Manneskjumiðuð stjórnun – Vegferð að farsælu vinnuumhverfi Unnur Magnúsdóttir skrifar 1. september 2023 14:31 Í leitinni að tryggð og skuldbindingu starfsfólks benda niðurstöður rannsókna til þess að sveigjanlegir, manneskjumiðaðir stjórnunarhættir séu nauðsynlegir til að endurspegla breytt gildismat fólks á vinnumarkaði í dag. Fyrirtæki verða að leggja jafnvel enn meiri áherslu á að byggja upp virk tengsl; setja saman teymi sem byggja á trausti, efla frumkvæði starfsfólks og gæta vel að jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Fyrirtæki ættu að endurskilgreina gildi á vinnustaðnum með því að leggja áherslu á bæði skipulagslega og tilfinningalega þenkjandi stjórnendur sem bregðast við þörfum starfsfólks í nútímanum; sem felur í sér að þau skilji virði síns vinnuframlags, upplifi vinnustaðamenningu sem tilfinningalega örugga og finnist þau hafa hlutverki að gegna varðandi framtíðaráform og velgengni félagsins. Manneskjumiðaðir stjórnendur stuðla að því að starfsfólk læri að meta sjálft sig að verðleikum sem starfsmenn, þeir sjá til þess að vinnustaðamenningin sé tilfinningalega traust og hjálpa starfsfólkinu að sjá hvernig þau leggja sitt af mörkum í vegferð og velgengni félagsins. Millistjórnendur gegna núorðið veigameira hlutverki þegar kemur að andlegri líðan starfsfólks. Starfsfólk sem er skuldbundið og virkt, vill hafa tilfinningalega hagsmuni sína í forgangi. Hér getur hluttekningarsamur stjórnandi, sem er til staðar jafnt fyrir alla, gert gæfumuninn varðandi það hvort starfsmanni finnist hann metinn að verðleikum. Framkvæmdastjórar setja ekki einungis fram markmið heldur útskýra hvað þau þýða fyrir einstaklingana. Þeir bregðast við vandamálum, hlusta á áhyggjuraddir og miðla viðbrögðum til yfirstjórnar. Þeir leiða starfsfólk gegnum breytingar, auðvelda teymis- og samvinnu og styðja við þörf starfsmanna fyrir faglega og persónulega þróun. Á móti kemur að starfsfólk sem er undir stjórn manneskjumiðaðra stjórnenda er líklegra til að „gera hlutina óumbeðið, endast lengur hjá fyrirtækinu og mæla með þvi sem frábærum vinnustað. Þegar allt kemur til alls þá eru manneskjumiðaðir stjórnunarhættir nauðsynlegir til að knýja áfram og efla tryggð og virkni. Öflugir stjórnendur og skuldbundið, virkt starfsfólk fara saman – en rannsóknir hafa sýnt fram á að tilfinningatengsl skipta máli. Félög með frumkvæði og stjórnendateymi þeirra geta laðað að og haldið í hæfileikaríka einstaklinga með því að gera eftirfarandi: Æðstu stjórnendurr þurfa að innleiða manneskjumiðuð kerfi og fyrirkomulag sem samræmist þörfum starfsfólks, eins og sveigjanlegan vinnutíma, þróun í starfi og menningu sem byggir á gagnsæi og tilfinningalegum stuðningi. Millistjórnendur þurfa að hafa aðgang að þeim úrræðum og stuðningi sem þeir þurfa til að geta sinnt starfi sínu vel og byggt upp öflug samstarfsteymi og ekki síðst þurfa þeir að líta á það sem hlutverk sitt að sýna fólki áhuga. Þegar allt kemur til alls þá eru það ekki flóknar aðferðir sem hjálpa stjórnendum skapa manneskjumiðað umhverfi. Hér fyrir neðan eru nokkrar leiðir sem hjálpa stjórnenum að byggja upp traust og jákvæða samvinnu. Byrjaðu á hrósi og einlægu þakklæti. Vektu óbeint athygli á mistökum fólks. Talaðu um eigin mistök áður en þú gagnrýnir hinn aðilann. Spyrðu spurninga í stað þess að gefa bein fyrirmæli. Leyfðu hinum aðilanum að halda andlitinu. Hrósaðu smávægilegri framför og lofaðu allar framfarir. Vertu leiðtoginn sem setur manneskjuna í fyrsta sæti og þú uppskerð öfluga liðsheild sem skapar árangur fyrir fyrirtækið. Höfundur er þjálfari og ráðgjafi hjá Dale Carnegie. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun Viljum við frjálshyggju? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Af hverju að kjósa Viðreisn - C fyrir frelsi og frið Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Fleiri læk – betra skap Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Wybory islandzkie i sprawy polskie Maksymilian Haraldur Frach skrifar Skoðun Grasrótin í brennidepli undir forystu Ásmundar Einars Ólafur Magnússon skrifar Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun 108 ár – hverjum treystir þú? Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Róluvallaráðherra Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hveitipoki á fjörutíu þúsund Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Tími til að endurvekja frelsið Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Einkaframtakið í sinni fegurstu mynd Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Viðreisn vakti hjá mér von Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvernig metum við listir og menningu? Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fóturinn tekinn af vegna tannpínu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Á ábyrgð okkar allra Grímur Grímsson skrifar Skoðun „Þú ert þjóðinni til skammar að spyrja þessara spurninga“ Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Hin íslenska láglaunastefna Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Mikilvægasta kosningamálið Hrafnkell Guðnason skrifar Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Hefur Sjálfstæðisflokkurinn hækkað eða lækkað skatta? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Ég gef kost á mér sem rödd launafólks á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Barátta í áratugi fyrir auknu starfsnámi Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Plan í skipulags- og samgöngumálum í lítilli bílaborg Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Í leitinni að tryggð og skuldbindingu starfsfólks benda niðurstöður rannsókna til þess að sveigjanlegir, manneskjumiðaðir stjórnunarhættir séu nauðsynlegir til að endurspegla breytt gildismat fólks á vinnumarkaði í dag. Fyrirtæki verða að leggja jafnvel enn meiri áherslu á að byggja upp virk tengsl; setja saman teymi sem byggja á trausti, efla frumkvæði starfsfólks og gæta vel að jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Fyrirtæki ættu að endurskilgreina gildi á vinnustaðnum með því að leggja áherslu á bæði skipulagslega og tilfinningalega þenkjandi stjórnendur sem bregðast við þörfum starfsfólks í nútímanum; sem felur í sér að þau skilji virði síns vinnuframlags, upplifi vinnustaðamenningu sem tilfinningalega örugga og finnist þau hafa hlutverki að gegna varðandi framtíðaráform og velgengni félagsins. Manneskjumiðaðir stjórnendur stuðla að því að starfsfólk læri að meta sjálft sig að verðleikum sem starfsmenn, þeir sjá til þess að vinnustaðamenningin sé tilfinningalega traust og hjálpa starfsfólkinu að sjá hvernig þau leggja sitt af mörkum í vegferð og velgengni félagsins. Millistjórnendur gegna núorðið veigameira hlutverki þegar kemur að andlegri líðan starfsfólks. Starfsfólk sem er skuldbundið og virkt, vill hafa tilfinningalega hagsmuni sína í forgangi. Hér getur hluttekningarsamur stjórnandi, sem er til staðar jafnt fyrir alla, gert gæfumuninn varðandi það hvort starfsmanni finnist hann metinn að verðleikum. Framkvæmdastjórar setja ekki einungis fram markmið heldur útskýra hvað þau þýða fyrir einstaklingana. Þeir bregðast við vandamálum, hlusta á áhyggjuraddir og miðla viðbrögðum til yfirstjórnar. Þeir leiða starfsfólk gegnum breytingar, auðvelda teymis- og samvinnu og styðja við þörf starfsmanna fyrir faglega og persónulega þróun. Á móti kemur að starfsfólk sem er undir stjórn manneskjumiðaðra stjórnenda er líklegra til að „gera hlutina óumbeðið, endast lengur hjá fyrirtækinu og mæla með þvi sem frábærum vinnustað. Þegar allt kemur til alls þá eru manneskjumiðaðir stjórnunarhættir nauðsynlegir til að knýja áfram og efla tryggð og virkni. Öflugir stjórnendur og skuldbundið, virkt starfsfólk fara saman – en rannsóknir hafa sýnt fram á að tilfinningatengsl skipta máli. Félög með frumkvæði og stjórnendateymi þeirra geta laðað að og haldið í hæfileikaríka einstaklinga með því að gera eftirfarandi: Æðstu stjórnendurr þurfa að innleiða manneskjumiðuð kerfi og fyrirkomulag sem samræmist þörfum starfsfólks, eins og sveigjanlegan vinnutíma, þróun í starfi og menningu sem byggir á gagnsæi og tilfinningalegum stuðningi. Millistjórnendur þurfa að hafa aðgang að þeim úrræðum og stuðningi sem þeir þurfa til að geta sinnt starfi sínu vel og byggt upp öflug samstarfsteymi og ekki síðst þurfa þeir að líta á það sem hlutverk sitt að sýna fólki áhuga. Þegar allt kemur til alls þá eru það ekki flóknar aðferðir sem hjálpa stjórnendum skapa manneskjumiðað umhverfi. Hér fyrir neðan eru nokkrar leiðir sem hjálpa stjórnenum að byggja upp traust og jákvæða samvinnu. Byrjaðu á hrósi og einlægu þakklæti. Vektu óbeint athygli á mistökum fólks. Talaðu um eigin mistök áður en þú gagnrýnir hinn aðilann. Spyrðu spurninga í stað þess að gefa bein fyrirmæli. Leyfðu hinum aðilanum að halda andlitinu. Hrósaðu smávægilegri framför og lofaðu allar framfarir. Vertu leiðtoginn sem setur manneskjuna í fyrsta sæti og þú uppskerð öfluga liðsheild sem skapar árangur fyrir fyrirtækið. Höfundur er þjálfari og ráðgjafi hjá Dale Carnegie.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun United Silicon í Reykjanesbæ – víti til varnaðar fyrir Ölfus! Berglind Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Ef þú vilt breytingar - kjóstu þá flokk sem tryggir breytingar Víðir Reynisson,Ása Berglind Hjálmarsdóttir,Sverrir Bergmann,Arna Ír Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Hugverkaiðnaður: Framtíð Íslands í verðmætasköpun Bergþóra Halldórsdóttir,Guðrún Halla Finnsdóttir,Hjörtur Sigurðsson skrifar
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmtýr Heiðdal Skoðun