið hjá ömmu. Það er ekkert annað í stöðunni. Til þess að losna við afskipti löggæsluvaldsins prílar þrítugt barnabarnið ofan í pappírsgáminn, veiðir upp hvert einasta plastsnifsi og þær selflytja allt saman samviskusamlega í plastgáminn. Gamla konan hefði aldrei samþykkt að yfirgefa staðinn annars. Þær ganga svo heim aftur með tóma innkaupatösku og hreina samvisku. Amma mín er dáin. Hún kvaddi þessa jörð, sem henni þótti svo vænt um, árið 2016 eftir erfiða baráttu við krabbamein. Henni fannst mikilvægt að fá bálför vegna þess að hún vildi ekki að jarðneskar leifar hennar tækju svona mikið pláss, stæðin í duftreitnum eru miklu minni. Á milli krabbameinsmeðferða rannsökuðum við hvort hægt væri að fá umhverfisvænari líkkistu, henni fannst það svo mikil sóun að láta brenna sig í kistu sem væri svo auðvelt að endurnýta aftur og aftur. Þvílík sóun á fallegum viði! Fyrir stuttu upplifði ég það í fyrsta skipti að vera fegin að amma mín væri dáin. Ég veit satt að segja ekki hvort hún hefði þolað það að heyra fréttirnar af mjólkurfernunum okkar sem hafa verið fluttar í brennsluofna í Svíþjóð í stað þess að vera endurunnar eins og lofað var. Eða allar hinar fréttirnar af ótraustvekjandi meðferð flokkunarrusls á landinu. Það er til fleira fólk eins og hún. Sem hefur alla tíð þvegið og flokkað rusl af hjartans list og jafnvel gengið langar vegalengdir í flokkunarstöðvar. Í fullri vissu um að það hefði eitthvað að segja. Kannski hefði hún hugsað um allar ferðirnar sem hún gekk til baka með tóma tösku og hreina samvisku. Eða um allar mínúturnar sem hún eyddi við vaskinn, að skrúbba allt ruslið og þurrka. Óbærilegar efasemdir um að öll fyrirhöfnin hefði kannski verið til einskis. Líklegast hefði hún samt fyrst hugsað um náttúruna. Sem sífellt þjáist fyrir græðgi mannana og tilhneigingu okkar til skyndilausna, eiginhagsmuna og frekju. Ég skora á yfirvöld að hafa náttúruna ávallt í fyrsta sæti, tryggja að meðferð alls úrgangs sé vönduð og heiðarleg og finna leiðir til þess að endurbyggja traust okkar. Höfundur er formaður SUNN, samtaka um Náttúruvernd á Norðurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
„Guð minn góður! Hvað gerum við?!?” Gömul kona stendur við flokkunargáma, full angistar. Hún er orðin lögblind og treystir á að gámarnir séu alltaf á sama stað, til þess að geta flokkað ruslið sitt á rétta staði. „Við verðum örugglega að hringja á lögregluna!” Heyrn gömlu konunnar er óskert og hún heyrir greinilega þegar plastruslið hennar lendir í pappírsgáminum. Hljóðið er ekki rétt. Hún leitar skjálfandi höndum í vösum sínum að farsímanum og er vís til þess að slá inn 1-1-2 ef enginn stöðvar hana. Barnabarnið hennar, undirrituð, er komin á fullorðinsaldur þegar þetta atvik á sér stað. Til allrar hamingju er hún með í för í þetta skiptið. Annars er lögblind konan á áttræðisaldri vön að fara alein í þetta verkefni. Með vandlega þrifið flokkunarruslið sitt í lítilli innkaupatösku á hjólum. Unga konan nær að stöðva angistarfulla ömmu sína áður en hún truflar lögregluna. Hún talar við hana róandi röddu og síminn fer ónotaður aftur í vasann. Yfirdrifin viðbrögð ömmu koma henni reyndar ekkert á óvart. Hún hefur alltaf sett náttúruna í fyrsta sæti og gert allt sem hún getur til þess að lifa í samhljómi við hana. Allt rusl sem til fellur á heimilinu er ýmist nýtt í föndur, fær nýtt líf sem eitthvað þarfaþing eða þrifið og flokkað vandlega. Þannig hefur það alltaf verið hjá ömmu. Það er ekkert annað í stöðunni. Til þess að losna við afskipti löggæsluvaldsins prílar þrítugt barnabarnið ofan í pappírsgáminn, veiðir upp hvert einasta plastsnifsi og þær selflytja allt saman samviskusamlega í plastgáminn. Gamla konan hefði aldrei samþykkt að yfirgefa staðinn annars. Þær ganga svo heim aftur með tóma innkaupatösku og hreina samvisku. Amma mín er dáin. Hún kvaddi þessa jörð, sem henni þótti svo vænt um, árið 2016 eftir erfiða baráttu við krabbamein. Henni fannst mikilvægt að fá bálför vegna þess að hún vildi ekki að jarðneskar leifar hennar tækju svona mikið pláss, stæðin í duftreitnum eru miklu minni. Á milli krabbameinsmeðferða rannsökuðum við hvort hægt væri að fá umhverfisvænari líkkistu, henni fannst það svo mikil sóun að láta brenna sig í kistu sem væri svo auðvelt að endurnýta aftur og aftur. Þvílík sóun á fallegum viði! Fyrir stuttu upplifði ég það í fyrsta skipti að vera fegin að amma mín væri dáin. Ég veit satt að segja ekki hvort hún hefði þolað það að heyra fréttirnar af mjólkurfernunum okkar sem hafa verið fluttar í brennsluofna í Svíþjóð í stað þess að vera endurunnar eins og lofað var. Eða allar hinar fréttirnar af ótraustvekjandi meðferð flokkunarrusls á landinu. Það er til fleira fólk eins og hún. Sem hefur alla tíð þvegið og flokkað rusl af hjartans list og jafnvel gengið langar vegalengdir í flokkunarstöðvar. Í fullri vissu um að það hefði eitthvað að segja. Kannski hefði hún hugsað um allar ferðirnar sem hún gekk til baka með tóma tösku og hreina samvisku. Eða um allar mínúturnar sem hún eyddi við vaskinn, að skrúbba allt ruslið og þurrka. Óbærilegar efasemdir um að öll fyrirhöfnin hefði kannski verið til einskis. Líklegast hefði hún samt fyrst hugsað um náttúruna. Sem sífellt þjáist fyrir græðgi mannana og tilhneigingu okkar til skyndilausna, eiginhagsmuna og frekju. Ég skora á yfirvöld að hafa náttúruna ávallt í fyrsta sæti, tryggja að meðferð alls úrgangs sé vönduð og heiðarleg og finna leiðir til þess að endurbyggja traust okkar. Höfundur er formaður SUNN, samtaka um Náttúruvernd á Norðurlandi.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun