Lögregla hafi bakað ríkinu bótaskyldu Árni Sæberg og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 4. september 2023 18:35 Katrín Oddsdóttir lögmaður telur lögreglu hafa bakað ríkinu bótaskyldu með framgöngu sinni í morgun. Vísir/Arnar Katrín Oddsdóttir lögmaður telur að lögreglan geti verið að baka íslenska ríkinu bótaskyldu með framgöngu sinni í morgun. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, segir að stuðningsfólk mótmælanna hafi nú barist fyrir því í fleiri klukkustundir að gefa mótmælendunum vatn. Greint hefur verið frá því að í morgun hafi lögregla tekið vatnsflösku af öðrum tveggja mótmælenda, sem komu sér fyrir í tunnum Hvals 8 og Hvals 9 í eldsnemma í morgun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur neitað að tjá sig um aðgerðina og beðist undan viðtali í allan dag. Myndskeið af aðgerðum lögreglu má sjá hér að neðan: „Tjáningarfrelsi er stjórnarskrárvarið og hluti af því er réttur til að mótmæla og í þeim rétti felst auðvitað réttur til borgaralegrar óhlýðni, sem er að eiga sér stað í möstrunum núna. Það þýðir að þær brjóta viljandi einhverjar reglur, þessar konur, en taka líka algjörlega afleiðingunum af því. Lögreglan má hins vegar aldrei ganga lengra í sínum aðgerðum en þörf krefur, það stendur einfaldlega í þrettándu grein lögreglulaga, meðalhófsreglunni svokölluðu,“ segir Katrín Oddsdóttir í samtali við fréttastofu. Lögreglan komin á hálan ís Katrín telur að með því að taka bakpoka og síma af annarri konunni hafi lögregla brotið gegn meðalhófsreglunni. „Ég held að þetta hefði ekki gerst ef fjölmiðlar hefðu verið á svæðinu, en þetta gerðist eldsnemma í morgun. Nú er staðan sú að hún hefur ekki drukkið í einhverjar tíu klukkustundir og borgarar sem reyna að gefa henni mat fá ekki að fara upp til hennar og lögreglan neitar líka að gefa þeim vatn og mat. Ég held að lögreglan sé þarna komin á hálan ís. Ég myndi bara spyrja hvort þau sem ábyrgð bera innan lögreglunnar, yfirmenn og að lokum dómsmálaráðherra, hvort það ætti ekki virkilega að skoða hvort það sé ekki ástæða til að rétta kúrsinn strax í þessu máli,“ segir Katrín en rætt var við hana fyrr í dag og nú er staðan sú að konan hefur hvorki fengið vott né þurrt í að verða fjórtán klukkustundir. Eðlileg viðbrögð örvæntingarfullra borgara Katrín segir að borgaraleg óhlýðni, rétt eins og konurnar beita í möstrunum, sé viðurkennd aðferð til þess að berjast gegn því sem fólk telur vera ranglæti. „Við erum ekki einu sinni bara að tala um ranglát lög hér á Íslandi eins og var til dæmis í baráttu Martins Luthers King þar sem þessi aðferð var mikið notuð. Heldur erum við hreinlega að tala um það að þarna standi til að fara á veiðar, sem þó liggur fyrir að okkar æðstu stjórnvöld segja að séu brot á lögum um velferð dýra. Þannig að ég get nú ekki séð að þessar aðgerðir sem konurnar eru að beita með því að vera þarna algjörlega vatns- og matarlaus, önnur þeirra, uppi í möstrum sé nokkuð annað en bara eðlileg viðbrögð örvæntingarfullra borgara sem hafa sterkar skoðanir á þessum tiltekna málaflokki.“ Hvalveiðar Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Mótmælendur komu sér fyrir á hvalveiðiskipum við hafnarbakkann Tveir aðgerðasinnar komu sér fyrir efst í möstrum tveggja hvalveiðiskipa einhvern tímann í nótt og eru þar enn. Slökkvilið og lögregla mættu á staðinn í morgun en höfðu ekki erindi sem erfiði. Sérsveit ríkislögreglustjóra er nú mætt á staðinn. 4. september 2023 06:39 Í hungurverkfalli vegna ákvörðunar Svandísar Norskur dýravelferðarsinni er í hungurverkfalli eftir að matvælaráðherra aflétti hvalveiðibanni. Hann segir fátt geta stoppað sig. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir forstjóra Hvals hf. þurfa að vanda sig verulega þegar haldið verður til veiða síðar í vikunni. 3. september 2023 18:56 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Greint hefur verið frá því að í morgun hafi lögregla tekið vatnsflösku af öðrum tveggja mótmælenda, sem komu sér fyrir í tunnum Hvals 8 og Hvals 9 í eldsnemma í morgun. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur neitað að tjá sig um aðgerðina og beðist undan viðtali í allan dag. Myndskeið af aðgerðum lögreglu má sjá hér að neðan: „Tjáningarfrelsi er stjórnarskrárvarið og hluti af því er réttur til að mótmæla og í þeim rétti felst auðvitað réttur til borgaralegrar óhlýðni, sem er að eiga sér stað í möstrunum núna. Það þýðir að þær brjóta viljandi einhverjar reglur, þessar konur, en taka líka algjörlega afleiðingunum af því. Lögreglan má hins vegar aldrei ganga lengra í sínum aðgerðum en þörf krefur, það stendur einfaldlega í þrettándu grein lögreglulaga, meðalhófsreglunni svokölluðu,“ segir Katrín Oddsdóttir í samtali við fréttastofu. Lögreglan komin á hálan ís Katrín telur að með því að taka bakpoka og síma af annarri konunni hafi lögregla brotið gegn meðalhófsreglunni. „Ég held að þetta hefði ekki gerst ef fjölmiðlar hefðu verið á svæðinu, en þetta gerðist eldsnemma í morgun. Nú er staðan sú að hún hefur ekki drukkið í einhverjar tíu klukkustundir og borgarar sem reyna að gefa henni mat fá ekki að fara upp til hennar og lögreglan neitar líka að gefa þeim vatn og mat. Ég held að lögreglan sé þarna komin á hálan ís. Ég myndi bara spyrja hvort þau sem ábyrgð bera innan lögreglunnar, yfirmenn og að lokum dómsmálaráðherra, hvort það ætti ekki virkilega að skoða hvort það sé ekki ástæða til að rétta kúrsinn strax í þessu máli,“ segir Katrín en rætt var við hana fyrr í dag og nú er staðan sú að konan hefur hvorki fengið vott né þurrt í að verða fjórtán klukkustundir. Eðlileg viðbrögð örvæntingarfullra borgara Katrín segir að borgaraleg óhlýðni, rétt eins og konurnar beita í möstrunum, sé viðurkennd aðferð til þess að berjast gegn því sem fólk telur vera ranglæti. „Við erum ekki einu sinni bara að tala um ranglát lög hér á Íslandi eins og var til dæmis í baráttu Martins Luthers King þar sem þessi aðferð var mikið notuð. Heldur erum við hreinlega að tala um það að þarna standi til að fara á veiðar, sem þó liggur fyrir að okkar æðstu stjórnvöld segja að séu brot á lögum um velferð dýra. Þannig að ég get nú ekki séð að þessar aðgerðir sem konurnar eru að beita með því að vera þarna algjörlega vatns- og matarlaus, önnur þeirra, uppi í möstrum sé nokkuð annað en bara eðlileg viðbrögð örvæntingarfullra borgara sem hafa sterkar skoðanir á þessum tiltekna málaflokki.“
Hvalveiðar Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Mótmælendur komu sér fyrir á hvalveiðiskipum við hafnarbakkann Tveir aðgerðasinnar komu sér fyrir efst í möstrum tveggja hvalveiðiskipa einhvern tímann í nótt og eru þar enn. Slökkvilið og lögregla mættu á staðinn í morgun en höfðu ekki erindi sem erfiði. Sérsveit ríkislögreglustjóra er nú mætt á staðinn. 4. september 2023 06:39 Í hungurverkfalli vegna ákvörðunar Svandísar Norskur dýravelferðarsinni er í hungurverkfalli eftir að matvælaráðherra aflétti hvalveiðibanni. Hann segir fátt geta stoppað sig. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir forstjóra Hvals hf. þurfa að vanda sig verulega þegar haldið verður til veiða síðar í vikunni. 3. september 2023 18:56 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Mótmælendur komu sér fyrir á hvalveiðiskipum við hafnarbakkann Tveir aðgerðasinnar komu sér fyrir efst í möstrum tveggja hvalveiðiskipa einhvern tímann í nótt og eru þar enn. Slökkvilið og lögregla mættu á staðinn í morgun en höfðu ekki erindi sem erfiði. Sérsveit ríkislögreglustjóra er nú mætt á staðinn. 4. september 2023 06:39
Í hungurverkfalli vegna ákvörðunar Svandísar Norskur dýravelferðarsinni er í hungurverkfalli eftir að matvælaráðherra aflétti hvalveiðibanni. Hann segir fátt geta stoppað sig. Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir forstjóra Hvals hf. þurfa að vanda sig verulega þegar haldið verður til veiða síðar í vikunni. 3. september 2023 18:56