Tala um að eldgos hefjist eftir klukkustundir til daga Máni Snær Þorláksson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 7. júlí 2023 22:01 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að talað sé um að eldgos muni hefjast eftir klukkustundir til daga. Vísir/Arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir að klukkustundir til dagar séu í að mögulegt eldgos hefjist. Kvikan sé að leita sér að leið upp að yfirborðinu, þegar leiðin finnst verði hún fljót að komast upp. „Ég held að við séum að tala núna um klukkustundir til daga. Þetta er bara spurning hvað kvikan er að gera,“ segir Þorvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Staðan sé í dag sú að það hefur dregið jafnt og þétt úr skjálftavirkninni. Á sama tíma séu þó skjálftarnir að sýna að í annað skipti á tveimur dögum hafi kvika reynt að koma til yfirborðs í grennd við Litla-Hrút. „Hún virðist eiga erfitt með að komast síðustu einn til tvo kílómetrana. Þannig hún stendur í stað þarna niðri og er að leita sér að heppilegri leið upp til yfirborðs. Svo er bara spurning hversu lengi hún þarf að leita til þess að finna þessa glufu til þess að komast alla leið upp. Um leið og hún finnur hana þá er hún komin upp á yfirborð mjög snögglega.“ Varðandi það hvernig hraunflæðið myndi líta út ef það gýs á svæðinu segir Þorvaldur að það þurfi að hafa tvennt í huga. Það sé annars vegar nákvæmlega hvar gosið byrjar og hversu löng gossprungan verður. Hér má sjá kort af mögulegu hraunflæði.Grafík/Kristján „Ef þetta er sunnantil á svæðinu, nær Fagradalsfjalli, þá er líklegt að hraunið renni til suður, yfir 2022 gígana og alveg niður í Meradali. En ef það er miðsvæðis á þessari rein þá er líklegt að hraunið fari fyrst í austur og þá hugsanlega til suðurs í áttina að Suðurstrandavegi.“ Byrji gosið í grennd við Keili geti það svo farið í fleiri áttir. „Það getur farið til norðurs í átt að Reykjanesbrautinni og getur líka farið til austurs og síðan suðurs í áttina að Suðurstrandavegi.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira
„Ég held að við séum að tala núna um klukkustundir til daga. Þetta er bara spurning hvað kvikan er að gera,“ segir Þorvaldur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Staðan sé í dag sú að það hefur dregið jafnt og þétt úr skjálftavirkninni. Á sama tíma séu þó skjálftarnir að sýna að í annað skipti á tveimur dögum hafi kvika reynt að koma til yfirborðs í grennd við Litla-Hrút. „Hún virðist eiga erfitt með að komast síðustu einn til tvo kílómetrana. Þannig hún stendur í stað þarna niðri og er að leita sér að heppilegri leið upp til yfirborðs. Svo er bara spurning hversu lengi hún þarf að leita til þess að finna þessa glufu til þess að komast alla leið upp. Um leið og hún finnur hana þá er hún komin upp á yfirborð mjög snögglega.“ Varðandi það hvernig hraunflæðið myndi líta út ef það gýs á svæðinu segir Þorvaldur að það þurfi að hafa tvennt í huga. Það sé annars vegar nákvæmlega hvar gosið byrjar og hversu löng gossprungan verður. Hér má sjá kort af mögulegu hraunflæði.Grafík/Kristján „Ef þetta er sunnantil á svæðinu, nær Fagradalsfjalli, þá er líklegt að hraunið renni til suður, yfir 2022 gígana og alveg niður í Meradali. En ef það er miðsvæðis á þessari rein þá er líklegt að hraunið fari fyrst í austur og þá hugsanlega til suðurs í áttina að Suðurstrandavegi.“ Byrji gosið í grennd við Keili geti það svo farið í fleiri áttir. „Það getur farið til norðurs í átt að Reykjanesbrautinni og getur líka farið til austurs og síðan suðurs í áttina að Suðurstrandavegi.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fleiri fréttir Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Sjá meira