„Ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. desember 2023 21:31 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska landsliðsins. Joris Verwijst/Getty Images „Hlýtur að vera, við erum með sex stig úr þessum glugga og frábært að vinna,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, aðspurður hvort þetta væri fullkominn endir á árinu en lið hans lagði Danmörku ytra í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Ísland vann frækinn 1-0 sigur í Viborg í kulda sem þekkist var á hálendi Íslands. Íslenska liðið lagði mikið í leikinn og uppskar eftir því. Sigurinn kom í veg fyrir að Danmörk ynni riðilinn sem gerir liðinu erfiðara fyrir að komast á Ólympíuleikana. Ísland er hins vegar á leið í umspil að halda sæti sínu í A-deild Þjóðadeildar sem gæti skipt sköpum upp á næsta Evrópumót. „Gerðum margt vel í þessum leik, auðvitað lágu þær á okkur og vissu að þær yrðu að vinna, voru að þrýsta en við stóðumst það og gerðum vel. Fengu eitt alvöru dauðafæri en annars var þetta klafs inn í teig,“ bætti Þorsteinn við. „Margt sem gekk upp en ýmislegt sem við lentum í vandræðum með í færslum. Sérstaklega í fyrri hálfleik, breyttu út frá því sem þær hafa verið að gera og voru að toga okkur til. Náðum aðeins að laga það svo þær voru ekki að gera það í seinni hálfleik sem gerði það að verkum að þær áttu auðveldara með að gefa fyrir. Það er það sem við erum góðar í að verjast, vorum því ekki hræddar við það.“ Fanney Inga Birkisdóttir stóð vaktina í marki Íslands en þessi 18 ára markvörður Vals var að spila sinn fyrsta A-landsleik. „Hún er 18 ára í aldri en hún er þrítug í hugsun og ró.“ Þorsteinn var að endingu spurður út í árið sem er að líða en það hefur gengið á ýmsu hjá Íslandi. Lykilleikmenn lagt skóna á hilluna, aðrar óléttar og enn aðrar að glíma við meiðsli. „Er mjög sáttur við árið. Byrjum það vel, þetta er að þróast og svo byrja allar breytingarnar í hverjum einasta glugga. Við tökumst á við það og mér fannst liðið vera í réttri þróun allan tímann. Prófuðum ýmsa hluti, sumt gekk vel en annað misvel. Auðvitað fengum við skell út í Þýskalandi sem allir eru alltaf að tala um en heilt yfir ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska. Það er ekkert auðvelt að missa þúsund landsleiki út úr einu landsliði á nokkrum mánuðum án þess að það taki smá tíma að byggja eitthvað upp.“ Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Ísland vann frækinn 1-0 sigur í Viborg í kulda sem þekkist var á hálendi Íslands. Íslenska liðið lagði mikið í leikinn og uppskar eftir því. Sigurinn kom í veg fyrir að Danmörk ynni riðilinn sem gerir liðinu erfiðara fyrir að komast á Ólympíuleikana. Ísland er hins vegar á leið í umspil að halda sæti sínu í A-deild Þjóðadeildar sem gæti skipt sköpum upp á næsta Evrópumót. „Gerðum margt vel í þessum leik, auðvitað lágu þær á okkur og vissu að þær yrðu að vinna, voru að þrýsta en við stóðumst það og gerðum vel. Fengu eitt alvöru dauðafæri en annars var þetta klafs inn í teig,“ bætti Þorsteinn við. „Margt sem gekk upp en ýmislegt sem við lentum í vandræðum með í færslum. Sérstaklega í fyrri hálfleik, breyttu út frá því sem þær hafa verið að gera og voru að toga okkur til. Náðum aðeins að laga það svo þær voru ekki að gera það í seinni hálfleik sem gerði það að verkum að þær áttu auðveldara með að gefa fyrir. Það er það sem við erum góðar í að verjast, vorum því ekki hræddar við það.“ Fanney Inga Birkisdóttir stóð vaktina í marki Íslands en þessi 18 ára markvörður Vals var að spila sinn fyrsta A-landsleik. „Hún er 18 ára í aldri en hún er þrítug í hugsun og ró.“ Þorsteinn var að endingu spurður út í árið sem er að líða en það hefur gengið á ýmsu hjá Íslandi. Lykilleikmenn lagt skóna á hilluna, aðrar óléttar og enn aðrar að glíma við meiðsli. „Er mjög sáttur við árið. Byrjum það vel, þetta er að þróast og svo byrja allar breytingarnar í hverjum einasta glugga. Við tökumst á við það og mér fannst liðið vera í réttri þróun allan tímann. Prófuðum ýmsa hluti, sumt gekk vel en annað misvel. Auðvitað fengum við skell út í Þýskalandi sem allir eru alltaf að tala um en heilt yfir ef maður skoðar allt árið finnst mér liðið vera í þróun og þroska. Það er ekkert auðvelt að missa þúsund landsleiki út úr einu landsliði á nokkrum mánuðum án þess að það taki smá tíma að byggja eitthvað upp.“
Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10 Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Yfirveguð Fanney Inga: Góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn „Mér líður bara mjög vel, góður sigur að baki og geggjað að spila fyrsta leikinn,“ sagði hin 18 ára gamla Fanney Inga Birkisdóttir sem stóð vaktina í marki Íslands í 1-0 útisigrinum á Danmörku í Þjóðadeild UEFA í kvöld. Hún var að spila sinn fyrsta A-landsleik. 5. desember 2023 21:10