Fyrsta framherjamarkið hjá íslenska landsliðinu síðan í apríl Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2023 16:31 Getty/ANP Diljá Ýr Zomers skoraði markið sem á endanum var munurinn á liðunum þegar íslenska kvennalandsliðið í fótbolta vann 2-1 sigur á Wales í Þjóðadeildinni á föstudagskvöldið. Markið var ekki aðeins mikilvægt heldur einnig langþráð. Íslenska liðinu hafði gengið illa að skora í Þjóðadeildinni og var ekki búið að skora í 371 mínútu þegar miðjumaðurinn Hildur Antonsdóttir braut loksins ísinn í fyrri hálfleiknum í Wales. Það breytti þó ekki því að framherjar íslenska liðsins höfðu ekki enn fundið leiðina í markið. Þegar Diljá Ýr kom íslenska liðinu í 2-0 ellefu mínútum fyrir leikslok þá endaði hún því aðra langa bið. Wales minnkaði muninn í lokin og því réð þetta mark hennar úrslitum og tryggði íslenska liðinu endanlega þriðja sætið í riðlinum. Wales er aftur á móti fallið í B-deild. DILJÁ ÝR ZOMERS!!!!! Þvílíkt mark og þvílíkt augnablik til að skora fyrsta landsliðsmarkið. 2-0 fyrir Ísland og 3. sæti riðilsins í augsýn. Enn nóg eftir samt. pic.twitter.com/cTsYnQ6zLy— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 1, 2023 Síðustu þrjú mörk íslenska liðsins og þau einu í síðustu sex leikjum höfðu öll verið skoruð af varnar- eða miðjumönnum. Mörkin skoruðu Berglind Rós Ágústsdóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir. Framherjar íslenska liðsins höfðu ekki náð að skora síðan í 2-1 sigri á Sviss í aprílmánuði. Sveindís Jane Jónsdóttir tryggði íslenska liðinu þá sigur með marki á 73. mínútu. Íslenska liðið hefur náttúrulega saknað Sveindísar mikið en hún missti af allir Þjóðadeildinni vegna meiðsla. Síðan Sveindís kom boltanum í markið hjá Svisslendingum höfðu íslensku stelpurnar spilað 646 mínútur án þess að fá mark fram framherja liðsins eða þangað til að Diljá skoraði þetta stórglæsilega mark sitt. Nú er að vona að markamúrinn sé brotinn og mörkin fari að flæða á ný. Íslenska liðið leikur lokaleik sinn í Þjóðadeildinni á móti Danmörku annað kvöld en leikurinn fer fram í Viborg í Danmörku. View this post on Instagram A post shared by Dilja Y r Zomers (@diljayrr) Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Íslenska liðinu hafði gengið illa að skora í Þjóðadeildinni og var ekki búið að skora í 371 mínútu þegar miðjumaðurinn Hildur Antonsdóttir braut loksins ísinn í fyrri hálfleiknum í Wales. Það breytti þó ekki því að framherjar íslenska liðsins höfðu ekki enn fundið leiðina í markið. Þegar Diljá Ýr kom íslenska liðinu í 2-0 ellefu mínútum fyrir leikslok þá endaði hún því aðra langa bið. Wales minnkaði muninn í lokin og því réð þetta mark hennar úrslitum og tryggði íslenska liðinu endanlega þriðja sætið í riðlinum. Wales er aftur á móti fallið í B-deild. DILJÁ ÝR ZOMERS!!!!! Þvílíkt mark og þvílíkt augnablik til að skora fyrsta landsliðsmarkið. 2-0 fyrir Ísland og 3. sæti riðilsins í augsýn. Enn nóg eftir samt. pic.twitter.com/cTsYnQ6zLy— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 1, 2023 Síðustu þrjú mörk íslenska liðsins og þau einu í síðustu sex leikjum höfðu öll verið skoruð af varnar- eða miðjumönnum. Mörkin skoruðu Berglind Rós Ágústsdóttir, Hafrún Rakel Halldórsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir. Framherjar íslenska liðsins höfðu ekki náð að skora síðan í 2-1 sigri á Sviss í aprílmánuði. Sveindís Jane Jónsdóttir tryggði íslenska liðinu þá sigur með marki á 73. mínútu. Íslenska liðið hefur náttúrulega saknað Sveindísar mikið en hún missti af allir Þjóðadeildinni vegna meiðsla. Síðan Sveindís kom boltanum í markið hjá Svisslendingum höfðu íslensku stelpurnar spilað 646 mínútur án þess að fá mark fram framherja liðsins eða þangað til að Diljá skoraði þetta stórglæsilega mark sitt. Nú er að vona að markamúrinn sé brotinn og mörkin fari að flæða á ný. Íslenska liðið leikur lokaleik sinn í Þjóðadeildinni á móti Danmörku annað kvöld en leikurinn fer fram í Viborg í Danmörku. View this post on Instagram A post shared by Dilja Y r Zomers (@diljayrr)
Þjóðadeild kvenna í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira