Tárin runnu þegar Ari Freyr kvaddi eftir dramatískt kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. nóvember 2023 10:31 Ari Freyr Skúlason er tilfinningavera eins og hann hefur sýnt áður. Þetta var mjög dramatísk stund fyrir hann í gærkvöld. Getty/Michael Regan Íslenski knattspyrnumaðurinn Ari Freyr Skúlason spilaði í gærkvöldi síðasta heimaleikinn sinn með sænska félaginu Norrköping en hann hefur ákveðið að setja skóna upp á hillu eftir tímabilið. Lokaleikur Ara á Östgötaporten, heimavelli Norrköping, bætist örugglega í hóp með þeim eftirminnilegri á ferli Ara. Norrköping vann þá dramatískan 4-3 sigur á Varberg. Norrköping lenti 3-0 undir í leiknum og var 2-0 undir þegar Ari Freyr kom inn á sem varamaður í hálfleik. Norrköping liðinu tókst aftur á móti að skora fjögur mörk á síðustu 25 mínútum leiksins og tryggja sér sigur. Landar Ara áttu líka þátt í því að öll þrjú stigin komu í höfn en Arnór Ingvi Traustason minnkaði muninn í 2-3 á 70. mínútu, Ísak Andri Sigurgeirsson jafnaði metin í 3-3 á 83. mínútu og Ísak lagði líka upp sigurmarkið fyrir Maic Sema á sjöttu mínútu í uppbótatíma. Maic Sema hafði einmitt komið inn á í hálfleik alveg eins og Ari Freyr. Ari átti erfitt með sig í leikslok þegar hann þakkaði stuðningsmönnum Norrköping fyrir stuðninginn. Það mátti ská tárin renna hjá Ara eins og sést vel á myndbandinu á miðlum félagsins sem er aðgengilegt hér fyrir neðan. Ari var í stóru hlutverki í gullkynslóð íslenska landsliðsins sem fór bæði á EM og HM. Hann lék alls 83 A-landsleiki fyrir Ísland og alls 108 leiki fyrir öll íslensku landsliðin. Hann hefur spilað sem atvinnumaður í Svíþjóð, Belgíu og svo aftur Svíþjóð undanfarin sautján ár. Ari kom til Norrköping árið 2021 og lék þar síðustu þrjú tímabilin á ferlinum. Ari Freyr mun nú reyna fyrir sér sem þjálfari hjá Norrköping en hann verður svokallaður „transitional“ þjálfari og á með því að hjálpa ungum leikmönnum að fóta sig í aðalliðinu. Ari Freyr Skulason med tårar i ögonen efter att han tackats av av hemmapubliken pic.twitter.com/Nv0L3WmK1S— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 6, 2023 Sænski boltinn Tengdar fréttir Ari um síðasta árið í landsliðinu: „Það var allt í bulli“ Ari Freyr Skúlason tilkynnti fyrr í vikunni að knattspyrnuferli hans myndi ljúka þegar tímabilið í Svíþjóð klárast eftir tvær vikur. Hann fór út í atvinnumennsku ungur að aldri og hefur leikið í Svíþjóð, Belgíu og Danmörku en segir gullaldarárin með íslenska landsliðinu standa upp úr þegar litið er yfir ferilinn. 6. nóvember 2023 07:01 Búinn að jafna sig á sjokkinu: „Eins og einhver hefði kýlt mig í framan“ Ari Freyr Skúlason tilkynnti í vikunni að hann muni leggja knattspyrnuskóna á hilluna þegar yfirstandandi leiktíð í Svíþjóð lýkur eftir tvær vikur. Erfitt hafi verið að komast að þeirri niðurstöðu að enda ferilinn. 5. nóvember 2023 08:00 Ari Freyr leggur skóna á hilluna og snýr sér að þjálfun Ari Freyr Skúlason hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir feril sem spannar nærri tvo áratugi. Hann mun nú snúa sér að þjálfun hjá IFK Norrköping í Svíþjóð, þar sem hann hefur spilað undanfarin ár. 2. nóvember 2023 19:02 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
Lokaleikur Ara á Östgötaporten, heimavelli Norrköping, bætist örugglega í hóp með þeim eftirminnilegri á ferli Ara. Norrköping vann þá dramatískan 4-3 sigur á Varberg. Norrköping lenti 3-0 undir í leiknum og var 2-0 undir þegar Ari Freyr kom inn á sem varamaður í hálfleik. Norrköping liðinu tókst aftur á móti að skora fjögur mörk á síðustu 25 mínútum leiksins og tryggja sér sigur. Landar Ara áttu líka þátt í því að öll þrjú stigin komu í höfn en Arnór Ingvi Traustason minnkaði muninn í 2-3 á 70. mínútu, Ísak Andri Sigurgeirsson jafnaði metin í 3-3 á 83. mínútu og Ísak lagði líka upp sigurmarkið fyrir Maic Sema á sjöttu mínútu í uppbótatíma. Maic Sema hafði einmitt komið inn á í hálfleik alveg eins og Ari Freyr. Ari átti erfitt með sig í leikslok þegar hann þakkaði stuðningsmönnum Norrköping fyrir stuðninginn. Það mátti ská tárin renna hjá Ara eins og sést vel á myndbandinu á miðlum félagsins sem er aðgengilegt hér fyrir neðan. Ari var í stóru hlutverki í gullkynslóð íslenska landsliðsins sem fór bæði á EM og HM. Hann lék alls 83 A-landsleiki fyrir Ísland og alls 108 leiki fyrir öll íslensku landsliðin. Hann hefur spilað sem atvinnumaður í Svíþjóð, Belgíu og svo aftur Svíþjóð undanfarin sautján ár. Ari kom til Norrköping árið 2021 og lék þar síðustu þrjú tímabilin á ferlinum. Ari Freyr mun nú reyna fyrir sér sem þjálfari hjá Norrköping en hann verður svokallaður „transitional“ þjálfari og á með því að hjálpa ungum leikmönnum að fóta sig í aðalliðinu. Ari Freyr Skulason med tårar i ögonen efter att han tackats av av hemmapubliken pic.twitter.com/Nv0L3WmK1S— discovery+ sport (@dplus_sportSE) November 6, 2023
Sænski boltinn Tengdar fréttir Ari um síðasta árið í landsliðinu: „Það var allt í bulli“ Ari Freyr Skúlason tilkynnti fyrr í vikunni að knattspyrnuferli hans myndi ljúka þegar tímabilið í Svíþjóð klárast eftir tvær vikur. Hann fór út í atvinnumennsku ungur að aldri og hefur leikið í Svíþjóð, Belgíu og Danmörku en segir gullaldarárin með íslenska landsliðinu standa upp úr þegar litið er yfir ferilinn. 6. nóvember 2023 07:01 Búinn að jafna sig á sjokkinu: „Eins og einhver hefði kýlt mig í framan“ Ari Freyr Skúlason tilkynnti í vikunni að hann muni leggja knattspyrnuskóna á hilluna þegar yfirstandandi leiktíð í Svíþjóð lýkur eftir tvær vikur. Erfitt hafi verið að komast að þeirri niðurstöðu að enda ferilinn. 5. nóvember 2023 08:00 Ari Freyr leggur skóna á hilluna og snýr sér að þjálfun Ari Freyr Skúlason hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir feril sem spannar nærri tvo áratugi. Hann mun nú snúa sér að þjálfun hjá IFK Norrköping í Svíþjóð, þar sem hann hefur spilað undanfarin ár. 2. nóvember 2023 19:02 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Carragher segir Salah vera eigingjarnan Enski boltinn Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Enski boltinn Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Sjá meira
Ari um síðasta árið í landsliðinu: „Það var allt í bulli“ Ari Freyr Skúlason tilkynnti fyrr í vikunni að knattspyrnuferli hans myndi ljúka þegar tímabilið í Svíþjóð klárast eftir tvær vikur. Hann fór út í atvinnumennsku ungur að aldri og hefur leikið í Svíþjóð, Belgíu og Danmörku en segir gullaldarárin með íslenska landsliðinu standa upp úr þegar litið er yfir ferilinn. 6. nóvember 2023 07:01
Búinn að jafna sig á sjokkinu: „Eins og einhver hefði kýlt mig í framan“ Ari Freyr Skúlason tilkynnti í vikunni að hann muni leggja knattspyrnuskóna á hilluna þegar yfirstandandi leiktíð í Svíþjóð lýkur eftir tvær vikur. Erfitt hafi verið að komast að þeirri niðurstöðu að enda ferilinn. 5. nóvember 2023 08:00
Ari Freyr leggur skóna á hilluna og snýr sér að þjálfun Ari Freyr Skúlason hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna eftir feril sem spannar nærri tvo áratugi. Hann mun nú snúa sér að þjálfun hjá IFK Norrköping í Svíþjóð, þar sem hann hefur spilað undanfarin ár. 2. nóvember 2023 19:02