Út er kominn nýr ársreikningur frá stærstu matvöruverslunarkeðju landsins Arnar Sigurðsson skrifar 16. júní 2023 10:00 Út er kominn nýr ársreikningur frá stærstu matvöruverslunarkeðju landsins ÁTVR sem rekur 52 útibú sem að eigin sögn hafa það meginhlutverk að torvelda aðgengi að söluvörunni og fagnar því væntanlega samdrætti í sölu á síðasta ári. Stofnunin hefur sjálf sagt að skilríkjaeftirlit sé stærsta einstaka atriðið innan ramma samfélagslegrar ábyrgðar sem þá jafnframt er meginástæða þess að hið opinbera reki stofnunina gegn grundvallarsjónarmiðum frjálsrar samkeppni. Á þeim mælikvarða fær stofnunin þó árlega falleinkunn frá sér sjálfri með eigin rannsóknum en ekkert sjálfstætt eftirlit er með starfseminni eins og fram kom í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Diljár Mist á Alþingi. Engu að síður heldur stofnunin því fram að engum öðrum sé treystandi til að tryggja að unglingum sé ekki selt áfengi eða yfir höfuð að stunda siðlega viðskiptahætti. Í sömu veru gagnrýnir Bjarkey Olsen þingmaður að ,,selja brennivín á netinu og vita ekkert hvar það lendir….” „Valið stendur um hvort halda eigi í áfengisstefnu sem fylgt hefur verið hér á landi í áratugi og stuðlað hefur að auknu heilbrigði íslenskra ungmenna, minni áfengisneyslu og betri lýðheilsu og almannaheill eða leggja áfengisstefnuna til hliðar og gefa smásölu áfengis alfarið frjálsa. Í þessum efnum verður ekki bæði sleppt og haldið,“ Ofangreint er áhugavert þar sem einkaaðlar eins og Sante nota rafræn auðkenni frá hinu opinbera sem augljóslega stendur stofnuninni til boða og tryggir að markmiðum er náð í 100% tilfella við sölu á áfengi og tóbaki. Stofnunin hefur engu að síður ekki séð ástæðu til að kæra sjálfa sig til lögreglu heldur látið nægja að kæra þá sem standa sig 100% á þessu sviði. Staðreynd málsins er að ríkisforsjárhyggjusinnar sem trúa á kosti einokunarverslunar eru jafn blindir á veruleikann eins og þeir eru staðfastir í trúnni á hinn ábyrgðarlausa embættismann. Höfundur er eigandi Santewines SAS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Sjá meira
Út er kominn nýr ársreikningur frá stærstu matvöruverslunarkeðju landsins ÁTVR sem rekur 52 útibú sem að eigin sögn hafa það meginhlutverk að torvelda aðgengi að söluvörunni og fagnar því væntanlega samdrætti í sölu á síðasta ári. Stofnunin hefur sjálf sagt að skilríkjaeftirlit sé stærsta einstaka atriðið innan ramma samfélagslegrar ábyrgðar sem þá jafnframt er meginástæða þess að hið opinbera reki stofnunina gegn grundvallarsjónarmiðum frjálsrar samkeppni. Á þeim mælikvarða fær stofnunin þó árlega falleinkunn frá sér sjálfri með eigin rannsóknum en ekkert sjálfstætt eftirlit er með starfseminni eins og fram kom í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Diljár Mist á Alþingi. Engu að síður heldur stofnunin því fram að engum öðrum sé treystandi til að tryggja að unglingum sé ekki selt áfengi eða yfir höfuð að stunda siðlega viðskiptahætti. Í sömu veru gagnrýnir Bjarkey Olsen þingmaður að ,,selja brennivín á netinu og vita ekkert hvar það lendir….” „Valið stendur um hvort halda eigi í áfengisstefnu sem fylgt hefur verið hér á landi í áratugi og stuðlað hefur að auknu heilbrigði íslenskra ungmenna, minni áfengisneyslu og betri lýðheilsu og almannaheill eða leggja áfengisstefnuna til hliðar og gefa smásölu áfengis alfarið frjálsa. Í þessum efnum verður ekki bæði sleppt og haldið,“ Ofangreint er áhugavert þar sem einkaaðlar eins og Sante nota rafræn auðkenni frá hinu opinbera sem augljóslega stendur stofnuninni til boða og tryggir að markmiðum er náð í 100% tilfella við sölu á áfengi og tóbaki. Stofnunin hefur engu að síður ekki séð ástæðu til að kæra sjálfa sig til lögreglu heldur látið nægja að kæra þá sem standa sig 100% á þessu sviði. Staðreynd málsins er að ríkisforsjárhyggjusinnar sem trúa á kosti einokunarverslunar eru jafn blindir á veruleikann eins og þeir eru staðfastir í trúnni á hinn ábyrgðarlausa embættismann. Höfundur er eigandi Santewines SAS.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun