Foreldrunum skipt út fyrir nágranna vegna skjálftanna Bjarki Sigurðsson og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 10. nóvember 2023 21:56 Hallgrímur Hjálmarsson og Geir Andersen hafa fundið vel fyrir skjálftunum. Vísir/Ívar Fannar Par í Grindavík segjast ætla að halda sér í bænum þrátt fyrir mikla skjálfta. Þeir áttu von á foreldrum í mat en enduðu með nágrannana við eldhúsborðið vegna skjálftanna. Hallgrímur Hjálmarsson og Geir Andersen búa í Grindavík. Þeir segjast aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum skjálftum og í dag. „Þegar ég sá að hann varð hræddur, sem verður aldrei hræddur, þá var mér ekki farið að standa á sama. Þá fór ég að hugsa hvort við ættum að fara út úr bænum. En nú er búið að róast þannig við höldum í það að vera hér. Ég er með fjölskyldu hér, mömmu og dóttur systur minnar, maður getur ekki farið sísvona. Maður ber ábyrgð,“ segir Hallgrímur. Klippa: ,,Það mesta sem ég hef upplifað á ævinni Fólk misheppið Húsið þeirra hefur hrists vel frá því að hrinan hófst. „Það eru búnir að hrynja og brotna að minnsta kosti fjórir hlutir. Það voru svakaleg læti í þessum stóra skjálfta. Fólk er misjafnlega heppið. Við erum búin að fara á þrjú heimili og sumsstaðar er ekkert búið að fara niður. Og hjá einni vinkonu okkar fór helling niður. Þetta er búið að vera mjög sérstakt og skrítið.“ segir Hallgrímur. Foreldrarnir urðu eftir heima Þeir höfðu ætlað að fá foreldra þeirra beggja í mat í kvöld en enduðu þau á því að vera heima. „Það var löngu planað, við ætluðum að bjóða foreldrum okkar beggja en svo atvikast það að allskonar fólk komu af götunni og í nágrenninu. En ég sagði mömmu og pabba að koma ekki út af því að vegurinn fór í sundur og ég vildi ekki leggja á þau að koma hingað í kvöld.“ segir Geir. Ætla sér ekki burt Þeir segjast ætla að vera heima hjá sér eins lengi og þeir mega. „Þetta er stuðandi og skelkandi en maður verður bara að fara eftir því sem er sagt. Ef það kemur hættuástand myndum við fara strax en við ætlum að halda ró okkar.“ segir Geir. Margir útlendingar farnir Þeir segja bæinn vera hálftóman. „Nágrannar okkar eru farnir, það eru mjög margir farnir. Ég vinn með mörgum útlendingum og ég hef verið að heyra í þeim en þau eru farin, jafnvel komin á hótel. Það er léttir að heyra að þau eru örugg því þau hafa ekki sama bakland og við sem erum héðan. Það eru örugglega hátt í fimmtíu prósent farin úr bænum,“ segir Hallgrímur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Sjá meira
Hallgrímur Hjálmarsson og Geir Andersen búa í Grindavík. Þeir segjast aldrei hafa fundið fyrir jafn miklum skjálftum og í dag. „Þegar ég sá að hann varð hræddur, sem verður aldrei hræddur, þá var mér ekki farið að standa á sama. Þá fór ég að hugsa hvort við ættum að fara út úr bænum. En nú er búið að róast þannig við höldum í það að vera hér. Ég er með fjölskyldu hér, mömmu og dóttur systur minnar, maður getur ekki farið sísvona. Maður ber ábyrgð,“ segir Hallgrímur. Klippa: ,,Það mesta sem ég hef upplifað á ævinni Fólk misheppið Húsið þeirra hefur hrists vel frá því að hrinan hófst. „Það eru búnir að hrynja og brotna að minnsta kosti fjórir hlutir. Það voru svakaleg læti í þessum stóra skjálfta. Fólk er misjafnlega heppið. Við erum búin að fara á þrjú heimili og sumsstaðar er ekkert búið að fara niður. Og hjá einni vinkonu okkar fór helling niður. Þetta er búið að vera mjög sérstakt og skrítið.“ segir Hallgrímur. Foreldrarnir urðu eftir heima Þeir höfðu ætlað að fá foreldra þeirra beggja í mat í kvöld en enduðu þau á því að vera heima. „Það var löngu planað, við ætluðum að bjóða foreldrum okkar beggja en svo atvikast það að allskonar fólk komu af götunni og í nágrenninu. En ég sagði mömmu og pabba að koma ekki út af því að vegurinn fór í sundur og ég vildi ekki leggja á þau að koma hingað í kvöld.“ segir Geir. Ætla sér ekki burt Þeir segjast ætla að vera heima hjá sér eins lengi og þeir mega. „Þetta er stuðandi og skelkandi en maður verður bara að fara eftir því sem er sagt. Ef það kemur hættuástand myndum við fara strax en við ætlum að halda ró okkar.“ segir Geir. Margir útlendingar farnir Þeir segja bæinn vera hálftóman. „Nágrannar okkar eru farnir, það eru mjög margir farnir. Ég vinn með mörgum útlendingum og ég hef verið að heyra í þeim en þau eru farin, jafnvel komin á hótel. Það er léttir að heyra að þau eru örugg því þau hafa ekki sama bakland og við sem erum héðan. Það eru örugglega hátt í fimmtíu prósent farin úr bænum,“ segir Hallgrímur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Sjá meira